Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 38
4 föstudagur 3. desember Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur ? Kæra Sigga Dögg. Ég á kærasta sem ég hef verið með í um hálft ár núna. Hann á barn með fyrrverandi sinni og þau deila forræðinu yfir barninu. Ég er sjálf barnlaus og á mjög erfitt með mig í þessum aðstæðum, ég veit ekki hvað ég má og má ekki sem „stjúpa“. Svo finnst mér líka erfitt hvað kærasti minn og fyrrverandi hans tala mikið og oft saman, mér finnst eins og þetta sé sam- band þriggja aðila og ég kann bara að vera í tveggja manna sambandi. Mig bráðvantar hjálp. Svar: Það er aldrei auðvelt að vera „þriðja hjólið“, eins og þú segir. En einhvern veginn byrjar maður að hjóla og eins og á æskuárunum nær maður besta jafnvæginu á þríhjóli! Það eru nokkrir þættir í vandamáli þínu sem þarf að skoða. Ef við byrjum á barninu þá þarft þú að byrja á því að ræða við kærastann þinn og fá hann til að skilgreina þitt hlutverk í tengslum við barnið, hvað má og hvað ekki. Þá væri ekki ósniðugt fyrir þig að kynnast barnsmóður hans líka og bera undir hana hvernig hún hagi uppeldinu þá daga sem barnið er hjá henni. Það er mjög mikilvægt fyrir barnið að þið fullorðna fólkið samræmið aðgerðir. Það er ekkert algilt þegar kemur að barnauppeldi og því þarf að spyrja og fá hlutina á hreint. Þú minnist á að kærasti þinn og barnsmóðir hans tali mikið saman og ætla ég að gefa mér að þar séu ekki mikil leiðindi á ferð. Fyrst svo er, þá er um að gera að styrkja þessi bönd enn frekar því þú ert núna í sambandi þriggja aðila. Maður sem á barn er þegar með mann- eskju í fyrsta sæti hjá sér og þar er engin samkeppni á ferð. Það er þitt að spila vel úr aðstæðum því hér er líf lítillar manneskju í forgangi og því þarft þú að sníða þitt samband eftir því. Þú segist bara kunna að vera í tveggja manna sambandi en ef þú vilt vera með þessum manni þá verðið þið í það minnsta alltaf tríó en ekki dúett. En ef þú ert ekki tilbúin í þetta hlutverk og ekki tilbúin að læra að takast á við nýjar aðstæður þá er það á þinni ábyrgð að gera það upp við sjálfa að fara og finna þér annan maka. Gangi þér ofsalega vel, óháð því hvaða ákvörðun þú tekur! Maður sem á barn er þegar með mann- eskju í fyrsta sæti hjá sér og þar er engin samkeppni á ferð. Það er þitt að spila vel úr aðstæðum því hér er líf lítillar manneskju í forgangi. Besta jafnvægið á þríhjóli D anska fyrirsætan Helena Christensen hefur löng- um þótt ein fallegasta kona heims. Hún deilir tíma sínum á milli Kaupmannahafnar og New York og á einn son sem hún segir vera það eina sem skipti hana máli í lífinu. ● Faðir Christensen er danskur en móðir hennar er frá Perú. ● Hún var kosin Ungfrú Dan- mörk árið 1986, þá 18 ára gömul. Hún keppti fyrir hönd Danmerk- ur í Ungfrú Heimur en vann þá keppni ekki. ● Hún var í sambandi með söngv- ara hljómsveitarinnar INXS, Michael Hutchence, í fimm ár. Þau flökkuðu um heiminn saman og bjuggu til skiptis í Danmörku og Frakklandi. ● Christensen er mjög hrifin af hvers kyns ostum og hefur meðal annars sagt að þegar henni líði illa leiti hún í einfalda hluti eins og „ost og kynlíf“. ● Hún starfar nú sem ljósmyndari og hefur sett upp nokkrar einka- sýningar. Verk hennar hafa að auki verið birt í tímaritum á borð við Nylon, Marie Claire og ELLE. FIMM HLUTIR SEM ÞÚ VISSIR EKKI UM: Helenu Christensen Fögur Helena þykir ein fallegasta kona heims. Ung og frískleg Helena Christensen sem ung stúlka að stíga sín fyrstu skref sem fyrirsæta. NORDICPHOTOS/GETTY Ástfangin Helena ásamt þáverandi kærasta sínum, söngvaranum Michael Hutchence. Hversdagsleg Helena klædd í víðar buxur og vinnuskó árið 2004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.