Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 82
38 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR Mynddiskar ★★★ Með öngulinn í rassinum Ásmundur og Gunnar Helgasynir Stjarna á mann Tvíburabræðurnir Ásmundur og Gunnar Helgasynir eru skemmtilegir og áhugasamir veiðimenn. Það skín í gegn á diskinum sem geymir þáttaröðina með Öngulinn í rassinum sem sýnd var á Skjá einum í fyrravor. Áður hefur Gunnar gert veiðidiskana Af hverju tekur laxinn og Svona tekur laxinn. Ragnheiður Thorsteinsson framleiðir alla diskana. Reynt er að gera margar skemmtilegar hugmyndir að veruleika í Með öngulinn í rassinum. Fastir liðir í hverjum hinna sex þátta eru til dæmis flugukastkeppni og spjall við þriggja manna öldungaráð. Meginþráðurinn í þáttunum er hins vegar keppni þeirra bræðra í að veiða flesta laxa. Fóru þeir nokkra túra í Laxá í Aðaldal, Vatnsdalsá og Langá sumarið 2009. Við blasir að veiðiefnið sem náðist í hús hefur ekki verið eins mikið að gæðum og að var stefnt í upphafi til að halda uppi sex þátta seríu. Fyrir veiðimenn virka þættirnir því útvatnaðir. Mikið af uppfyllingarefni megnar ekki að breiða yfir það þótt afþreying inn á milli sé stundum ágæt (hverjum datt eiginlega í hug að stangveiðimenn sérstaklega hafi áhuga á því að heyra ofan í spákerlingu heima í stofu?). Garðar Örn ÚIfarsson Niðurstaða: Með öngulinn í rassinum stendur nokkuð að baki fyrri veiði- myndum Gunnars og Ragnheiðar þótt inn á milli leynist skemmtilegar tökur sem vísast eiga eftir að ylja víða í vetur. Jón Gnarr borgarstjóri afhjúp- aði styttu af Reykjavíkurskáld- inu Tómasi Guðmundssyni við Reykjavíkurtjörn í gær. Styttan er verk myndhöggv- arans Höllu Gunnarsdóttur og sýnir Tómas sem ungan mann þar sem hann situr á bekk við göngu- stíg við suðurenda Tjarnarinnar. Segir í tilkynningu frá Reykja- víkurborg að jakkaföt Tómasar og hárgreiðsla gefi skírskotun til fjórða áratugar síðustu aldar þegar ljóðabókin „Fagra veröld“ kom út. Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon átti hugmyndina að styttunni en Tómas hefði orðið 110 ára 6. janúar næstkomandi. - þj Tómas tyllir sér við Tjörnina TYLLTU SÉR HJÁ TÓMASI Andrés Magnússon, Halla Gunnarsdóttir og Jón Gnarr borg- arstjóri tylltu sér við hlið Tómasar á bekk við Tjörnina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÚR - BETRI HVÍLD HLÍÐASMÁRI 1 201 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6969 FAX 554 3100 WWW.LUR.IS LUR@LUR.IS www.lur.is Úrval rúma, sófa og hvíldarstóla 10:00 – 18:00mánfös Opið: lau 11:00 – 16:00 Margir litir í boði – Frábær verð í gangi Listasafn Reykjavíkur efnir til málþings á Kjarvalsstöðum á sunnudaginn þar sem innkaupa- stefna safnsins verður krufin og rætt um listasöfn og listaverka- söfnun frá ýmsum hliðum. Mál- þingið er haldið í tengslum við sýn- inguna Ný aðföng 2006-2010. „Þetta er mjög tímabær umræða,“ segir Oddný Eir Ævars- dóttir, rithöfundur og safnaheim- spekingur, sem verður meðal frummælenda. „Umræðan um safnastefnuna hefur vissulega verið til staðar innan safnanna og myndlistarmenn hafa tekist á um hana en almenningur hefur að mestu leyti staðið fyrir utan hana. Það gæti til dæmis verið mjög gaman að opna þessa umræðu fyrir almenningi með því að halda sýn- ingu sem sýndi hvernig safnastefn- an hefur orðið til í gegnum árin, fundargögnin og allt saman.