Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 55
dagur rauða nefsins ●FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2010 7 Aðalmarkmið dags rauða nefsins er að hvetja sem flesta Íslend- inga til að gerast heimsforeldr- ar og styðja þannig starf í þágu bágstaddra barna um allan heim. Heimsforeldrar styrkja UNICEF með mánaðarlegri upphæð að eigin vali en algengustu upphæð- irnar sem fólk greiðir eru 1.000, 1.500 og 2.000 krónur. UNICEF trúir því að börn þurfi vernd, öryggi og umhyggju. Á hverjum degi snerta samtökin líf bágstaddra barna í yfir 150 löndum, með því að veita þeim heilsugæslu, menntun og vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Þau sinna langtíma- þróunaraðstoð og neyðar- aðstoð í kjölfar náttúru- hamfara og stríðsátaka. Heimsforeldrar taka þátt í þessum mikilvægu verk- efnum og færa börnum um allan heim gleði og von. Ekki átta sig allir á hverju UNICEF getur áorkað fyrir styrk frá hverju heimsforeldri. Sem dæmi getur heimsforeldri sem greiðir 1.500 krónur í einn mánuð gert eitthvað af eftirtöldu: ● útvegað 1.271 skammt af A-vítamíni sem styrkir ónæmiskerfi í börnum. ● gefið 183 börnum saltupplausn sem hjálpar þeim að berjast við ofþornun og niðurgang. ● keypt 1.071 vatnshreinsitöflu, en hver tafla getur hreinsað 4-5 lítra af vatni. ● keypt tvö malaríu-flugnanet, en á 45 sekúndna fresti deyr barn í Afríku af völdum malaríu. ● útvegað 18 HIV-próf fyrir börn sem eru eldri en 18 mánaða gömul, en prófið getur sagt til um HIV-smit á nokkrum mínút- um – það kostar hins vegar 4.120 krónur að prófa barn sem er yngra en 18 mánaða gamalt. ● gefið 26 börnum stílabók og blýant. ● bólusett 85 börn gegn mænu- sótt. ● útvegað 64 skammta af bóluefni gegn mislingum. Gunnar Hansson leikari hefur ýmsar óvenjulegar hugmyndir um það hvernig nýta má rauða nefið. En hann veit líka hvað UNICEF getur gert fyrir börn í fjarlægum löndum fyrir and- virði eins nefs. Þ ú þarft ekkert endilega að hafa rauða nefið á nef-inu,“ segir Gunnar. „Það eru ótal önnur not fyrir það. Þú getur til dæmis notað nefið til æf- inga á innanhúsgolfi á veturna, án þess að eiga á hættu að leggja inn- búið í rúst. Þetta kemur sér mjög vel fyrir mig, þótt mér þyki nú skemmtilegra að slá alvöru golf- kúlur. Svo ef fólki er eitthvað illa við eða hefur ofnæmi fyrir svita- lyktareyði þá getur það sett eitt nef undir hvora hendi og þá dreg- ur nefið í sig svitann og lyktina. Bara muna að skola það vel með vissu millibili. Það er líka hægt að nota nefið á stútinn á tekatli til að taka við gufunni, passa bara að nota ekki sama nefið og var undir höndunum þótt útkoman af því gæti orðið forvitnileg. Það þarf samt að passa sig á að ef nefið er of lengi á stútnum verður það fullt af heitum gufum og þá getur átt sér stað það sem kallast nef- rennsli.“ Gunnar hikar og segist eigin- lega þurfa að biðja lesendur af- sökunar á því að flest sem honum detti í hug að nota nefið í sé því miður óprenthæft. „En sumt gengur þó alveg. Eins og til dæmis að ef þú ert með blöðru á tá þá geturðu sett nefið á við- komandi tá eða á milli tánna svo skórinn nuddi ekki blöðruna.