Faxi

Årgang

Faxi - 01.03.1988, Side 45

Faxi - 01.03.1988, Side 45
M/b Bára KE 3. nes frá Sandgerði, var nærstaddur og kom eftir u.þ.b. tíu mínútur. Eins og áður sagði kom eldurinn upp í vélarrúmi bátsins. Magnaðist hann skjótt og eftir nokkurn tíma féll stýrishúsið. Læsti eldurinn sig fram eftir þilfarinu í lest og lúkar. Enginn fiskur var í lestinni, því línan lá í sjónum og var ódregin. Að síð- ustu liðaðist báturinn í sundur og sökk. Eldsupptök voru ókunn, en talið að kviknað hafi í út frá raf- magni. Á Ingólfi voru þrír menn. Skip- stjóri var Bragi Björnsson. Þar var stjúpsonur hans, Guðni Sigurðs- son, og Friðrik Sigurðsson, vél- stjóri. Þeirvoru fráSandgerði. Það- an var báturinn gerður út þó skrá- settur væri í Keflavík. Árið 1960' keyptu Ingólf nokkrir Sandgerðing- ar og mynduðu hlutafélagið Ál, sem var skráður eigandi. Stafnesið lónaði umhverfis Ingólf i u.þ.b. klst., en þurfti þá að draga línu sína. Um kl. tiu kom varðskipið Óðinn að bátnum. Var hann þá mik- ið brunninn. Þó sprautuðu varð- skipsmenn miklum sjó á eldinn. En lengi logaði í Ingólfi. Sökk hann ekki fyrr en um kl. 3.15 siðdegis. Varðskipið Sæbjörg var þá í nám- unda við bátinn. Ingólfur var eikarbátur, smíðaður í Danmörku 1918. Lengst af gerður út frá Sangerði og Keflavik. Bragi Björnsson, skipstjóri, var einn af eigendum bátsins. Hann hafði verið skipstjóri á honum i fimm ár. (Fréttir um brunann eru í öllum dag- blöðunum 5. febr. 1965). V.b. Máni brennur og sekkur Um kl. eitt, aðfaranótt föstudags- ins 14. maf 1965, er v.b. Máni KE 94, var staddur inn á Stapavík, kom upp eldur i bátnum. Tveir menn voru um borð: Svavar Ingibersson, skipstjóri, og Marteinn Jónsson, báðir Keflvíkingar. Voru þeir eig- endur bátsins. Reyndu þeir að hefta eldinn, en án árangurs. Eldur- inn kom upp í vélarrúmi. Gripu þeir þá til gúmbátsins, en treystu sér ekki til að fara í hann vegna þess hve hann var í lélegu ástandi. Gátu þeir komið brennandi bátnum nær landi og settu gúmbátinn þar út. Var það við Látur, rétt fyrir neðan bæinn Litlu-Hnausa. Menn í Breiðuvík sáu reyk frá Mána, héldu á staðinn, og aðstoð- uðu tvímenningana. En allt kom fyr- ir ekki og brann Máni og sökk þarna á víkinni. Um nóttina gistu Svavar og Marteinn á bænum Ytri-Tungu. Vélbáturinn Máni var tólf lesta eikarbátur, umbyggður í Njarðvík 1962. Hann var með 87 hestafla BJORGUNARSVEITIN STAKKUR Til hamingju með 20 ára afmælið og kærar þakkir fyrir gott samstarf á liðnum árum BÆJARFÓGETINN I KEFLAVÍK, LÖGREGLAN I KEFLAVÍK FAXI 133

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.