Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 15

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 15
Stjórnarmenn heidraöir. F.v. Gylfi Guömundsson, Hermann Friðriksson, Magnús Guðmundsson, Hafsteinn Guðnason, Axel Jónsson og Ingvar Guðmundsson Guðni Agústsson, Ellert Eiríksson og hesturinn Krapi eftir Erling Jónsson augnlækningar, en klúbburinn hafði safnað fyrir þeim augnlækningartækjum, sem notuð verða á augnlækningarstofunni. 22. starísár 1977 - 1978 Perusalan fór fram á réttum tíma og varð hagn- aður af henni krónur 805.171. Söluhæstir urðu þeir félagarnir Guðfinnur Sigurvinsson, Hinrik Albertsson og Garðar Jónsson. Marteinn Arna- son stjórnaði sölunni og í lok hennar veitti hann öllum sölumönnum hressingu á eigin reikning. Að þessu sinni var sett hraðamet í pökkun, var öllum perunum pakkað á 57 mín. og 35 sek. Bjartsýni gætir nú í fjármálum klúbbsins. Sú upphæð, sem áður hafði verið ákveðið að veita til sjúkrabifreiðar kr. 50.000 var tvöfölduð. Þá afhenti klúbburinn Blindrafélagi íslands kr. 100.000 til starfsemi félagsins. Tveir fatlaðir unglingar hér í bæ voru styrktir til tíu daga dval- ar í Heiðarskóla í Borgarfirði, en þar rekur Sig- urður Guðmundsson sumarbúðir fyrir drengi. Lögreglan í Kefiavík stóð fyrir umferðargetraun skólabarna og gaf klúbburinn verðlaunin sem voru 21 bók. Nokkrar umræður urðu um jarðrækt. Kom fram Lionsmenn ó sjó sú tillaga að fara til Vestmannaeyja og hjálpa heimamönnum við að endurheimta gróðurinn þar eftir gosið. Var þessi hugmynd ntikið rædd en einhverra hluta vegna varð minna úr fram- kvæmdum. Þess í stað var farið í að sá grasfræi hér heima í Eyjabyggðinni og var það nokkur sárabót fyrir þá sem vildu til Eyja. Á árinu hlutu 22 félagar 100% viðurkenningu fyrir mætingu. 23. starísár 1978 - 1979 Árleg perusala gekk allvel og fór hagnaðurinn af henni nú í fyrsta sinn yfir miljónina, en hann varð kr. 1.247.000. Scluhæstu menn voru þeir Hilmar Pétursson og Ragnar Guðleifsson. Ljúf- ar veitingar biðu sölumanna er þeir kornu inn úr kuldanum til að gera upp söluna. Það er nú orð- in föst venja að menn tylli sér aðeins niður eftir söluna og rabbi saman dágóða stund um árangur kvöldsins. Keypt voru heymartæki fyrir Heilsuverndar- stöðina í Kefiavík fyrir krónur 500.000 og veitt- ar voru krónur 300.000 til sundlaugar byggingar Sjálfsbjargar. Þá var samþykkt að gefa krón- ur 500.000 í sameiginlegan sjóð Lionsklúbba á Suðurnesjum, sem verja skal til Sjúkrahúss Kefiavíkurlæknishéraðs. Góður hagyrðingur, Friðrik Sigfússon, hefur nú bæst í klúbbinn. Nú fara smellnar vísur mjög að setja svip sinn á fundargerðir. Er leið að lokuin starfsársins settu vorverkin svip sinn á umræður. Formaður landgræðslu- nefndar tilkynnti félögum að tvö tonn af áburði biðu þeirra. Þá var rætt um að fara í gönguferð- ir og hafa eiginkonur með og sjóarar klúbbsins hófu undirbúning sjóferðar. Starfsárinu lauk svo með vel heppnuðu konukvöldi. 24. starísár 1979 - 1980 Nokkru áður en hið eiginlega starfsár hófst, eða um sumarið ‘79, kom hingað í heimsókn hóp- ur fjölfatlaðs fólks frá Norður Noregi. Annaðist klúbburinn móttöku þeirra hér ásamt félögum úr öðrunt Lionsklúbbum á Suðumesjum. Var öllum boðið í dagsferð um Suðumesin og í lok þeirrar ferðar var boðið upp á veitingar í safnaðarheim- ilinu í Innri-Njarðvík og sáu konur Lionsmanna um veitingar. Þetta var hinn ánægjulegasti dagur og rómuðu gestimir mjög móttökumar hér syðra. Á árinu var Heyrnleysingjaskóla íslands færð- ar krónur 100.000 að gjöf, og veittar voru krónur 700.000 til kaupa á leikföngum til dagheimilisins Garðasels og einnig fyrir leikföngum fyrir þroska- hefta. Þá var að venju sendur smá jólaglaðningur til vistfólks á elliheimilum á svæðinu. Haldin voru konukvöld, jólafagnaður fyrir börn félaga og Kútmagakvöld, sem að þessu sinni var nokkuð síðbúið vegna ótíðar í febrúar. Fram kernur í fundargerðum að kútmagakvöldin séu að verða arðvænleg fjáröfiun og var áætlaður hagnaður af kútmagakvöldi þessa árs talinn vera krónur 300.000. Svipað má reyndar segja um konukvöldin, því samkvæmt skýrslu formanns skemmtinefndar var ágóði af konukvöldinu í desember krónur 270.000, en hafa verður í huga að núverandi verðgildi krónunnar er ekki upp á marga fiska. Sala Rauðu fjaðrarinnar gekk vel á árinu og seldust alls 1600 fjaðrir hér. í lok starfsársins er staða líknarsjóðs góð að sögn formanns sjóðs- ins. I apríl var ein miljón og átta hundruð þúsund krónur í sjóðnum. Jarðræktun var með nokkuð öðrum hætti á árinu en verið hefur. í stað sáningar voru nú gróðursettar gteni- og birkiplöntur í reit vestan við vatnstankinn, sem bærinn hefur úthlutað félagasamtökum í bænum. 25. starísár 1980 - 1981 Fundarstaður er enn sem áður litli salurinn í Stapa. Á þessu ári fækkar miljónamæringum heldur betur í landinu. Verið er að lappa upp á görnlu krónuna og reyna að auka verðgildi hennar. Tvö núll hafa nú verið sneidd aftan af krónunni en með öllu er óvíst hversu lengi það muni duga henni. Á fundi tilkynnti formaður að nýtt verð væri kornið á matinn, sem yrði kr. 50 í stað kr.5000 og ársgjaldið yrði kr. 300 í stað kr. 30.000. Styrkur var veittur tveimur fötluðum FAXI 15

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.