Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 78
34 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR
BAKÞANKAR
Brynhildar
Björnsdóttur
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Færðu góða
strauma
þegar þú
heyrir orðið
„söfnuður“?
Hmm... nei!
Eiginlega
bara slæma.
Söfnuður
er yfirleitt
bara hópur
fábjána!
Gjarnan
undir
forystu
yfir-
fábjána!
Já! Leiðtogi
fábjánanna!
Hann heyrir
raddir í höfðinu,
semur reglurnar
og kallar sig
spámann! Alltaf
snarbilaður!
Svo verður
þetta alltaf
undarlegra...
SMÁLÚÐAN
ER HEILÖG!
Allt kjöt er
óhreint!
Allir aðrir eru
heimskir,
við kálum
okkur!
Fólk með
freknur
eru börn
satans!
Ekki satt
Hlýddu skipunum
mínum! Þú skalt
vera „hinn útvaldi
sonur Jóa“ og
aðhyllast fótbolta,
bjór og rokk!
Heyr, heyr!
Ég fylgi þér
alla leið
í gröfina
leiðtogi!
Sko, í fyrsta lagi þarf
sjónvarpið að vera
stillt á stöð 3.
Ýttu á vid/aux
takkann, svo
„play“ og svo
„enter“.
Ókei.
Bæ.
Foreldrar mínir
kunna ekki
heldur á DVD-
spilarann.
Stundum spái
ég í hvort þau
myndu komast
af án mín.
Halló?
Hæ Hann-
es, þetta
er pabbi.
Hvað
segirðu?
Eitthvað
títt?
Fínt.
Ekki
beint.
Nema að Lóa fékk skurð
á hökuna og það var blóð
úti um allt og nú erum við
á leið upp á spítala því að
mamma segir að það þurfi
væntanlega að sauma hana.
En þar fyrir utan dettur
mér ekkert í hug.
Má ég
tala við
mömmu.
Bíddu, varst þú
búin að loka
öllum
gluggunum?
LÁRÉTT
2. íþróttafélag, 6. pfn., 8. ái, 9. endir,
11. vörumerki, 12. háspil, 14. langt op,
16. tveir eins, 17. hyggja, 18. skordýr,
20. ónefndur, 21. bylta.
LÓÐRÉTT
1. taldi, 3. guð, 4. umtal, 5. skjön, 7.
sveppur, 10. eldsneyti, 13. fæðu, 15.
morkna, 16. upphrópun, 19. fæddi.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. fram, 6. ég, 8. afi, 9. lok,
11. ss, 12. tromp, 14. klauf, 16. úú, 17.
trú, 18. fló, 20. nn, 21. fall.
LÓÐRÉTT: 1. hélt, 3. ra, 4. afspurn, 5.
mis, 7. gorkúla, 10. kol, 13. mat, 15.
fúna, 16. úff, 19. ól.
Nú er liðin næstum því vika síðan fyrsta laugardag í aðventu bar upp á síðasta
laugardag í nóvember. Þann laugardag var
kveikt á jólatrjám í Kringlunni og Smára-
lind og á Ráðhústorginu á Akureyri. Jóla-
þorpið í Hafnarfirði var opnað með viðhöfn
og jólamarkaður haldinn í Bjarkarási. Skóg-
rækt Reykjavíkur opnaði sinn árlega jóla-
markað og jólatrjáasölu í Heiðmörk.
MARGIR tónlistarskólar héldu jólatónleika
þar sem ungir tónlistarmenn spreyttu sig
fyrir framan áheyrendur með tilheyrandi
undirbúningi og taugatitringi. Stórmót
Tennissambandsins var haldið og Íslenski
fjallahjólaklúbburinn hjólaði til Álftavatns.
Rithöfundar lásu upp úr bókum sínum
víðs vegar um land, tónlistarmenn árit-
uðu verk sín og fluttu sýnishorn, kórar
sungu og lúðrasveitir léku.
ÞETTA er árstíminn þegar margir
eru lasnir og yfir skólafólki á öllum
aldri vofa prófin með tilheyrandi
undir búningi og verkefnaskilum til
kennara sem líka stefna á að eiga
aðventu með fjölskyldum sínum.
JÓLAFÖNDUR, kökubasar-
ar, laufabrauðsskurður,
dans sýningar, leikrit, fim-
leikamót, hjólabrettamót,
aðventukransa gerð og pipar-
kökuskreytingar voru í næst-
um hverjum einasta leikskóla,
grunnskóla og frístundaheimili. Það var
nóg að gera. Og, alveg rétt: kosið var til
stjórnlagaþings og tveir af hverjum þremur
atkvæðisbærum einstaklingum á landinu
mættu ekki.
KANNSKI er engin afsökun fyrir því að
kjósa ekki alltaf þegar það er í boði. Kosn-
ingaréttur er ekki sjálfsagður heldur for-
réttindi og allir eiga að kjósa. Mér fannst
hins vegar athyglisvert sem ég las ein-
hvers staðar að meirihluti kjósenda hefði
verið yfir meðalaldri, sem sagt að barna- og
skólafólk hefði mætt verst.
Á þessum árstíma hefur fólk í ofangreind-
um hópum lítinn tíma fyrir rannsóknir
á því hver af 522 er bestur til að skrifa
nýja stjórnarskrá. Hversdagslífið hefur
yfirhöndina og það fer í forgang að þvo
ballettsokkabuxurnar og skipuleggja for-
eldrafélagskökubasarinn, fyrir utan allt hitt
sem felst í daglegum heimilisrekstri.
GLEYMUM ekki þeirri áherslu sem lögð
var á að gefa sér rúman tíma til að kjósa
því gera mætti ráð fyrir bið á kjörstað og
tuttugu mínútum inni í kjörklefanum.
ÉG held að dræm þátttaka í kosningunum á
laugardaginn hafi ekkert endilega stafað af
leti eða áhugaleysi eða verið ætlað að lýsa
frati á eitt eða neitt. Þetta var bara vondur
dagur. Næst þegar við kjósum skulum við
gera það í febrúar.
Næstum 520 ástæður til að kjósa ekki
Meðal annars efnis:
Ekki missa af Fréttablaðinu um helgina
Hverjir vilja afnema málskotsrétt forsetans?
Fulltrúar á stjórnlagaþingi svara spurningum um
áherslur og álitamál.
Grætt á ólöglegum heilsufullyrðingum
Fullyrðingar á umbúðum matvæla um heilsubót og
betrun eru ólöglegar.
Fjölskyldublaðið
Gaman að eiga afmæli á aðfangadag
Jólabörn og jólamæður ræða hvernig er að eiga afmæli
á aðfangadag.
Vinna hvort á sinni
hæðinni
Hjónin Bragi Ólafsson og Sigrún Pálsdóttir eru höfundar
bóka sem þykja með þeim bestu í bókaflóðinu. Þau ræða um
húmor, vinnu og eftirlætisöldina í helgarviðtali.