Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 84
40 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR Tónlist ★★ Hugsaðu um búskapinn - hættu að daðra ... Tríó Blik Eiga ekki erindi Hanna Dóra Sturludóttir syngur, Freyja Gunnlaugsdóttir og Daniela Hlinková leika. Lög Ása í Bæ og Oddgeirs Kristj- ánssonar eru falleg og skemmtileg. Þau eru þó varla annað en dæg- urlög og því set ég spurningar- merki við útsetningar Atla Heimis Sveinssonar sem nú eru komnar út á geisladiski. Lögin eru hér fyrir klarinettu og píanó, en Hanna Dóra Sturludóttir syngur. Kamm- erkennd umgjörðin fer lögunum ekkert sérlega vel. Þau eru tilgerð- arleg, eins og úr gömlu leikriti sem á ekkert erindi við fólk í dag. Auðvitað er ekkert að því að setja dægurlög í nýjan búning. En það er ekki sama hvernig það er gert. Útsetningarnar eru hagan- legar, en þær eru ekki frumleg- ar. Atli Heimir getur samið alls konar músík. Kannski hefði hann átt að ganga miklu lengra, búa til eitthvað ómstrítt og furðulegt úr lögunum. Hin leiðin, sem hefði verið aðgengilegri, hefði verið að sleppa klarinettunni. Hafa bara lögin ein- föld, fyrir rödd og píanó. Freyja Gunnlaugsdóttir klarinettuleikari spilar vissulega vel. En hún reynir of mikið að spila kæruleysislega. Klarinettan verður fljótt pirrandi. Skiptir þá engu að bæði píanóleik- arinn og söngvarinn skila sínum hlutverkum af prýði. Hanna Dóra syngur af einlægni og píanistinn spilar af vandvirkni. En til hvers? Það er enginn á réttum stað eða á réttum tíma, ekki hljóðfæraleikar- arnir, söngvarinn, útsetjarinn eða tónskáldin. Niðurstaða: Lög Ása í Bæ og Odd- geirs Kristjánssonar eru í búningi sem hæfir þeim illa. Tónlist ★ Samkór Reykjavíkur Samkór Reykjavíkur syngur undir stjórn Keith Reed Þreyttur kór Kórar á Íslandi eru ótrúlega margir. Þeir eru langflestir skip- aðir áhugafólki. Fólkið kann ekki mikið í raddbeitingu. Það hefur litla söngþjálfun að baki. Þetta gerir söngstíl kóranna sérstakan. Hann er opinn og tær þegar vel tekst til, en fínlegum blæbrigðum er oft ábótavant. Tæknin er svo takmörkuð að músíkin kemst ekki til skila á almennilegan hátt. Því miður vantar þetta fínlega í Samkór Reykjavíkur. Hann býður upp á hefðbundna dagskrá á borð við Alparósina og Smávini fagra. Það er eins og öll orkan hafi farið í að láta kórmeðlimi syngja samtaka og hreint. Sem er ekki nóg. Smá- atriðin eru gríðarlega mikilvæg í tónlist. Það er einfaldlega valtað yfir þau hér. Laglínurnar eru ekki nægilega vel mótaðar. Hljómarnir eru oftast eins á litinn. Þetta eru bara raðir og mynstur af tónum sem hafa litla merkingu. Sönggleðin hefur oft komið íslenskum kórum langt. En hana er ekki að finna hér. Söngurinn er daufur, maður hefur á tilfinn- ingunni að kórinn sé búinn að æfa lögin allt of mikið. Útkoman er óttalega óspennandi. Niðurstaða: Sönggleðina vantar í Samkór Reykjavíkur. Tónlistin mætti vera betur mótuð. Tónlist ★★★ Gnótt Gunnar Gunnarsson Tónlist í freyðibaði Gunnar Gunnarsson píanóleikari og organisti er á ljúfum nótum á geisladiskinum Gnótt. Nokkur þekkt lög á borð við Frostrósir og Sveitin milli sanda eru sett í nota- legan píanóbúning. Þeir Tómas R. Einarsson, Ómar Guðjónsson og Matthías Hemstock krydda hóf- lega og af smekkvísi. Þetta er svona tónlist eins og maður heyrir í flugvélum Icelandair eftir lend- ingu. Tónlist sem róar farþega svo þeir losi ekki beltin og ryðj- ist út áður en sætisbeltaljósin eru slökkt. Útsetningarnar eru afslappaðar og einfaldar, Gunnar er ekkert að þykjast. Hann veit hvað hann vill og spilar vel. Hinir gera það líka. Maður gæti kallað geisladiskinn lyftutónlist, en það er staður og stund fyrir hana. Stundum er hún beinlínis nauðsynleg. Ef þig vantar eitthvað til að hlusta á í freyðibaði gæti þetta verið rétti geisladiskurinn! Jónas Sen Niðurstaða: Ljúf lyftutónlist sem er þægileg áheyrnar. Þrír misgóðir hljómdiskar Kórarnir Selkórinn og Vox Acad- emica flytja óratoríuna Messías eftir Georg Friðrik Händel í sam- einingu í tvígang nú í desember. Kórarnir hófu að æfa verkið hvor í sínu lagi í haust en þegar þeir fréttu af hvor öðrum ákváðu þeir að leiða saman hesta