Fréttablaðið - 03.12.2010, Side 16

Fréttablaðið - 03.12.2010, Side 16
16 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR Miðvikudaginn 8. desember næstkomandi fer fram málverkauppboð í Gásum. Forsýning á verkum verður helgina 4.-5. desember í sýningarsal Gása, Ármúla 38, kl. 10-16. Á uppboðinu verða verk eftir Kjarval, Kristján Davíðsson, Pétur Gaut, Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðnason, Tolla, Tryggva Ólafsson, Þorvald Skúlason o.fl. Verið velkomin. MÁLVERKA UPPBOÐ Miðvikudaginn 8. desember | kl. 18.30 Nína Tryggvadóttir Ved Söen-Köbenhavn Uppboðsverkin má skoða á gasar.is Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is ATVINNUMÁL Hópur alþingismanna úr Suðvesturkjördæmi sótti á mánudag kynningarfund hjá félaginu PrimaCare sem hyggur á rekstur einkasjúkrahúss í Mos- fellsbæ með áherslu á liðskiptiað- gerðir fyrir útlendinga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra þingmanna sem sóttu fund- inn. Bjarni skrifaði eftir fundinn á Facebook-síðu sína að áform- in væru mjög metnaðarfull. Lagt væri upp með að sjúkrahúsið yrði í fremstu röð í heiminum. „Á heilbrigðissviðinu liggja mikil tækifæri fyrir okkur Íslend- inga til að laða að fjárfestingu, skapa störf og nýjar tekjur fyrir þjóðarbúið. Þessi tækifæri eigum við að grípa. Stefna stjórnvalda mun ráða úrslitum um það hvort greinar á borð við þessa geta náð fótfestu hér á landi,“ skrifar Bjarni á Facebook. Í kynningarefni Gunn- ars Ármannssonar, framkvæmdastjóra fyrir PrimaCare, kom meðal annars fram að stjórnvöld á Möltu hefðu nú sett sér það markmið að eyjan verði orðin eftirsóttur áfanga- staður fyrir lækninga- ferðamennsku á árinu 2015 og hrint af stað markaðs- átaki í samstarfi við hagsmunaað- ila. Fulltrúar PrimaCare segja að liðskipta- sjúklingum í Bandaríkjun- um fjölgi um tíu prósent á ári og að eftirspurn- in eftir aðgerðum muni sjöfaldast á næstu tuttugu árum. Þær verði rúmar fjórar milljónir árið 2030. „Helmingur sjúklinga sem þurfa mjaðmaliðskiptaaðgerð árið 2016 mun ekki fá hana og 72 prósent þeirra sem þurfa hnjáliðskiptaað- gerð,“ segir í kynningarefninu sem þingmönnunum var sýnt. Þá segir PrimaCare að biðlistar eftir aðgerðum muni lengjast með fjölgun sjúklinga. Á sama tíma fækki bæklunarlæknum því lítil nýliðun sé í greininni. „Hagræð- ingaraðgerðir í heilbrigðisþjón- ustu valda því að aðgerðir vegna sjúkdóma sem ekki eru lífshættu- legir eru látnar sitja á hakanum,“ segir PrimaCare. Í þessu felist bæði mikil tækifæri fyrir Mos- fellsbæ og Ísland allt. Jafna megi þessu við tvö álver án mengunar. Ný störf verði allt að eitt þúsund auk afleiddra starfa. „Tekjur á ári þegar full starf- semi er komin í gang er 120 millj- ónir Bandaríkjadala, um 14 millj- arðar króna, sem gerir fyrirtækið að einu af 40 stærstu fyrirtækj- um landsins,“ segir í kynningu PrimaCare. gar@frettabladid.is Bjarni vill að Ísland grípi tækifæri á heilbrigðissviði Fulltrúar PrimaCare kynntu áform um einkasjúkrahús í Mosfellsbæ fyrir þingmönnum Suðvesturkjördæmis á mánudag. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir heilbrigðisþjónustu geta skapað þjóðarbúinu nýjar tekjur. PrimaCare Markaðurinn ■ Lækningaferðamennska: 6.400 milljarðar króna 2009 11.500 milljarðar króna 2012 ■ Mjaðmaliðskiptaaðgerðir í Banda- ríkjunum: 2.200 milljarðar króna 2007 4.000 milljarðar króna 2030 ■ Hnjáliðskiptaaðgerðir í Bandaríkj- unum: 3.000 milljarðar króna 2007 25.500 milljarðar króna 2030 Íslenskir aðstandendur ■ Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóri. ■ Finnur Snorrason yfirlæknir, sérfræðingur í bæklunarlækningum. ■ Bjarki Diego lögmaður. ■ Þorvaldur Ingvarsson lækningaforstjóri, sérfræðingur í bæklunarlækningum. ■ Sigurður Sigurðsson svæfingarlæknir. Bakhjarlar ■ Shiboomi, Bandaríkin Hugmynda- fræðilegir arkitektar og viðskiptafélagi ■ Skanska, Bandaríkin Eitt af stærstu verktakafyrirtækjum heims ■ Oppenheimer, Sviss Leiðandi fjár- mögnunarráðgjafar á alþjóðamörkuðum. ■ Hill International, Bandaríkin Eitt fremsta byggingarfyrirtæki í heimi. ■ Clifford Chance, Bretland Ein fremsta lögfræðistofa heims. ■ Carlos Zapata Heimsþekktur verð- launaarkítekt ÚR HÚSDÝRAGARÐINUM Jólahald hefst í Húsdýragarðinum um helgina. DÝRALÍF Sauðfé Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins fær jólaklippinguna á sunnudag. Þá mætir Guðmund- ur Hallgrímsson