Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 16
16 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR
Miðvikudaginn 8. desember næstkomandi fer fram
málverkauppboð í Gásum. Forsýning á verkum
verður helgina 4.-5. desember í sýningarsal Gása,
Ármúla 38, kl. 10-16.
Á uppboðinu verða verk eftir Kjarval, Kristján
Davíðsson, Pétur Gaut, Nínu Tryggvadóttur,
Svavar Guðnason, Tolla, Tryggva Ólafsson,
Þorvald Skúlason o.fl.
Verið velkomin.
MÁLVERKA
UPPBOÐ
Miðvikudaginn 8. desember | kl. 18.30
Nína Tryggvadóttir
Ved Söen-Köbenhavn
Uppboðsverkin
má skoða á
gasar.is
Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is
ATVINNUMÁL Hópur alþingismanna
úr Suðvesturkjördæmi sótti á
mánudag kynningarfund hjá
félaginu PrimaCare sem hyggur
á rekstur einkasjúkrahúss í Mos-
fellsbæ með áherslu á liðskiptiað-
gerðir fyrir útlendinga.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, var meðal
þeirra þingmanna sem sóttu fund-
inn. Bjarni skrifaði eftir fundinn
á Facebook-síðu sína að áform-
in væru mjög metnaðarfull. Lagt
væri upp með að sjúkrahúsið yrði
í fremstu röð í heiminum.
„Á heilbrigðissviðinu liggja
mikil tækifæri fyrir okkur Íslend-
inga til að laða að fjárfestingu,
skapa störf og nýjar tekjur fyrir
þjóðarbúið. Þessi tækifæri eigum
við að grípa. Stefna stjórnvalda
mun ráða úrslitum um það hvort
greinar á borð við þessa geta náð
fótfestu hér á landi,“ skrifar Bjarni
á Facebook.
Í kynningarefni Gunn-
ars Ármannssonar,
framkvæmdastjóra
fyrir PrimaCare, kom
meðal annars fram
að stjórnvöld á Möltu
hefðu nú sett sér það
markmið að eyjan verði
orðin eftirsóttur áfanga-
staður fyrir lækninga-
ferðamennsku á
árinu 2015 og hrint
af stað markaðs-
átaki í samstarfi
við hagsmunaað-
ila.
Fulltrúar
PrimaCare segja
að liðskipta-
sjúklingum í
Bandaríkjun-
um fjölgi um
tíu prósent á ári og að eftirspurn-
in eftir aðgerðum muni sjöfaldast
á næstu tuttugu árum. Þær verði
rúmar fjórar milljónir árið 2030.
„Helmingur sjúklinga sem þurfa
mjaðmaliðskiptaaðgerð árið 2016
mun ekki fá hana og 72 prósent
þeirra sem þurfa hnjáliðskiptaað-
gerð,“ segir í kynningarefninu sem
þingmönnunum var sýnt.
Þá segir PrimaCare að biðlistar
eftir aðgerðum muni lengjast með
fjölgun sjúklinga. Á sama tíma
fækki bæklunarlæknum því lítil
nýliðun sé í greininni. „Hagræð-
ingaraðgerðir í heilbrigðisþjón-
ustu valda því að aðgerðir vegna
sjúkdóma sem ekki eru lífshættu-
legir eru látnar sitja á hakanum,“
segir PrimaCare. Í þessu felist
bæði mikil tækifæri fyrir Mos-
fellsbæ og Ísland allt. Jafna megi
þessu við tvö álver án mengunar.
Ný störf verði allt að eitt þúsund
auk afleiddra starfa.
„Tekjur á ári þegar full starf-
semi er komin í gang er 120 millj-
ónir Bandaríkjadala, um 14 millj-
arðar króna, sem gerir fyrirtækið
að einu af 40 stærstu fyrirtækj-
um landsins,“ segir í kynningu
PrimaCare. gar@frettabladid.is
Bjarni vill að Ísland grípi
tækifæri á heilbrigðissviði
Fulltrúar PrimaCare kynntu áform um einkasjúkrahús í Mosfellsbæ fyrir þingmönnum Suðvesturkjördæmis
á mánudag. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir heilbrigðisþjónustu geta skapað þjóðarbúinu nýjar tekjur.
