Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 3. desember 2010 AF NETINU Skapandi greinar og aðrar greinar Persónulega held ég að það sé mikil framtíð fólgin í skapandi greinum á Íslandi – við erum óneitanlega skapandi og hugmyndafrjó þjóð! En það er einnig fólgin framtíð í minna skapandi greinum og það kemur ekki í veg fyrir að hinir skapandi fái að njóta sín í okkar samfélagi. Nei, eitt styður við annað og fjölbreytnin er af hinu góða. En af hvaða orsökum þurfum við sem trúum á þessa framtíð að „drulla“ yfir aðrar mikilvægar atvinnugreinar, s.s. fiskveiðar og fiskiðnað eða álverin, sem færa okkur gífurleg verðmæti í búið og eru undistöðuatvinnugreinar í okkar hagkerfi, m.a. með tilliti til öflunar gjaldeyris. Þarf alltaf að ræða þessi mál á þennan hátt?. blog.eyjan.is/gudbjorn Guðbjörn Guðbjörnsson Sagt var að kosningar til stjórnlagaþingsins hefðu verið merk tilraun. Kosið var eftir nýrri per- sónukjörsaðferð, í fyrsta sinn á Íslandi. Engir flokkar voru í framboði. Landið var eitt kjör- dæmi. Kynjajöfnunarákvæði voru í frumvarpinu. Allt þetta voru nýmæli. En hafi þetta verið tilraun þá eru tilraunir til að draga af þeim lærdóm. Frambjóðendamiðað kosningakerfi Það eru til tvær leiðir til að taka þátt í kosningum, að bjóða sig fram og að kjósa. Þátttakan hvað fjölda framboða varðar fór fram úr björtustu vonum, eða kannski þeim dekkstu, mundi einhver segja. Áhugi kjósenda var hins vegar minni. Það má kannski segja að for- gangsfærsluaðferðin, sem notuð var við þessar kosningar, sé afar frambjóðendavæn, en ekki endi- lega mjög kjósendavæn. Aðferðin kyndir ekki sérstak- lega undir lista- og bandalaga- myndun, þannig að kjósendur voru í raun að velja milli yfir 500 flokka. Hver og einn frambjóð- andi þurfti aðeins að standa skil á eigin stefnu. Menn þurftu ekki að rökstyðja skoðanir annarra, ekki gera neinar málamiðlanir, ekki að réttlæta hegðun, útgjöld og fortíð neins nema þeirra sjálfra. Niðurstaðan er hópur sterkra einfara. Einfaralið. Sú vinna sem pólitísk framboð þurfa venjulega að inna af hendi við að velja heppilega fram- bjóðendur, búa til stefnu, huga að jöfnu kynjahlutfalli og góðri breidd á listanum var því alfarið lögð á herðar kjósenda. Mörg- um fannst þetta mjög gaman. En mörgum fannst það líka erfitt. Svo erfitt að þeir létu það eiga sig. Kynjakvótar óþarfir Í kosningalögunum var að finna ákvæði þar sem heimilt var að jafna kynjahlutföll með því að taka inn frambjóðendur af einu kyni fram yfir aðra inn á þing- ið. Til allrar hamingju kom ekki til þess að slíkum ömurleg- um aðferðum þyrfti að beita, en dreifing kynjanna var tiltölu- lega jöfn. Konur voru þriðjungur frambjóðenda en náðu tveimur fimmtu þingsæta. Svokallað persónukjör hefur verið gagnrýnt fyrir að henta konum illa. En þrátt fyrir að vissulega megi finna gögn þess efnis að sum kosningakerfi henti fram- gangi kvenna betur en önnur liggur það fyrir að ráðandi þátt- ur þegar kemur að hlut kvenna á þjóðþingum lýðræðisríkja er samfélagsuppbyggingin. Þar sem jafnréttismál eru í réttum farvegi er staða kvenna á þingi góð. Samfélagsleg meðvitund fyrir því að kjósa konur jafnt sem karla hefur semsagt þegar skilað þeim árangri sem menn vonuðust að næðist með mun frekjulegri inngripum. Vonandi er að með þessu verði hægt að segja skilið við vondar hugmyndir um lagaá- kvæði þar sem horft er í klofið á fólki við úthlutun þingsæta. Landið eitt kjördæmi Íbúar suðvesturhornsins hafa lengi haft hlutfallslega færri þingmenn en íbúar landsbyggð- arinnar. Í þessum kosningum snerist dæmið við. Fólk sam- samar sig gjarnan þeim lands- hlutum sem það býr í og það er ekki heppilegt ef stór hluti kjós- enda, segjum þriðjungur, upplif- ir fjarlægð við hina kjörnu full- trúa. Eða að lítill möguleiki sé á að einhver úr þeirra héraði nái kjöri. Ísland er nánast orðið borgríki. Tveir þriðju Íslendinga eru með lögheimili á höfuðborgarsvæð- inu og ég hygg raunar að raun- verulegur fjöldi íbúa sé eitthvað hærri ef tekið er mið af öllum námsmönnum sem búa í bænum með lögheimili í heimabyggð fjölskyldunnar. Það gefur auga- leið að í slíku samfélagi er orðið talsverð fyrirhöfn að sækja sér atkvæði út fyrir borgarmúrana. Þeir sem eru þekktir í Reykja- vík eru þar að auki þekktir úti á landi. En það gildir ekki endilega öfugt. Það er sjálfsagt að jafna atkvæðavægið með þeim hætti að Reykvíkingar kjósi jafn- marga Reykvíkinga á þingið og þeir ættu með réttu að fá í stað þess að kjósa þangað fulltrúa úr öðrum landshlutum. En slíkt má gera án þess að gera landið að einu kjördæmi. Frekar mætti fjölga kjördæmum, skipta höf- uðborginni upp eftir hverfum og tryggja betri tengsl kjósenda við þingmenn. Staðbundin kjördæmi eru líka skemmtilegri, og ekki má gera lítið úr því. Fólk nennir frekar að kjósa í skemmtilegum kosningum en leiðinlegum. Væri persónukjör með 525 val- kostum í einu kjördæmi, með kynjakvótum, heppileg leið til að verja Alþingi? Um það er ég efins. En sjáum hvað setur. Einfaralið Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Það má kannski segja forgangsfærsluað- ferðin, sem notuð var við þessar kosn- ingar, sé afar frambjóðendavæn, en ekki endilega mjög kjósendavæn. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid. is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. 1919 R E STAU R A N T AND LOUNGE FRÁBÆR VÍN Í ÚRVALI Radisson Blu 1919 Hótel Pósthússtræti 2 102 Reykjavík Sími: 599 1000 Í hjarta miðborgarinnar býður veitingastaðurinn 1919 upp á girnilega þriggja og fimm rétta jólamatseðla og jólahlaðborð fyrir hópa. Flauelsmjúkir forréttir, safaríkar jólasteikur og gómsætir eftirréttir koma þér í sannkallað jólaskap. Pantaðu borð núna og njóttu þess að taka forskot á jólasæluna. JÓLIN KOMA TIL ÞÍN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.