frá Hvanneyri til rúningsverka en þær eru orðnar æði margar ærnar og hrútarnir sem hann hefur rúið. Guðmundur mun hefjast handa klukkan eitt en með honum í för verða konur sem munu spinna band úr ullinni. Jóladagskráin er að hefjast í garðinum og um helgina, milli klukkan tvö og þrjú, verður hægt að skella sér í hestvagnaferð í ríf- lega aldargömlum hestvagni. Jólahald í Húsdýragarðinum: Sauðféð fær jólaklippingu EGYPTALAND Strandgæslan í Egyptalandi leitar nú að hákarli sem talið er að hafi ráðist á fjóra ferðamenn á þriðjudag. Þeir voru að synda í skerjagarðinum í Rauða- hafinu syðst á Sínaískaga. Hákarl- inn beit handlegg af tveimur ferða- mannanna. Talið er að sami hákarlinn hafi svo ráðist á rússnesk hjón sem voru saman á sundi. Hann beit í fætur og bakið á konunni og í fætur mannsins. Flogið var með allt fólkið á sjúkrahús í Kaíró þar sem það liggur þungt haldið. Leitað að hákarli í Rauðahafi: Beit handlegg af mönnum SPÁNN „Eitt af helstu viðfangsefnum bandaríska sendiráðsins í Madríd undanfarin sjö ár hefur verið að reyna að fá fellt niður sakamál gegn þremur bandarískum hermönnum, sem sakaðir eru um að hafa drep- ið spænskan sjónvarpstökumann,“ segir spænska dagblaðið El Pais, sem hefur upplýsingar um þetta úr leyniskjölum bandarísku utanríkis- þjónustunnar. Þetta er eitt af fjölmörgum málum, sem fjölmiðlar hafa fjall- að um eftir að leyniskjölin tóku að birtast á vefsíðunni Wikileaks. Bandarísku hermennirnir þrír, Thomas Gibson, Philip Wolford og Philip de Camp, hafa verið ákærðir á Spáni fyrir að hafa drepið mynda- tökumanninn José Cuoso í Bagdad 8. apríl árið 2003, þar sem hann var að fjalla um Íraksstríðið, sem þá var nýhafið. Cuoso var þá staddur á Palest- ínuhótelinu þegar skotið var á hót- elið úr bandarískum skriðdrekum. Annar myndatökumaður, Taras Protsyuk frá Úkraínu, lét þar einn- ig lífið þennan dag. Samkvæmt leyniskjölunum hafa bandarískir stjórnarerindrekar og embættismenn átt fjölmarga fundi um málið undanfarin ár með spænskum ráðamönnum og reynt ítrekað að fá það fellt niður. - gb Bandarískir erindrekar þrýsta á spænska ráðamenn vegna atburða í Bagdad: Vilja fá dómsmál fellt niður MÓTMÆLI Í MADRÍD Spænskir frétta- ljósmyndarar halda á lofti myndum af Cuoso í spænska þinginu. NORDICPHOTOS/AFP FLJÓTSDALSHÉRAÐ Fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2011 gerir ráð fyrir 19,5 milljóna króna rekstrarafgangi í samstæðureikn- ingi. Þar af er gert ráð fyrir um hálfri milljón í afgang í A-hluta. Í frétt á heimasíðu sveitarfélagsins segir að skuldir og skuldbinding- ar A-hluta séu um 5.272 milljónir króna eða 213 prósent af rekstr- artekjum. Þar segir að Fljótsdals- hérað hafi átt í samskiptum við eftirlitsnefnd um fjármál sveit- arfélaga í ljósi þungrar fjárhags- stöðu þess. - þj Fjármál Fljótsdalshéraðs: Gera ráð fyrir rekstrarafgangi HVÍTUR Á TRÝNI Úlfaldi þessi ber þess merki að hafa stungið trýninu í snjó- inn, sem kyngt hefur niður í dýragarð- inn í Frankfurt eins og víðar í Evrópu. NORDICPHOTOS/AFP BJARNI BENEDIIKTSSON Formaður Sjálfstæð- isflokksins segir stefnu stjórnvalda munu ráða úrslit- um um hvort starfsemi á borð við einkasjúkra- hús PrimaCare í Mosfellsbæ nái fótfestu á Íslandi. FORSÍÐA KYNN- INGAREFNIS FYRIR ÞINGMENN Aðstandendur PrimaCare segja tekjur af einkasjúkrahúsi í Mosfellsbæ geta orðið um 14 milljarðar króna á ári. Allt að eitt þúsund ný störf skapist og tala starfa í Mosfellsbæ þar með tvöfaldast. Heimild: PrimaCare STJÓRNMÁL Kjörnum fulltrúum á stjórnlagaþing voru afhent kjör- bréf í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík í gær. Allir kjörnir stjórnlagaþing- menn nema fjórir, mættu til að fá bréfið afhent hjá landskjör- stjórn. Kallað var eftir því hvort einhver gerði athugasemdir við kjör fulltrúanna, en það gerði enginn. Þeir fjórir sem ekki gátu mætt í gær fá kjörbréf sín afhent á laugardag. Á mánudag gekk undirbún- ingsnefnd stjórnlagaþings í gær frá tímabundinni ráðningu upp- lýsingafulltrúa og tæknistjóra stjórnlagaþings. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fjölmiðlafræð- ingur var ráðin upplýsingafulltrúi og Finnur Pálmi Magnússon tölv- unarfræðingur tæknistjóri. - óká Fulltrúum afhent kjörbréf: Fjórir fá bréf á laugardag KJÖRSTJÓRNIN Frá kynningu úrslita í kosningu á stjórnlagaþing. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.