Faxi

Årgang

Faxi - 01.03.1988, Side 48

Faxi - 01.03.1988, Side 48
MINNING Gudrún Kristín Benediktsdóttir Frá Suðurkoti F. 23. febr. 1900 D. 18. febr. 1988 Köturinn Bláskjár læðist að mjólkurskálinni á tröppunum og baldursbrámar standa í fullum blóma við litla húsið með rauða þakinu. Við krakkamir eigum það til að slíta hvít krónublöðin af baldursbránum og borða síðan gul hvirfilblómin. Þaú em næstum því eins góð á bragðið og klein- umar hennar Gunnu, — eða sand- kakan á fína diskinum. Hún Gunna Bensa á heima í velmálaða hvíta húsinu, - og auðvitað hann Kristmundur líka. Okkur krökk- unum finnst að hún Gunna muni búa þama um alla eilífð, eins og hún hefur alltaf gert, í það minnsta frá því við fæddumst, öll tólf, og að hún muni alltaf verða eins, hvorki gömul eða ung, bara hún Gunna Bensa í Suðurkoti. Margt flaug í gegnum huga okk- ar systkinana jarðarfarardaginn hennar Gunnu. Við hlógum dátt af gleði yfir góðum minningum um ljúfa bamgóða konu sem aldrei skipti skapi þó krakkaskar- inn hlypi æpandi yfir hlaðið, dag- inn út og daginn inn. Munið þið eftir blómagarðinum hennar sem alltaf var vandlega lokaður með rauðmáluðu hliði? Litli blómagarðurinn var ca 40 fer- metrar með rifsberjarunnum venusvagni og hryggjarlið úr hval til þess að sitja á. Rifsberin þorð- um við aldrei að snerta án leyfis en af venusvagninum plokkuðum við eitt og eitt krónublað, í laumi, og sugum sætuna úr aldininum sem var eins bragðgóð og ískalda mjólkin úr könnunni hennar Gunnu, þessari með bláa rósar- mynstrinu, könnunni sem hafði brotnað einhvemtímann í fymd- inni og síðan límd nostursamlega saman. Þessi einstaka mjólkur- kanna var sótt inn í búrið, inn í það allra heilagasta, þegar litlir nágrannar komu í heimsókn. Prúð og stillt sátum við í gljálökk- uðu eldhúsinu og þáðum veiting- ar, mjólk, kökur og kandísmola. Það var alltaf til kandís í búrinu. Stórir drönglamir, sem héngu á spotta, vom dregnir upp úr brún- um bréfpoka og brotnir niður í hæfilega mola fyrir gestina sem störðu hugfangnir á aðfarimar. Allt var í röð og reglu í Suður- koti, hvergi rusl né ryk, allt á sín- um stað, meira að segja hann Kristmundur var líka á sínum stað, á dívaninum í herberginu inn af eldhúsinu, alltaf lesandi í bók. ,,Puntuhandklæðið“ á eldhús- veggnum hlaut óskipta athygli, svona líka vel stífað, með mynd af konu með kaffiketil. Blár gufu- strókurinn stóð fram úr stútnum og bláa konan breyttist aldrei, var alltaf jafn fín og góðleg og hún Gunna Bensa. Munið þið ekki eftir því að hún var alltaf með stóra svuntu? Svuntan var með smekk og kross- böndum, hvít og stífuð. A mánu- dögum, þvottadögum, var öðm- vísi svunta framan á Gunnu, sú var mjúk og úr mislitu efni. Og munið þið ekki líka eftir því að rósarleppamir í skónum hennar vom alltaf eins og nýprjónaðir? Fótatakið hennar Gunnu var alltaf svo létt og hljóðlátt að aldrei var troðið á neinu sem gert var af guðs eða manna höndum. Hurð var lögð hljóðlega að stöfum og hendi, strauk hún blíðlega um dýrasnoppu eða bamskinn. Öllu var gert jafn hátt undir höfði, bæði stóm og smáu. Munið þið ekki eftir því þegar við hjálpuðum henni að flytja hænumar, vor og haust? Þær voru settar í strigapoka, ein í hvern poka, og svo varð maður að gæta þess að draga ekki pokann eftir túninu, þó freistingin væri mikil. Stundum vom litlir handleggir svo kraftlausir og hræðslan við gaggið