“ Í hópi frummælenda eru auk Oddnýjar þau Gunnhildur Hauks- dóttir, myndlistarmaður og stjórn- armeðlimur Nýlistasafnsins, og Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Einnig taka þátt í umræðum Birta Guð- jónsdóttir, Hrafnhildur Schram og Sólveig Aðalsteinsdóttir en þær hafa allar setið í innkaupanefnd safnsins á síðastliðnum árum. Jón Proppé listheimspekingur stýrir umræðum. Málþingið hefst klukk- an 15. Innkaupastefnan krufin til mergjar ODDNÝ EIR Vill opnari og markvissari umræðu um söfnunarstefnu listasafna á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Helga Kress lét af störfum við Háskóla Íslands á síð- asta ári eftir áratuga starf. Á morgun verður málþing til heiðurs henni haldið í Háskóla Íslands. „Við töldum fulla ástæðu til að heiðra Helgu Kress sem lét af störfum í fyrra eftir áratuga starf við Háskóla Íslands sem prófess- or í almennri bókmenntafræði. Hún er einn merkasti fræðimað- ur okkar á sviði norrænna mið- aldabókmennta, íslenskrar bók- menntasögu og brautryðjandi í femínískum bókmenntarannsókn- um við Háskóla Íslands,“ segir Irma Erlingsdóttir, forstöðumað- ur Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum sem stendur að málþinginu í samstarfi við EDDU – öndvegissetur og bætir við að Helga hafi verið einn stofnenda Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum og formaður stjórn- ar hennar um árabil. Helga hafi og gefið út fjölda rita um rannsóknir sínar, það nýjasta Óþarfar unnust- ur, sem kom út á síðasta ári. Sigríður Þorgeirsdóttir sem stað- ið hefur að undirbúningi málþings- ins, ásamt Irmu, segir marga ekki gera sér grein fyrir því hversu merkur fræðimaður Helga Kress sé. „Hún ruddi brautina í femín- ískum fræðum og fékk fyrir það mikla gagnrýni frá karlveldinu. Það var gert grín að þessari nýj- ung. Nú þegar litið er til baka þá er ljóst að hún er mjög fræðilega sterk og rannsóknir hennar mjög vel ígrundaðar.“ Sigríður bend- ir á að Helga hafi opnað glugga inn í greiningaraðferðir sem voru ofarlega á baugi erlendis og borið ferska strauma inn í háskólasam- félagið íslenska. Irma segir að fræðistörf Helgu spanni vítt svið og málþingið á morgun endurspegli þá fjölbreytni. Málþingið verður haldið í hátíðar- sal aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst klukkan 10.30. Ókeypis er inn og allir velkomnir. sigridur@frettabladid.is Til heiðurs Helgu Kress HELGA KRESS Var prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands þegar hún lét af störfum í fyrra. Hún er nú prófessor emeritus. FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Á MÁLÞINGI 10.30-10.40: Setning: Irma Erlingsdóttir, fundarstjóri. 10.40-12.00: Már Jónsson: „Máttvana meyjar á öndverðri 19. öld.“ Sigrún Pálsdóttir: „Hreyfimynd með hljóði frá 19. öld eftir Þóru Pétursdóttur.“ Halldór Guðmundsson: „Viðtöl, bréf og velktar myndir. Um heimildir við ævisagnaritun.“ Umræður 12.00-13.00: Hlé 13.00-14.40: Guðrún Nordal: „Svarið Steinvarar: Um systur og eiginkonur Sturlunga.“ Jón Karl Helgason: „Sögusagnir: Sjónarhorn á íslenskar miðalda- bókmenntir.“ Sveinn Yngvi Egilsson: „Náttúra Huldu.“ Guðni Elísson: „Ofríki, illgirni og dómgreindarskortur. Þrjár kvenlegar dyggðir í ríki kreppunnar.“ Umræður 14.40-15.00: Kaffi 15.00-16.20: Steinunn Sigurðardóttir: „Óttinn við áhrif. Frá Málfríði til Málfríðar.“ Dagný Kristjánsdóttir: „Hulda og Halldór.“ Sigríður Þorgeirsdóttir: „Er Moby Dick ‘máttug mær’? Um kreppu, karlmennsku og kynjasamskipti í hvalveiðisögu Melville.“ Umræður 16.20 – 18.00: Léttar veitingar Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.