PrimaCare
Markaðurinn
■ Lækningaferðamennska:
6.400 milljarðar króna 2009
11.500 milljarðar króna 2012
■ Mjaðmaliðskiptaaðgerðir í Banda-
ríkjunum:
2.200 milljarðar króna 2007
4.000 milljarðar króna 2030
■ Hnjáliðskiptaaðgerðir í Bandaríkj-
unum:
3.000 milljarðar króna 2007
25.500 milljarðar króna 2030
Íslenskir aðstandendur
■ Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóri.
■ Finnur Snorrason yfirlæknir, sérfræðingur í bæklunarlækningum.
■ Bjarki Diego lögmaður.
■ Þorvaldur Ingvarsson lækningaforstjóri, sérfræðingur í bæklunarlækningum.
■ Sigurður Sigurðsson svæfingarlæknir.
Bakhjarlar
■ Shiboomi, Bandaríkin Hugmynda-
fræðilegir arkitektar og viðskiptafélagi
■ Skanska, Bandaríkin Eitt af stærstu
verktakafyrirtækjum heims
■ Oppenheimer, Sviss Leiðandi fjár-
mögnunarráðgjafar á alþjóðamörkuðum.
■ Hill International, Bandaríkin Eitt
fremsta byggingarfyrirtæki í heimi.
■ Clifford Chance, Bretland Ein fremsta
lögfræðistofa heims.
■ Carlos Zapata Heimsþekktur verð-
launaarkítekt
ÚR HÚSDÝRAGARÐINUM Jólahald hefst í
Húsdýragarðinum um helgina.
DÝRALÍF Sauðfé Fjölskyldu- og hús-
dýragarðsins fær jólaklippinguna
á sunnudag. Þá mætir Guðmund-
ur Hallgrímsson frá Hvanneyri til
rúningsverka en þær eru orðnar
æði margar ærnar og hrútarnir
sem hann hefur rúið.
Guðmundur mun hefjast handa
klukkan eitt en með honum í för
verða konur sem munu spinna
band úr ullinni.
Jóladagskráin er að hefjast í
garðinum og um helgina, milli
klukkan tvö og þrjú, verður hægt
að skella sér í hestvagnaferð í ríf-
lega aldargömlum hestvagni.
Jólahald í Húsdýragarðinum:
Sauðféð fær
jólaklippingu
EGYPTALAND Strandgæslan í
Egyptalandi leitar nú að hákarli
sem talið er að hafi ráðist á fjóra
ferðamenn á þriðjudag. Þeir voru
að synda í skerjagarðinum í Rauða-
hafinu syðst á Sínaískaga. Hákarl-
inn beit handlegg af tveimur ferða-
mannanna.
Talið er að sami hákarlinn hafi
svo ráðist á rússnesk hjón sem
voru saman á sundi. Hann beit
í fætur og bakið á konunni og í
fætur mannsins. Flogið var með
allt fólkið á sjúkrahús í Kaíró þar
sem það liggur þungt haldið.
Leitað að hákarli í Rauðahafi:
Beit handlegg
af mönnum
SPÁNN „Eitt af helstu viðfangsefnum
bandaríska sendiráðsins í Madríd
undanfarin sjö ár hefur verið að
reyna að fá fellt niður sakamál gegn
þremur bandarískum hermönnum,
sem sakaðir eru um að hafa drep-
ið spænskan sjónvarpstökumann,“
segir spænska dagblaðið El Pais,
sem hefur upplýsingar um þetta úr
leyniskjölum bandarísku utanríkis-
þjónustunnar.
Þetta er eitt af fjölmörgum
málum, sem fjölmiðlar hafa fjall-
að um eftir að leyniskjölin tóku að
birtast á vefsíðunni Wikileaks.