sína. Óratorían verður flutt í Seltjarn- arneskirkju sunnudaginn 5. desem- ber og í Guðríðarkirkju í Grafar- holti miðvikudaginn 8. desember. Auk kóranna taka fjórir ein- söngvarar þátt í flutningnum, Ágúst Ólafsson bassi, Snorri Wium tenór, Sesselja Kristjánsdóttir alt og Hulda Björk Garðarsdóttir sópran. Tuttugu manna hljómsveit sér um undirleik og konsertmeist- ari er Sigrún Eðvaldsdóttir. Stjórn- andi er Jón Karl Einarsson. Tónleikarnir í Seltjarnarnes- kirkju á sunnudag hefjast klukkan 17 en tónleikarnir í Guðríðarkirkju á miðvikudag hefjast klukkan 20. - bs Tveggja kóra verk Tilboð kr.: 24.900 Verðlistaverð kr.: 33.200 Vinsælasta ryksugan frá Miele Miele Tango Plus Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar, með stillanlegu röri og úrvali fylgihluta. Þær hafa hlotið hæstu einkunn hjá neytendasamtökum í Þýskalandi. AFSLÁTTUR Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is AF ÆFINGU Selkórinn og Vox Academia byrjuðu að æfa Messías eftir Händel hvor í sínu lagi en ákváðu að leiða saman hesta sína þegar þeir fréttu af hvor öðrum. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Tryggjum öllum börnum gleðileg jól Taktu þátt í Pakkajólum Bylgjunnar við jólatréð í Smáralind Við óskum öllum gleðilegra jóla HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 03. desember ➜ Tónleikar 12.15 Garðar Cortes heldur þrenna hádegistónleika á Kjarvalsstöðum þar sem hann flytur eftirlætislög sín. Píanó- leikarinn Robert Sund leikur undir. Tón- leikarnir hefjast kl. 12.15 og er aðgangs- eyrir 1000 krónur. 16.30 Máki Páki and the Happy hours leika létta tónlist frá ýmsum löndum milli kl. 16.30-18 á Bar og Gall- erý 46, að Hverfisgötu 46. 19.00 Á Hemma & Valda, Laugavegi 21, koma fram í kvöld Elín Ey, Kidrama, Reason to belive, Monsoon Drive, PORQUESI, Agent Fresco og Dj Sexy lazer. Tónleikarnir hefjast kl. 19. Frítt inn. 20.30 Á Café Haiti, að Geirsgötu 7b (verbúð við gömlu höfnina), verða tón- leikar með Skúla mennska og Markús & the diversion sessions. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er aðgangseyrir enginn. 22.00 Eyþór Ingi ásamt hljómsveit verða með Deep Purple Tribute í Hvíta húsinu á Selfossi í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er miðaverð 1500 krónur. 22.00 Á Græna hattinum á Akureyri verða tónleikar með Memfismafíunni ásamt Baggalút, Hjálmum og Sigurði Guðmundssyni. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og opnar húsið kl. 21. 22.00 Á skemmtistaðnum Bakkus, Tryggvagötu 22, verða tónleikar með bandaríska tónlistarmanninum Bobby Conn í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er miðaverð 1500 krónur. 23.00 Hljómsveitin VAX heldur tón- leika á Faktorý í kvöld. Frítt inn og hefj- ast tónleikarnir kl. 23. ➜ Opnanir 16.00 Sýningin Á FERLI eftir Ástu Ólafsdóttur opnar í Kubbnum kl. 17, sýningarrými myndlistardeildar Listahá- skóla Íslands að Laugarnesvegi 91. Jón Proppé flytur erindi um list Ástu kl. 16 í fyrirlestrarsal skólans í Laugarnesi. Allir velkomnir. 17.00 Sýningin UMBROT, samsýning nemenda í textíl, teikningu og mótun við Myndlistarskólann í Reykjavík opnar í dag kl. 17. Sýning er í Þjóðmenningar- húsinu, að Hverfisgötu 15. ➜ Opið hús 11.00 Á alþjóðadegi fatlaðra, í dag, býður Þjóðminjasafn Íslands gestum ókeypis aðgang að safninu. Að auki geta gestir prófað hljóðleiðsögn safns- ins endurgjaldslaust. Safnið er opið kl. 11-17. Félag eldri borgara í Kópavogi verður með opið hús í félagsheimilinu Boð- anum, að Boðaþingi 9, laugardaginn 4. desember kl. 14. Lesið verður úr nýjum bókum og Bergssystur syngja. Kaffi í boði félagsins. Allir velkomnir og frítt inn. ➜ Kvikmyndir 20.00 Kvikmyndin Borgaraleg hegðun verður sýnd í Bíói Paradís í kvöld. Sýn- ing hefst kl. 20 og er ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir. ➜ Markaðir 16.00 Fatamarkaður Rauða Krossins verður í Sláturhúsinu, Egilsstöðum, í dag. Húsið opnar kl. 16. Frá deginum í dag til 12. desember mun Listasafn Íslands gefa listunnend- um kost á að eignast kostagripi á lág- marksverði. Útsölustaðir eru Hafnarhús, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.