Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 21
og farsældar. Kjörorðið var „íslandi allt.“ Þess-
ir mætu menn voru fullir af slíkum eldmóði er
hreif alla með og einnig þá sem stóðu að stofnun
Lionsklúbbsins í Keflavík.
I tilefni þessara tímamóta í sögu klúbbsins var
gefið út myndarlegt afmælisrit og því dreift í
öll hús í Keflavfk. Af þessu riti varð verulegur
auglýsingahagnaður, sem látinn var renna í líkn-
arsjóð. Þá var farið í perusölu líkt og undanfar-
andi ár og tókst hún með ágætum. Varð hreinn
hagnaður af sölunni kr. 352.556.
A þessu afmælisári var reynt að vanda mjög
til funda og hafa þá sem fjölbreytilegasta.
Veglegur jólafundur var haldinn 13. desember
ásamt eiginkonum klúbbfélaga og var á þeim
fundi ýmislegt gert til skemmtunar.Þá voru fjórir
fundir haldnir utan hefðbundins fundarstaðar.
Sá fyrsti var haldinn í byrjun janúar í flokks-
fundarsal í Alþingishúsi íslendinga. Árni Ragn-
ar Árnason, Lionsfélagi og alþingismaður, hafði
allan veg og vanda af þeirri heimsókn. Sýndi
hann félögum húsið og sagði sögu þess ásamt
margra gamalla muna og málverka, sem þar
er að finna. Eftir heimsóknina í Alþingishúsið
fóru fundarmenn í veitingahúsið Við tjörnina og
snæddu þar ljúffenga fiskrétti hjá Suðurnesja-
manninum, Rúnari Marvin í hans sérkennilega
veitingahúsi.
41. starfsár 1996 - 1997
Líkt og venja hefur verið í upphafi hvers
starfsárs urðu nú miklar umræður varðandi
fjáröflun klúbbsins, því peningar eru jú afl þeirra
hluta sem gera skal. Perusalan hefur ávallt vegið
þyngst og verið einn aðal tekjustofn líknarsjóð-
ms. Nokkurrar svartsýni hefur gætt hjá sumum
félögum varðandi perusölu vegna breyttrar lýs-
ingar hjá fólki, einkum í nýrri hverfunum, þar
sem skrautlýsing hefur leyst af gömlu góðu
Ijósaperuna! Komu fram hugmyndir um að auka
mætti fjölbreytni varðandi söluna, t.d. mætti
bjóða nýjar vörutegundir og nefnt var íslenskt
sjampó eða jafnvel lýsi. Fengu þessar hugmynd-
ir lítinn hljómgrunn meðal meirihluta félaga,
töldu þetta óþarfa svartsýni. Perusalan hefði
ávallt dugað vel til fjáröflunar og vonandi yrði
svo um næstu framtíð. Að sjálfsögðu væri þó
ávallt gagnlegt í upphafi hvers starfsárs að ræða
nýja möguleika til fjáröfiunar, hver veit nema
þá kæmi fram snjöll hugmynd sem gæti dugað
okkur vel. Með þetta í huga voru keyptar tíu
þúsund perur frá Heimilistækjum og voru þær
seldar bæjarbúum, sem eins og undanfarandi ár
tóku Lionsmönnum mjög vel og keyptu perurn-
ar glaðir í bragði þótt einn og einn segðust eiga
birgðir frá fyrri árum!
Er formaður fjáröflunar, Hjálmar Stefánsson,
greindi síðar frá gangi perusölunnar vildi hann
sérstaklega þakka einum félaga, Halldóri Páls-
syni, fyrir mikinn dugnað við söluna á liðnum
árum.
42. starfsár 1996 - 1997
Það er auðséð á fundargerðum nú að fram-
kvæmd perusölunnar er farin að verða nokkuð
erfið og kemur þar margt til s.s. minni þörf á
heimilum fyrir venjulegar ljósaperur. Eins og
margoft hefur komið fram telur fólk sig ekki
lengur hafa not fyrir 25 watta perur, þær séu
ekki lengur notaðar! Margar tillögur voru bornar
fram varðandi þessa fjáröflun okkar en fengu lít-
inn hljómgrunn. Þrátt fyrir þetta vandamál töldu
menn að óskynsamlegt væri að hverfa frá peru-
sölunni, hún hefði unnið sér fastan sess í starfi
klúbbsins og einnig í bæjarlífinu, en félagar voru
því sammála að perusalan væri ekki lengur eins
skemmtileg og hún var hér áður fyrr. I sjónmáli
væri ekki betri fjáröílunarleið fyrir klúbbinn en
perusalan. Fór því salan fram að venju og varð
hagnaðurinn af henni kr. 432.142 sem þótti harla
gott.
Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri og
félagi, bauð klúbbnum endurgjaldslausa þjón-
ustu Sparisjóðs Keflavíkur og var það boð vel
þakkað. Verður af þessu mikil hagræðing og þá
einkum fyrir gjaldkerann, sem hér eftir mun
innheimta ársgjöldin með gíró seðlum.
Líknarmálin voru með svipuðu sniði og und-
anfarin ár. Klúbburinn styrkti myndarlega unga
stúlku héðan úr bæ, sem send var til Bandaríkj-
anna í nýrnaaðgerð. Þá bárust skemmtileg bréf
frá fósturbömum klúbbsins í Brasilíu og Ind-
landi. Á árinu hélt Þroskahjálp upp á 20 ára af-
mæli og mættu fulltrúar frá klúbbnum í afmælið
og færðu félaginu að gjöf kr. 50.000.
Miklir erfiðleikar hafa verið hjá Lk Oðni hér í
bæ vegna lélegrar mætingar félaganna. Allar lík-
ur eru á að þetta verði síðasta starfsár Lk. Óðins.
Umræður urðu um málið og hörmuðu menn að
svo illa væri komið fyrir Óðinsmönnum. Voru
menn sammála um að bjóða þá Óðinsmenn vel-
komna í Lk Keflavíkur, sem áfram vildu starfa
að málefnum Lionshreyfingarinnar.
43. starfsár 1998 - 1999
Fyrsti fundur þessa starfsárs var haldinn
fimmtudaginn 10. september kl. 20 á hótel Kro-
ner í Clearvoux í Luxemborg. Á fundinum voru
mættir 25 félagar ásamt 23 eiginkonum. Ástæð-
an fyrir þessum fundarstað var ferðalag Lions-
félaga til Þýskalands og Luxemborgar ásamt
eiginkonum. Var þessi ferð mjög vel heppnuð og
skemmtileg. Það er nú til umræðu meðal félaga
að auka fjölbreytni í félagsstarfinu með heim-
sóknurn til áhugaverðra staða bæði innanlands
og einnig erlendis. Var Þýskalandsförin einmitt
liður í þeitTÍ áætlun.
Nokkur erindi bárust til líknarnefndar um fjár-
stuðning frá ýmsum félögum. Lagði nefndin til
að kr. 25.000 styrkur yrði veittur íþróttafélagi
fatlaðra og allt að 75% ráðstöfunarfé sjóðsins
yrði varið til kaupa á sýrustigsmælitæki fyrir
Heilsugæslu Suðurnesja.
44. starfsár 1999 - 2000
Starfsárið hófst með fjörugum umræðum
varðandi starfið á komandi vetri. Sérlega
ánægjulegt og sólríkt sumar var að baki og
áframhaldandi góðviðri á haustdögum gaf fyr-
irheit um mildan vetur. Á fyrstu fundum var
allnokkuð rætt um það vandamál, sem í seinni
tíð hefur alloft borið á górna, en það er hinn hái
meðalaldur félaga. Voru félagar sammála um
að mjög brýnt væri að leita að yngri félögum
til samstarfs í klúbbnum. Meðalaldur starfandi
félaga í upphafi þessa starfsárs er 65 ár og að
sjálfsögðu hækkar hann ört með hverju ári sem
líður korni ekki yngri menn til starfa.
Farið var í nokkrar skemmtilegar vettvangs-
ferðir á árinu s.s. til Vatnsveitu Reykjavíkur
við Gvendarbrunna, í Járnblendisverksmiðjuna
á Grundartanga, heimsókn til Hitaveitu Suð-
urnesja í Svartsengi og Eldborg, hið glæsilega
móttökuhús hitaveitunnar þar skoðað og farið
var í skoðunarferð til ratsjárstofnunar á Kefla-
víkurllugvelli, þar sem starfsemi Kögunar var
kynnt félögum.
FAXI 21