Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 18
18 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Skiptar skoðanir um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2011 Fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar, sem lögð var fyrir borgarstjórn á þriðju- dag, hefur valdið miklum úlfaþyt, enda eru þar lagðar til hækkanir á sköttum og þjónustugjöldum, sem sjálf- stæðismenn í minnihlutan- um hafa mótmælt harðlega. Samkvæmt meirihluta Besta flokksins og Samfylkingar lá fyrir að brúa þurfti um fimm milljarða gat milli fyrirhugaðra tekna og gjalda borgarinnar á næsta ári. Í áætluninni er farin svokallaða blandaða leið þar sem 2,9 milljarð- ar eru fengnir með hagræðingu í rekstri, 844 milljónir með hækkun skatta og 919 milljónir með gjald- skrárhækkunum og magnbreyt- ingu í þjónustu. Það sem helst er deilt um eru gjaldskrárhækkanirnar. Þær eru á allflestum liðum en koma meðal annars niður á leikskólagjöldum, lækkun systkinaafsláttar og hækk- unum í frístundaheimili við grunn- skólana. Nauðsynlegar aðgerðir Meirihlutinn hefur varið þessar hugmyndir með því að þær séu gerðar af nauðsyn. Dagur B. Egg- ertsson, formaður borgarráðs, sagði meðal annars í samtali við Fréttablaðið að gengið hafi verið út frá því að jafnvægis væri gætt annars vegar á milli þess að hlífa fjölskyldum við álögum og hins vegar að sjá til þess að varanlegur sparnaður næðist af aðgerðunum. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn segja hins vegar að hækkanirnar á sköttum og gjöldum muni bæði hægja á umsvifum í samfélaginu og lengja kreppuna. Margsannað sé að aukin skattlagning virki ekki sem leið út úr kreppum. Bitnar á barnafjölskyldum Eins og fram hefur komið telja sjálfstæðismenn hækkanirnar vera tilviljanakenndar. Þær muni koma harðast niður á barnafjölskyldum þar sem útgjaldaauki vegna þeirra gæti numið allt að 100 þúsundum til 150 þúsunda króna á ársgrund- velli. Þar af gætu útgjöld vegna skóla og leikskóla eingöngu, fyrir fjöl- skyldu með tvö börn í leikskóla og eitt í grunnskóla, aukist um tæp 100 þúsund. Vinstri græn í borgarstjórn eru sömuleiðis ósátt við áætlunina, en af öðrum ástæðum. Sóley Tómas- dóttir, oddviti þeirra, sagði í við- tali við Fréttablaðið að alvarleg- ast væri að ekki væri gengið alla leið í hækkun útsvars. Í stað þess að hækka útsvarsprósentuna upp í 13,28 sé örlítið skilið eftir, og sú fjárhæð sem þar hefði mátt afla, um 230 milljónir króna, sé þess í stað tekin af barnafólki í formi aukinna álagna. Mannaflsfrekar framkvæmdir Hvernig sem á málið er litið, virð- ast hækkanir hafa verið óumflýj- anlegar að vissu leyti. Það sem er hins vegar einnig deilt um, eru ný verkefni sem lagt er út í. Meðal annars er gert ráð fyrir að ýmsum vinnuaflsfrekum framkvæmdum á vegum borgarinnar verði flýtt til að örva atvinnulíf. Meðal annars er gert ráð fyrir að 500 milljónum króna verði varið í að hefja fyrsta áfanga við endurgerð sundlauga- mannvirkja. Telja sjálfstæðismenn óráð- legt að leggja út í þann kostnað á meðan skattar séu hækkaðir og ekki sé skorið meira niður í mið- lægri stjórnsýslu. Ekki er enn útséð um lokaútgáfu fjárhagsáætlunarinnar þar sem hún kemur aftur til kasta borgar- stjórnar í seinni umræðu 14. þessa mánaðar þar sem málið mun skýr- ast endanlega. Ósammála um hagræðingarleiðir FARIÐ YFIR MÁLIN Jón Gnarr borgarstjóri á skrafi við S. Björn Blöndal, aðstoðarmann sinn, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Þau eru ekki á einu máli um leiðir til hagræðingar í fjármálum borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Einn af helstu kostnaðar- aukunum í fjárhagsáætlun er vegna þess að framlög til framfærslustyrks hafa aukist úr 1.553 milljónum upp í 2.116 milljónir. Er það tilkomið bæði vegna hækkunar grunnfjárhæðar, sem og áætlaðrar fjölgun- ar styrkþega. Framfærsla einstaklings fer úr 125.540 krónum á mánuði upp í 149.000 og framfærsla fólks í sambúð úr 200.864 krónum upp í 223.500. Alls er gert ráð fyrir að 3.800 manns muni þiggja aðstoð á næsta ári, en áætlað eru að um 3.600 manns geri það í ár. Framfærslustyrkur hækkar 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 2010 2011 Leikskólagjöld fyrir tvö börn Skólamatur í grunnskóla Fimm daga vistun á frístundaheimili Síðdegishressing á frístundaheimili 36.170 45.318 32% 2.150 8.365 5.000 20.655 2.580 10.038 5.500 27.200 10% 20% 20% Kostnaðarauki fjölskyldu með tvö börn í leikskóla og eitt í grunnskóla Mánaðarútgjöld í krónum. Aukning milli ára er sýnd í prósentum. Samtals kostn- aðaraukning milli ára er 25%. Heimild: Reykjavíkurborg Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is Gjaldahækkun á flestum sviðum Í tilkynningu meirihlutans með fjárhagsáætluninni segir að ákveðin þjónustugjöld „hækki hóflega til að koma til móts við raunlækkun eftir tveggja ára frystingu“. Í áætlun um gjaldskrá næsta árs sést að gert er ráð fyrir hækkun á flestum sviðum en mismikilli þó. Hér eru nokkrir liðir dregnir út. Þjónustuliðir 2010 2011 Munur Þjónustuíbúðir aldraðra Þvottur (1/2 kg) 155 200 29,03% Heimaþjónusta/þrif (pr. klst) 530 1000 88,68% Sundlaugar Barnagjald í sund 110 100 -9,09% Fullorðinsgjald í sund 360 450 25% Leiga á handklæði 450 550 14,29% Leiga á sundfatnaði 600 500 -16,67% Menning og afþreying: Húsdýragarður um helgar – börn 500 600 20% Húsdýragarður um helgar – fullorðnir 600 700 16,67% Bókasafnskort 1.300 1.500 15,38% Fullorðinsmiði í Árbæjarsafn 600 1000 66,67% Lokað í dag Skrifstofa VR í Reykjavík verður lokuð í dag frá kl. 11:00, föstudaginn 3. desember, vegna jarðarfarar Ingibjargar R. Guðmundsdóttur. Skrifstofur VR á Akranesi, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum verða lokaðar allan daginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.