Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 40
6 föstudagur 3. desember
Alda Björg Guðjóns-
dóttir er einn fremsti
stílisti landsins og hefur
starfað sem slíkur allt
frá árinu 1999. Hún rekur
fyrirtækið Snyrtilegan
klæðnað og þrátt fyrir
óreglulegan vinnutíma
segist hún ekki geta
ímyndað sér betra starf.
Blaðamaður: Sara McMahon
Ljósmyndir: Anton Brink
Fatnaður á forsíðu: Steinunn
A
lda Björg ólst upp á
Álftanesinu og býr
þar enn með börn-
um sínum fjórum í
næsta húsi við for-
eldra sína. „Álftanesið er æðis-
legur staður til að búa á, þó það
hafi verið erfitt þegar maður var
unglingur því þetta var svo langt
í burtu frá öllu. Til lengri tíma
litið þá held ég að það hafi bara
gert manni gott að vera hálf fast-
ur í sveitinni á þessum aldri.
Ég bý þarna enn og mér finnst
yndislegt að komast alltaf í frið-
inn að vinnudegi loknum,“ segir
hún glaðlega.
Alda var einbirni fram að
unglingsaldri en eignaðist þá
tvö systkini sem bæði voru ætt-
leidd frá Srí Lanka. Hún segist
hafa verið dugleg að passa syst-
kini sín enda hafi hún þá verið
komin með nóg af því að vera
eina barnið í fjölskyldunni. Að
hennar sögn er fjölskyldan mjög
náin og líkir hún henni við stóra,
ítalska fjölskyldu. „Við erum eins
og samhent, ítölsk stórfjölskylda
án dramatíkurinnar. Við hitt-
umst alla sunnudaga og borðum
saman og mér finnst voðalega
gaman að hafa þau öll í kringum
mig,“ segir hún.
FYLGDI BOY GEORGE
Móðuramma Öldu rak sauma-
stofu hér áður fyrr og vann móðir
hennar einnig á stofunni. Alda
var sjálf ekki há í loftinu þegar
hún fór að aðstoða ömmu sína á
stofunni og vann við að ýfa ull í
ströngum í könglavél. Hún byrj-
aði líka snemma að sauma sjálf
á sig flíkur og mætti svo galvösk
í þeim í skólann. „Ég var alltaf
mjög undarlega klædd. Ég skar
mig mjög úr hvað það varðaði og
man sérstaklega eftir því þegar ég
kom klædd eins og Boy George í
skólann. Það vakti mikla athygli,“
segir hún brosandi. Alda segist
lítið hafa spáð í áliti bekkjarsyst-
kina sinna enda skipti mestu máli
að hún sjálf væri sátt í fötunum.
„Ég hef alltaf verið nokkuð örugg
með sjálfa mig og pældi aldrei í
því hvað öðrum fannst svo lengi
sem ég var sátt við dressið sem
ég var í.“
SNYRTILEGUR KLÆÐNAÐUR
Tískuáhuginn dvínaði ekki með
aldrinum og árið 1998 stofnaði
Alda saumastofu ásamt tveim-
ur vinkonum sínum. Út frá þeirri
vinnu fór hún að taka að sér ýmis
stílistaverkefni og ári síðar hafði
hún snúið sér alfarið að þeirri iðn.
„Vinna stílista getur verið nett
geggjun og vinnutíminn óguðlegur
en það sem heillar mig mest við
starfið er hversu fjölbreytt það er,“
segir hún þegar hún er spurð út
í kosti starfsins. „Því fylgja ferða-
lög og mér gefst einnig tækifæri
á að sjá staði á Íslandi sem aðrir
fara ekki á, því tökurnar eru oft
úti á landi.“
Alda vinnur einna mest við
sjónvarpsauglýsingar, myndatök-
ur, tískuþætti og tónlistarmynd-
bönd og sér þá um að klæða leik-
ara, fyrirsætur og poppstjörn-
ur samkvæmt nýjustu tísku. Hún
segist þó ekki spá mikið í því sem
gerist í heimi tískunnar held-
ur treystir frekar á eigin smekk-
vísi. „Ég gæti ekki svarað því hvað
verður heitast í tískunni næsta
sumar, ég fylgist lítið með því. Ég
held að það sé betra að fylgja eigin
tilfinningu en að vera of upptek-
in af því sem stóru hönnuðirnir
eru að gera úti í heimi. Þess utan
þá koma nýjustu tískustraumarn-
ir alltaf í verslanir um leið þannig
að maður er sjaldan að vinna með
úrelta vöru.“
EKKERT KAMPAVÍN
Samkvæmt Öldu er tískubransinn
á Íslandi lítill og vinalegur og starf
stílista ekki eins og margir ímynda
sér, þar finnst engin dramatík
eða læti. „Starfinu fylgir mikil
bið, langir vinnudagar og eng-
inn glamúr. Það er ekkert kampa-
vín á hliðarlínunni eins og sumir
halda,“ segir hún brosandi.
Þó að glamúrinn sé ekki að finna
í starfi stílista segist Alda hafa lent
í ýmsum broslegum aðstæðum í
vinnunni og nefnir sem dæmi ít-
alska stórsöngkonu sem kom til
Íslands til að taka upp tónlistar-
myndband. „Þessi söngkona var
víst mjög þekkt í heimalandinu og
var með aðstoðarmanneskju með
sér. Sú snerist eins og skoppara-
kringla í kringum söngkonuna og
ég sá hana meira að snýta henni.
Það var mjög fyndið að fylgjast
með þessu því þetta er ekki eitt-
hvað sem við erum vön hér heima.
En eftir fyrsta daginn í tökum virt-
ist söngkonan hafa áttað sig á því
að svona hegðun ætti ekki við hér
EKKERT KAMPAVÍN Á
HLIÐARLÍNUNNI
„Vinna stílista
getur verið nett
geggjun og vinnutím-
inn óguðlegur.“
Alda Björg Guðjónsdóttir rekur stílistafyrirtækið
Snyrtilegur klæðnaður. Hún er einn færasti stílisti
landsins og hefur starfað sem slíkur í áratug.