Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 4

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 4
Lionsklúbbur Keflavíkur 50 ára: Hugsj ónaeldur var veganestið y,Áhrifartkur vettvangurfyrir sameiginleg átök, hvort sem er íþjóðlegu starfi eða alþjóðlegu”, segir Tómas Tómasson Ljósmynd: Faxi eir sem stóðu að stofnun Lionsklúbbs Keflavíkur hafa scnnilcga aðeins að takinörkuðu leyti gert sér grein fyrir hvers konar félagsskap þeir voru að teng- jast. Að vísu höfðu þúvcrandi forvígismenn Lionshreyfingarinnar hérlcndis gert þeim vissa grein fyrir helstu atriðum starfseminn- ar. Forvígismennirnir, þeir Magnús Kjaran og Albcrt Guðmundsson, umdæmisstjóri og umdæmisritari, hinir fyrstu sem gegndu þess- um embættum ú íslandi, lögðu úherslu ú að hér væri um alþjóðlegan félagsskap að ræða sein laut ákveðnum lögum og reglum og sncið Lionsklúbbum hvarvetna rnjög svipaðan stakk. Lionsklúbbur Keflavíkur var sjöundi klúbb- urinn sem stofnaður var hér á landi og sá þriðji utan Reykjavíkur. I þeim sex klúbbum sem fyrir voru, voru þá alls 146 félagar. Á stofnári klúbbs- ins, 1956, var að skapast kjölfesta í Lions félags- skapnum hérá landi. Þá varfyrsta umdæmisþing haldið, þó lítið hafi farið fyrir því miðað við umdæmisþingin sem nú eru haldin. Fyrsta ein- tak af Lionsfréttum kom út í mars 1956 og var það fjölritað. Lionsklúbbur Keflavíkur hefur því verið virkur þátttakandi í hinu mikla uppbygg- ingarstarfi Lions hér á landi, og lagt sinn skerf af mörkum til þess að efla og styrkja hreyfinguna og í dag er hann orðinn ein af máttarstoðum hennar hérlendis. Tómas Tómasson, einn af stofnendum Lk Keflavíkurog fyrsti formaður, segir í samtali við Faxa að hann minnist þess að Magnús Kjaran, sá mikli hugsjóna- og félagsmálamaður, hafi gert sér fulla grein fyrir hinum þjóðlega þætti hreyf- ingarinnar. „Hann lagði áherslu á við okkur, svo og síðar í öllu sínu Lionsstarfi, að félagsskap- ur þessi yrði aldrei annað og meira en það, sem við félagarnir gerðum úr honum,” segir Tómas. „Það var í okkar höndum en ekki í hinu alþjóð- lega eðli Lions, hvort starf okkar skilaði þeim ávöxtum sem að væri stefnt, og í hvaða farvegi félagsstarfið yrði innan þess ramma sem settur var.” Sérstaða á þjóðlegum grundvelli Og Tómas heldur áfram: “Magnús Kjaran 4 FAXI Tómas Tómasson og ýmsir aðrir frumherjar Lions hér á landi voru upptendraðir hugsjónamenn í anda þeirr- ar félagsmálabylgju sem yfir land okkar gekk á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þó þeir færu fram í fylkingarbrjósti alþjóðlegs félagsskapar, fannst mér ætíð, að þeir vildu skapa honum sér- stöðu á þjóðlegum íslenskum grundvelli og miða við íslenskar þaríir. Einkunnarorð Lions eru: Við þjónum og á þessu kjörorði grundvallast kjarninn í starfi okk- ar. Ég vitna enn til frumherjans, Magnúsar Kjar- an, enda er hann á þessum tímamótum í sögu klúbbsins okkar, mérofarlega í huga. Hann lagði ríka áherslu á aðstoð við þá sem minna mega sín - „að lýsa þeim sem Ijósið þrá en lifa í skugga”. Við mörg tækifæri minnti hann á þessar ljóðlín- ur, en hann lagði þó miklu víðari skilning í þær en að veita einungis blindum aðstoð, en það var hið upphaflega átak Lionshreyfingarinnar. Það er ávallt jafn brýnt verkefni en í hugum frumherj- anna var ekkert mannlegt þeim óviðkomandi. Magnús Kjaran vildi, að kjörorð okkar væri fyrrnefndur vísupartur um að lýsa þeim sem lifa í skugga en þrá Ijósið og í yfirfærðri merkingu segði þetta miklu meira og á íslensku um hug- sjón okkar, heldur en þýðingin úr ensku “Við þjónum”. Klúbbarnir áttu fyrst að einbeita sér að nánasta umhverfi sínu, sveitarfélaginu. Þeir áttu að að- stoða þá, sem áttu við erfiðleika og bágindi að

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.