Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 22
45. starfsár 2000 - 2001
Fyrsti fundur þessa starfsárs var haldinn á
Restaurant Reykjavík í Prag í Tékklandi og voru
21 félagar mættir á fundinum auk eiginkvenna
þeirra, en þessi utanlandsferð hafði verið í und-
irbúningi allt síðastliðið starfsár eins og áður
er nefnt. Auk félaganna og eiginkvenna þeirra
voru sex gestir þeirra með í þessari vel heppn-
uðu ferð.
Líkt og áður var eitt fyrsta verkefni starfs-
ársins að huga að perusölunni en eins og áður
urðu miklar vangaveltur um perusöluna, en hún
virðist nú vera orðin nokkurskonar olnbogabarn
klúbbsins, sem félagar eru ekki vissir um hvað
gera eigi við. Nú var ákveðið að leita liðsinn-
is nemenda við Holtaskóla varðandi söluna, en
þeir eru nú að undirbúa skólaferðalag til Noregs.
Þetta er hópur eldri nemenda um 30 unglingar og
var ákveðið að sölulaun þeirra yrðu eitt hundruð
krónur fyrir pokann. Að sjálfsögðu var haft sam-
band við foreldra nemendanna og var almenn
ánægja meðal þeirra enda litið á sölulaunin sem
styrk í ferðasjóð nemendanna. Líkt og áður sáu
Lionsfélagar um pökkunina og var þeim að sjálf-
sögðu heimilt að taka þátt í sölunni.
Þessu ánægjulega starfsári lauk svo með vor-
ferð til Breiðafjarðar og var mökum félaga að
sjálfsögðu boðið í ferðina og voru alls 40 manns
í hópnum. Farið var frá Keflavík síðari hluta 11.
maí og gist á Fosshóli í Stykkishólmi. Snemma
næsta dags var síðan haldið frá Stykkishólmi
til Flateyjar og var síðasti fundur starfsársins
haldinn í veitingahúsinu þar. A fundinum var
nýr félagi tekinn í klúbbinn en hann er Borgar
Bjömsson, sonur Olafs Björnssonar Lionsfélaga.
Að loknum léttum hádegisverði skoðaði fólk
sig um á eynni og síðan var haldið með Baldri
til lands. A Fosshótelinu beið ferðalanga for-
drykkur í boði klúbbsins og síðan var veglegur
kvöldverður snæddur. A sunnudagsmorgun var
síðan haldið heim á leið með viðkomu á nokkr-
um stöðum. Var ferð þessi í alla staði mjög vel
heppnuð og góður endir á ánægjulegu starfsári.
46. starfsár 2001 - 2002
Seint á þessu ári var Lionsþing haldið hér í
Reykjanesbæ eða nánar til tekið dagana 26.
og 27. apríl og mótaðist starfið þennan vetur
nokkuð af þessu þingi. Lionsklúbbarnir á Suð-
umesjum ásamt Lionessuklúbbi Keflavíkur önn-
uðust allan undirbúning og sáu um þinghaldið.
Var þingið haldið í Iþróttahúsinu í Keflavík og
ennfremur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Það
var samdóma álit allra, að undirbúningur og
þinghaldið hafi tekist með miklum sóma. Mynd-
arlegt og skemmtilegt blað var gefið út í tilefni
þingsins og var ritstjóri þess Oskar F. Jóhanns-
son Lk. Sandgerðis en formaður þingnefndar var
Þorsteinn Jónsson Lk. Keflavíkur.
A Suðurnesjum eru nú starfandi sjö Lions-
klúbbar, en þeir eru: Lk. Keilir í Vogum, Lk.
Grindavíkur, Lk. Njarðvíkur, Lk. Æsa, sem er
eini Lionskvennaklúbburinn á Suðurnesjum,
Lk. Keflavíkur, Lk. Garður, Gerðum og Lk.
Sandgerðis. Þá er starfandi hér mjög öflugur
Nemendur úr Tónlistarskólcmum leika oft fyrir Lionsmenn ú fundum þeirra. Við póanóið er Ragn-
heiður Skúladóttir.
Lionessuklúbbur, en hann er Lionessuklúbb-
ur Keflavíkur. Var undirbúningur og þinghald
Lionshreyfingarinnar hér í Reykjanesbæ öllum
þessum klúbbum til mikils sóma.
Á árinu veitti Líknarsjóður kr. 300.000 til
kaupa á nýju skurðarborði fyrir Sjúkrahúsið.
47. starfsár 2002 - 2003
Árlegur samfundur klúbbanna á Suðurnesjum
var haldinn í Saltfisksetrinu í Grindavík og var
hann hinn ánægjulegasti. Á þeim fundi gengu
fjórir nýir félagar í klúbbinn en þeir eru: Friðjón
Einarsson, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Geir-
dal og Sigurbjörn Björnsson. Á árinu kvaddi
góður félagi, Hörður Þórhallsson, klúbbfélaga
og þakkaði vináttu og hlýhug í sinn garð þau 12
ár, sem hann hefur verið í klúbbnum, en Hörður
er á förum til Akureyrar.
Kútmagakvöld var haldið í golfskálanum í
Leiru og voru gestir 84 auk félaga. Tókst kvöld-
Jón Eysteinsson og Olafur Briem, fyrrv. Rauðufjaðrarstjóri Lionshreyfingarinnar á íslandi
V'Uhjálmur Ketilsson, skólastjóri, tekur við viðurkenningu vegna teiknisamkeppni barnaskóíanna.
Teiknarinn, Vigdís Jóhannsdóttir, sem vann önnur verðlaun, gœgist inn að tjaldabaki.
22 FAXI