Bandarísku hermennirnir þrír,
Thomas Gibson, Philip Wolford og
Philip de Camp, hafa verið ákærðir
á Spáni fyrir að hafa drepið mynda-
tökumanninn José Cuoso í Bagdad
8. apríl árið 2003, þar sem hann
var að fjalla um Íraksstríðið, sem
þá var nýhafið.
Cuoso var þá staddur á Palest-
ínuhótelinu þegar skotið var á hót-
elið úr bandarískum skriðdrekum.
Annar myndatökumaður, Taras
Protsyuk frá Úkraínu, lét þar einn-
ig lífið þennan dag.
Samkvæmt leyniskjölunum hafa
bandarískir stjórnarerindrekar
og embættismenn átt fjölmarga
fundi um málið undanfarin ár með
spænskum ráðamönnum og reynt
ítrekað að fá það fellt niður.
- gb
Bandarískir erindrekar þrýsta á spænska ráðamenn vegna atburða í Bagdad:
Vilja fá dómsmál fellt niður
MÓTMÆLI Í MADRÍD Spænskir frétta-
ljósmyndarar halda á lofti myndum af
Cuoso í spænska þinginu. NORDICPHOTOS/AFP
FLJÓTSDALSHÉRAÐ Fjárhagsáætlun
Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2011
gerir ráð fyrir 19,5 milljóna króna
rekstrarafgangi í samstæðureikn-
ingi. Þar af er gert ráð fyrir um
hálfri milljón í afgang í A-hluta. Í
frétt á heimasíðu sveitarfélagsins
segir að skuldir og skuldbinding-
ar A-hluta séu um 5.272 milljónir
króna eða 213 prósent af rekstr-
artekjum. Þar segir að Fljótsdals-
hérað hafi átt í samskiptum við
eftirlitsnefnd um fjármál sveit-
arfélaga í ljósi þungrar fjárhags-
stöðu þess. - þj
Fjármál Fljótsdalshéraðs:
Gera ráð fyrir
rekstrarafgangi
HVÍTUR Á TRÝNI Úlfaldi þessi ber þess
merki að hafa stungið trýninu í snjó-
inn, sem kyngt hefur niður í dýragarð-
inn í Frankfurt eins og víðar í Evrópu.
NORDICPHOTOS/AFP
BJARNI BENEDIIKTSSON
Formaður Sjálfstæð-
isflokksins segir
stefnu stjórnvalda
munu ráða úrslit-
um um hvort
starfsemi á borð
við einkasjúkra-
hús PrimaCare
í Mosfellsbæ
nái fótfestu á
Íslandi.
FORSÍÐA KYNN-
INGAREFNIS
FYRIR ÞINGMENN
Aðstandendur
PrimaCare
segja tekjur af
einkasjúkrahúsi
í Mosfellsbæ
geta orðið um
14 milljarðar
króna á ári. Allt
að eitt þúsund
ný störf skapist
og tala starfa í
Mosfellsbæ þar
með tvöfaldast.
Heimild: PrimaCare
STJÓRNMÁL Kjörnum fulltrúum á
stjórnlagaþing voru afhent kjör-
bréf í Þjóðmenningarhúsinu við
Hverfisgötu í Reykjavík í gær.
Allir kjörnir stjórnlagaþing-
menn nema fjórir, mættu til að
fá bréfið afhent hjá landskjör-
stjórn. Kallað var eftir því hvort
einhver gerði athugasemdir við
kjör fulltrúanna, en það gerði
enginn. Þeir fjórir sem ekki gátu
mætt í gær fá kjörbréf sín afhent
á laugardag.
Á mánudag gekk undirbún-
ingsnefnd stjórnlagaþings í gær
frá tímabundinni ráðningu upp-
lýsingafulltrúa og tæknistjóra
stjórnlagaþings. Berghildur Erla
Bernharðsdóttir fjölmiðlafræð-
ingur var ráðin upplýsingafulltrúi
og Finnur Pálmi Magnússon tölv-
unarfræðingur tæknistjóri. - óká
Fulltrúum afhent kjörbréf:
Fjórir fá bréf á laugardag
KJÖRSTJÓRNIN Frá kynningu úrslita í kosningu á stjórnlagaþing. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM