Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 45

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 45
M/b Bára KE 3. nes frá Sandgerði, var nærstaddur og kom eftir u.þ.b. tíu mínútur. Eins og áður sagði kom eldurinn upp í vélarrúmi bátsins. Magnaðist hann skjótt og eftir nokkurn tíma féll stýrishúsið. Læsti eldurinn sig fram eftir þilfarinu í lest og lúkar. Enginn fiskur var í lestinni, því línan lá í sjónum og var ódregin. Að síð- ustu liðaðist báturinn í sundur og sökk. Eldsupptök voru ókunn, en talið að kviknað hafi í út frá raf- magni. Á Ingólfi voru þrír menn. Skip- stjóri var Bragi Björnsson. Þar var stjúpsonur hans, Guðni Sigurðs- son, og Friðrik Sigurðsson, vél- stjóri. Þeirvoru fráSandgerði. Það- an var báturinn gerður út þó skrá- settur væri í Keflavík. Árið 1960' keyptu Ingólf nokkrir Sandgerðing- ar og mynduðu hlutafélagið Ál, sem var skráður eigandi. Stafnesið lónaði umhverfis Ingólf i u.þ.b. klst., en þurfti þá að draga línu sína. Um kl. tiu kom varðskipið Óðinn að bátnum. Var hann þá mik- ið brunninn. Þó sprautuðu varð- skipsmenn miklum sjó á eldinn. En lengi logaði í Ingólfi. Sökk hann ekki fyrr en um kl. 3.15 siðdegis. Varðskipið Sæbjörg var þá í nám- unda við bátinn. Ingólfur var eikarbátur, smíðaður í Danmörku 1918. Lengst af gerður út frá Sangerði og Keflavik. Bragi Björnsson, skipstjóri, var einn af eigendum bátsins. Hann hafði verið skipstjóri á honum i fimm ár. (Fréttir um brunann eru í öllum dag- blöðunum 5. febr. 1965). V.b. Máni brennur og sekkur Um kl. eitt, aðfaranótt föstudags- ins 14. maf 1965, er v.b. Máni KE 94, var staddur inn á Stapavík, kom upp eldur i bátnum. Tveir menn voru um borð: Svavar Ingibersson, skipstjóri, og Marteinn Jónsson, báðir Keflvíkingar. Voru þeir eig- endur bátsins. Reyndu þeir að hefta eldinn, en án árangurs. Eldur- inn kom upp í vélarrúmi. Gripu þeir þá til gúmbátsins, en treystu sér ekki til að fara í hann vegna þess hve hann var í lélegu ástandi. Gátu þeir komið brennandi bátnum nær landi og settu gúmbátinn þar út. Var það við Látur, rétt fyrir neðan bæinn Litlu-Hnausa. Menn í Breiðuvík sáu reyk frá Mána, héldu á staðinn, og aðstoð- uðu tvímenningana. En allt kom fyr- ir ekki og brann Máni og sökk þarna á víkinni. Um nóttina gistu Svavar og Marteinn á bænum Ytri-Tungu. Vélbáturinn Máni var tólf lesta eikarbátur, umbyggður í Njarðvík 1962. Hann var með 87 hestafla BJORGUNARSVEITIN STAKKUR Til hamingju með 20 ára afmælið og kærar þakkir fyrir gott samstarf á liðnum árum BÆJARFÓGETINN I KEFLAVÍK, LÖGREGLAN I KEFLAVÍK FAXI 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.