Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 3

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 3
i -'&Á „...að lýsa þeim sem Ijósiðþrá, en lifa í skugga” i.jósmynd: Rósinkaróiafsson Ágvip af sögu Lionshreyfingarinnar Alþjóðasamband Lionsklúbba var formlega stofnað í Chicago í Bandarikjunum 7. júní 1917. Stofnandinn var kaupsýslumaðurinn Melvin Jones. Hreyfingin óx injög hratt og uin 800 fulltrúar frá 23 Lionsklúbbum mættu til fyrsta Alþjóðaþings hreyfingarinnar sem haldið var í Dallas sama árið og alþjóðasambandiö var stofnað. Tilgangurinn með stofnun Lionsklúbbanna var að mynda sterk alþjóða- samtök sem væru óháð stjórnmálaflokkum og trúfélögum, og gætu efit heilbrigðan félags- anda og samtímis innt af hendi þjónustu á sviði liknar og mannúðarmála. «Krossförin gegn myrkrinu" Hreyfingin barst til Evrópu í lok síðari heim- styrjaldarinnar og fyrsti klúbbur álfunnar var stofnaður í Stokkhólmi í mars 1948. Fyrsti klúbburinn á Islandi var Lionsklúbbur Reykja- víkur, en hann var stofnaður 14. ágúst 1951. Lengst af var Lionshreyfingin aðeins fyrir karla en árið 1979 var fyrsti Lionessuklúbbur stofn- aður hér á landi. Hreyfingin byrjaði snemma að leggja áherslu á líknarmál. ekki síst starf í þágu blindra og sjónskertra. Þessar áherslur má rekja til ársins 1925 þegar Helen Keller ávarpaði félaga á Lionsþingi í Cedar Point í Ohio-fylki í Banda- ríkjunum. Hún skoraði þar á Lionsfélaga um allan heim að gerast „riddarar hinna blindu í krossförinni gegn myrkrinu”. Magnús Kjaran. einn helsti forvígismaður Lionshreyfingarinnar á íslandi á fyrstu árum hennar, minnti jafnan á þetta baráttumál með því að vitna til vísubrots- ins „...að lýsa þeim sem Ijósið þrá, en lifa í skugga.” Lionsfélagarnir tóku þeirri áskorun og hefur hún síðan haft grundvallarþýðingu fyrir störf þeirra og skuldbindingar. Hreytingunni jókst mjög ásmegin fyrstu áratugina og aðeins einurn áratug eftir stofnun Alþjóðasambands- ins voru Lionsklúbbamir orðnir rúmlega 1810 talsins og félagafjöldi rúmlega 61.000. Lions Clubs lnternational er nú ein stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims. Hún starfar í um 180 þjóðlöndum og er tjöldi félaga um ein og hálf milljón karla og kvenna. Konur í Lions Lengst af var Lionshreytingin aðeins fyrir karla en konur réttu sinn hlut nokkuð árið 1979 og þá varfyrsti Lionessu-klúbburinn stofnaður hér á landi. I fyrstu var litið á Lionessuklúbb- ana sem verkefni frá Lionsklúbbum og ekki eru nema tuttugu ár síðan að konur gátu orðið fullgildir Lionsfélagar. Á þeim tíma hafa flestir Lionessuklúbbar á íslandi breyst í Lionsklúbba. Nokkrir klúbbar ungs fólks, svonefndir Leo- klúbbar, hafa verið stofnaðir á síðustu árum en allt eru það aldursblandaðir klúbbar. Alls starfa um 2500 manns í Lionsklúbbunum hérlendis. Sameiginleg verkefni Meðal sameiginlegra verkefna Lionshreyf- ingarinnar á íslandi má m. a. nefna: Medic Alert. unglingaskipti, vímuvarnir Lions Quest. sjónvernd, Orkester Norden og fieiri mál. ís- landi er skipt í 2 Lionsumdæmi: A suður og austurland: B vestur og norðurland. í hvoru umdæmi eru 8 svæði og á hverju svæði eru 46 klúbbar. Allt landi tilheyrir síðan einu fjöl- umdæmi. í stefnuskrá hreyfingarinnar segir, að í Lions vinni konur og karlar saman að ýmsum verkefnum til góðs fyrir mannkyn allt og hug- sjónir Lionsmanna séu óheftar af landamærum. Jafnframt segir þar að í Lions myndist farvegur umræðna sem efii og þroski félagana. FAXI 3

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.