“ Gunnar þegir um stund en getur svo ekki stillt sig. „Svo verð ég að fá að koma með einn svolít- ið vafasaman að lokum, sem á samt rosalega vel við mig. Ég hef bara svona húmor. Rauða nefið er nefnilega mjög fín prumpusía. Þá er hægt að nota það á tvo vegu, annað hvort bara á nefið, eins og á að gera, þá finnurðu síður óæskilega lyktina, eða þá að það er hægt að setja það bara í bux- urnar. Þá grípur það prumpið, sem veldur þá minna tjóni. Svo er líka hægt að búa til svakalega skemmtilegan leik með nefjunum. Til þess þarf reyndar að kaupa tíu nef, sem er ekki á allra færi, en það er hægt að einfalda leikinn og nota þá bara eitt nef og setja það á einn fingur og keppa svo við fé- laga sína í því hver getur vélritað mest á einni mínútu með nefið á fingrinum. Skemmtilegast er auð- vitað að hafa tíu nef, eitt á hverj- um fingri, og vélrita þannig í eina mínútu. Það getur orðið alveg virkilega skemmtilegt.“ - fsb Hjálpa sér við að vélrita með nefinu. Hlífa sárum tám. Verja fingurgómana. Gunnar veit líka allt um það hvað UNICEF getur gert fyrir andvirði eins rauðs nefs: „Söluandvirði eins nefs getur útvegað hundrað börnum sem þjást af ofþornun lífsnauðsynlegar saltupplausnir. Og eitt nef greiðir fyrir átta börn í HIV-próf. Tvö nef veita 125 börnum skammt af A-vítamíni og svo framvegis. Fimmtíu nef gera UNICEF kleift að bólusetja 2.058 börn gegn mænusótt.“ MARGVÍSLEGT NOTAGILDI RAUÐA NEFSINS: Vodafone og starfsfólk þess leggur UNICEF nú lið í þriðja sinn á Degi rauða nefsins. Helen Breiðfjörð, forstöðumaður þjón- ustuvers Vodafone, segir stemn- inguna í fyrirtækinu óviðjafnan- lega og ná hámarki söfnunar- kvöldið stóra. „Við vildum leggja okkar af mörkum fyrir þetta flotta mál- efni,“ segir Helen, sem hlakkar til að eyða nokkrum stundum í síma- veri Vodafone í kvöld. „Stemning- in í símaverinu er algerlega dás- amleg og fólk er enn að tala um það í dag hve gaman var að taka á móti gjöfum frá litlu börnunum sem voru búin að spara nammi- peninginn sinn eða gamla fólkinu sem vildi leggja eitthvað af mörk- um þrátt fyrir að hafa lítið milli handanna sjálft,“ segir Helen og fær gæsahúð við tilhugsunina. Hún tók sjálf þátt í símsvöruninni í fyrra. „Ég man sérstaklega eftir litla drengnum sem var um sex ára. Hann ætlaði að sleppa því að kaupa sér laugardags nammi til að gefa börnum úti í heimi smá pening.“ Helen segir marga starfsmenn Vodafone koma að átakinu. „Fjöl- margir koma að tæknilegu hlið- inni og sjá til þess að allt gangi eins og smurt. Svo voru líka um 60 til 80 starfsmenn sem svör- uðu í símann í fyrra. Þeir komu oft með fjölskylduna með sér. Núna ætlum við líka að vera með barnahorn svo fólk geti komið með yngri börnin,“ segir Helen og telur að það geti enn bætt á stemninguna. En eru margir starfsmenn Vodafone heimsforeldrar? „Ég er viss um það. Ég er það sjálf og finnst rosalega mikilvægt að gefa öðrum af því sem ég hef,“ svarar Helen og hvetur alla til að hringja og gefa. - sg Frábær stemning í símaverinu í kvöld Helen Breiðfjörð, forstöðumaður þjónustusviðs Vodafone, ætlar að standa vaktina í símaverinu í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● ALÞJÓÐLEGIR VELGJÖRÐARSENDIHERRAR Velgjörðar- sendiherrar UNICEF taka þátt í söfnunarþættinum í kvöld. Gwyneth Palthrow og Robbie Williams munu taka þátt í söfnunarþættin- um í kvöld með því að segja okkur áhrifaríkar sögur af mansali barna og hvernig HIV getur smitast frá móður til barns. Claudia Schiffer sendir Íslendingum stutt skilaboð þar sem hún hvetur Íslendinga til að styðja við bakið á UNICEF og gerast heimsforeldrar. Svitalyktareyðir og prumpusía Vélrita með einum fingri. Nota sem prumpusíu. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N Heimsforeldrar vernda réttindi barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.