Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 2
Lionsklúbbur Keflavíkur heldur upp á hálfrar aldar
afmæli sitt á þessu ári - var stofnaður 7. apríl
1956. Þetta er merkur áfangi í sögu klúbbsins
og ekki síður bœjarfélagsins, sem hefur notið starfskrafta
hans og einstœðrar þjónustu á sviði líknar-, mannúðar- og
menningarmála allt frá upphafi. Það er því við hœfi að
Faxi geri klúbbnum og starfi hans til heilla fyrir mannlíf á
Suðurnesjum góð skil á þessum tímamótum.
Tilgangur Lionsklúbbs Keflavíkur, eins og Lionsklúbb-
anna yfirleitt, hefur ekki aðeins verið sá að eflafélags-
anda og heilbrigt félagslíf heldur einnig að fylgjast með
þörfum samfélagsins og finna leiðir til að fullnœgja
þeim, ýmist með eigin átaki eða í samvinnu við aðra.
Um eitt skeið var Lionsklúbbur Keflavíkur fjölmennasti
Lionsklúbbur landsins. Klúbburinn hefur jafnan verið
skipaður athafnasömu og félagssinnuðu fólki og átt því
láni aðfagna að einn af stofnfélögunum, Ingvar Guð-
mundsson, kennari, hefur haldið utan um sögu hans
með miklum ágœtum. Má sjá úrdrátt afafrakstri þeirrar
vinnu hér í blaðinu.
Stofnendur klúbbsins voru sextán talsins og eru fjórir
enn starfandi, þeir Tómas Tómasson, Hilmar Pe't-
ursson, Hörður Guðmundsson og Ingvar Guðmundsson.
Innra starfhefur verið rnjög margbreytilegt. Frá upp-
hafi hafa 128 fe'lagar gengið í klúbbinn en klúbbfélagar
eru núna 38 talsins. Um það bil 100 félagar hafa tekið
þátt í stjórnarstörfum og haldnir hqfa verið 877fundir
frá upphafi, auk hátíða og skemmtana. Háitt ífjögur
hundruð innboðnir fyrirlesarar hafa flutt klúbbfélögum
margvíslegt frœðslu- og skemmtiefni, enfélagarnir hafa
sjálfir einnig flutt fjölmörg erindi. Fundir hafa verið
haldnir víða í bænum, en líka erlendis og á skipsfjöl, og
félagarnir hafa einnig heimsótt ýmis fyrirtœki í nágrenn-
inu og haldið fundi í boði þeirra .
1 erindi sem Tómas Tómasson, fyrsti formaður klúbbs-
ins, flutti á afinæli hans 12. apríl síðstliðinn sagði hann
m.a., að enda þótt Lionsklúbbur Keflavíkur sé hlekkur
í alþjóðlegri hreyfingu hafi hann ávallt lagt áherslu á
sjónarmið heimabyggðar og viljað verða að liði á þeim
vettvangi. Orðre'tt sagði Tómas: „Að endingu á ég þá
ósk klúbbnum til handa á þessum tímamótum, að sú gifta
sem hvatamennirnir að stofnun hans lögðu honum til í
upphafi og honum hefur fylgt til þessa í einhug, órofa
samheldni og Ijúfum félagsbrag, megi endast honum enn
um ófyrirsjáanlega framtíð. ”
Faxi tekur undir þessi orð og árnar Lionsklúbbi
Keflavíkur farsældar á þessum tímamótum.
ETJ
2. tölublað - 66. árgangur - 2006
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík.
Skrifstofa: Grófin 8, st'mi 868 5459.
Ritstjóri: EðvarðT. Jónsson.
Netfang: edvardjS'gmail.com
Blaðstjórn: Kristján A. Jónsson formaður, Helgi Hólm,
Magnús Haraldsson, Geirmundur Krisúnsson og Karl
SteinarGuðnason.
Öll prentvinnsla: Stapaprent ehf.
Gróftn 13c - 230 Keflavík. Sími 421 4388 - Fax 421 4388
Netfang: stapaprent@mitt.is
Netfang v/auglýsinga: helgiholm@vogar.is
Forsíðumynd: Rósinkar Ólafsson
2 FAXI