og gogginn svo sterk að pokinn var skilinn eftir á túninu, — miðja vegu. Gunna strauk bara vangann á aumingjanum og sagði: ,,Sei, sei, enginn verður óbarinn biskup. Þú hjálpar mér bara næsta sumar“. Um hver jól færðu þau Krist- mundur okkur súkkulaði og brjóstsykur. Stóra pakka af ,,Siríussúkkulaði“ og poka með „fylltum brjóstsykri“, allavega lit- um. Okkur stelpunum gáfu þau stundum fínustu , ,búðarúlpur“ eða kjólefni og þegar mamma hafði saumað kjólinn var skokkað með stolti milli bæjanna til þess að sýna Gunnu dýrðina. Já, það var margs að minnast hjá okkur systkinunum á jarðar- farardaginn hennar Gunnu í Suð- urkoti og það var ekki hlegið að öllu þann dag. Samviskupúkinn, að vísu mismunandi stór, settist á hverja öxl og hvíslaði í hvert eyra: ,,Þið hafið víst ekki launað gott með góðu, eða er það? Fæst ykkar litu inn til hennar öll árin sem hún var á Garðvangi, eða tímann sem hún lá á sjúkrahúsi Keflavíkur, eins og það hefði nú glatt hana mikið að sjá bömin sem hjálpuðu henni að flytja hænumar. Sem betur fór átti hún marga góða að þó svo þið væmð ekki í þeim hópi.“ Svona er lífið og svona er hjarta- hlýjunni misskipt milli manna. Gunna var alltaf góð, alltaf kát og sinnti vel þeim sem minna máttu sín, hún virtist svo innilega laus við alla gallana sem hrjá okkur hin. Með æðruleysi beið hún eftir kalli guðs. Fyrir nokkrum árum sagðist hún hafa beðið nógu lengi og bætti svo við: ,,En ég ræð víst minnstu um það, allt er þetta í hendi guðs.“ Nú er hún loksins búin að hitta manninn á myndinni fyrir ofan rúmið hennar á Garð- vangi, hann Bjarna sem dmkkn- aði árið 1928, tveimur vikum eftir brúðkaupið þeirra Gunnu. 'Pakk fyrir góðar æskuminn- ingar. Sesselja Gudm. að heilsa með því að snerta hann. Annað sem var svo sláandi var hvað gluggamir vom allir stórir. Einn stór gluggi í hveiju herbergi, hár og breiður. Svo var líka risastór spegill innan á baðherbergishurð- inni. Hann náði yfir alla hurðina. Gulla tók alltaf á móti okkur opn- um örmum. Hún var líka stór og heit. En hún var alltaf svo skemmti- leg. Alltaf tilbúin að grínast. Hún var svoh'tið stríðin. Aldrei leiðinlega stríðin. Það var bara létti, fjömgi flöturinn sem sneri alltaf upp. Og í eldhúsinu hennar var ein stór og djúp skúffa, næst ísskápnum, sem var alltaf fúll af góðu kexi. Það vom yndislegar stundir og sitja við eldhúsborðið hjá Gullu frænku, borða kex og drekka ískalda mjólk spjalla og grínast með Gullu. Gulla átti líka alltaf góðar kökur, sem hún hafði bakað, súkkulaðikökur, döðlutertur, hjónabandssælu með rabbarbarasultu og allskonar kök- ur. Það var fleira gott að borða hjá Gullu frænku, því hún bjó til heims- ins bestu fiskibollur með brúnni sósu og Guðni kom líka oft heim úr kaupfélaginu með lakkrísborða og lakkrískonfekt í brúnum poka og gaf okkur. Ljómi bemskuminninganna er ljúfur í faðmi ijölskyldunnar og vissulega voru Gulla og Guðni og heimili þeirra órjúfanlegur hluti af þeirri heild. Við stöndum í mikilli þakkarskuld fyrir þá ást og um- hyggju og þær gleðistundir sem við sóttum til þeirra sem böm og ungl- ingar - og gemm enn. Elsku Guðni, Bidda og Matti - megi Guð vera með ykkur í sorg ykkar og söknuði og veita ykkur styrk. Við kveðjum góða og elsku- lega frænku með ólýsanlegum söknuði, þakklæti og hlýhug. Magga, Eiki, Ibmmi, Omi og Úlli 136 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.