Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 23

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 23
Gengið framhjá Holtaskóla á Lionsþingi 2002 Jóhann Einvarðsson afhendir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, veggskjöld eftir Dýrfinnu Torfadóttur ið vel undir góðri stjóm Gylfa Guðmundssonar veislustjóra. Það sem fram var reitt á veisluborði þótti sérlega girnilegt og Ijúffengt og var Axel Jónssyni færðar þakkir fyrir hans frábæra starf. Arnar Helgi Lárusson var gestur klúbbsins á fundi í mars þar sem Líknarnefnd hafði ákveðið að styrkja Arnar Helga, sem er að fara til Frakk- lands að leita sér lækningar vegna lömunar er hann hlaut í móturhjólaslysi. Formaður óskaði honum alls hins besta og afhenti honum ávísun að upphæð kr. 200.000 sem styrk fá Lk Kefla- vflcur með von um að þessi ferð verði honum árangursrík. Rúsínan í pylsuendanum var svo viku vorferð 22. maí með Norrænu. Lagt var af stað í ferð- ina miðvikudaginn 14. maí og komið heim aft- ur fimmtudaginn 22. maí. Haldinn var sameig- inlegur fundur með félögum okkar í Þórshöfn. I þessari ferð voru yfir 30 manns, félagar og eig- inkonur þeirra. Tókst ferð þessi í alla staði mjög vel og var almenn ánægja með hans. 08. starfsár 2003 - 2000 Kútmagakvöldið var haldið í febrúar og sáu þeir Hafsteinn Guðnason og Axel Jónsson um undirbúning þess. Var kallaður út mannskapur til hreinsunar á kútmögum, en eitthvað virðist vinnan hafa farið illa í liðið. Samkvæmt fund- argerð var vel mætt fyrsta kvöldið, 11 félagar mættu annað kvöldið en aðeins 3 félagar mættu síðasta kvöldið, en takmarkinu var náð. Sett var í 400 kútmaga undir öruggri verkstjórn Haf- steins. Tókst kútmagakvöldið mjög vel. Eftir þetta vinsæla kvöld kvaðst Hafsteinn hafa farið með afganginn frá Kútmagakvöldinu á Hlévang °g í Miðhús í Sandgerði við mikinn fögnuð vist- manna á þessum stöðum. Sala á Rauðu fjöðrinni fór fram í mars og tókst með ágætum enda var skipulag sölunnar gott og mæting félaga allgóð. Að þessu sinni verður ágóðanum varið til styrktar félagi lang- veikra barna. Ýmis verkefni voru styrkt á þessu starfsári. Veittur var kr. 100.000 styrkur og vinna við að endurnýja girðingu við hús Þroskahjálpar á Suð- urnesjum í góðu samstarfi með Lionsklúbbum á Suðurnesjum. Amari Helga Lárussyni var veitt- ur kr. 100.000 styrkur til læknisferðar til Frakk- lands. Heilbrigðisstofnun Suðumesja var veittur styrkur að upphæð kr. 225.000 til tækjakaupa. Styrkur til Lyngsels kr. 25.000 og veittur var styrkur að upphæð kr. 100.000 til tölvukaupa sérdeildar atferlistruflaðra barna í Njarðvík- urskóla. 09. starfsár 2000 - 2005 I júlí fengum við Lionsfélaga frá Suðurey í Færeyjum í heimsókn og tókum á móti þeim með sameiginlegum kvöldverði, ásamt inökum, á Flughóteli. Helsta fjáröflun klúbbsins var árlegt herra- kvöld, þar sem sjávarréttir eru á borðum og einkurn kútmagar sem félagsmenn verka sjálf- ir. Hafsteinn Guðnason, einn félagi okkar hefur stjórnað þeirri vinnu með miklum skörungsskap í fjölmörg ár. Ákveðið var að þeir sem hefðu tek- ið þátt í kútmagaverkun í a.m.k. þrjú skipti yrðu útskrifaðir úr Kútmagaskóla okkar og var Haf- steinn einnig sérstaklega heiðraður fyrir hans mikia framlag við að viðhalda fornri þekkingu í matargerð. Helstu styrkir starfsársins voru útfararstyrkur vegna sérstakra aðstæðna hjá aðstandendum kr. 20000 og styrkur vegna unglingastarfs Foreldra- félags Sykursjúkra barna kr. 20000. Einnig tóku félagar þátt í verkefni til stuðnings Þroskahjálp á Suðurnesjum. 50. starfsár 2005 - 2006 Strax í byrjun starfsársins var farið að huga að undirbúningi 50 ára afmælis klúbbsins, sem verður á þessu starfsári. Þrír aðrir klúbbar fagna einnig 50 ára afmæli á árinu. Lk. í Keflavík var stofnaður 7.apríl , Lk. í Hafnarfirði stofnaður ló.apríl og Lk. á Akranesi stofnaður 22. aprfl allir á árinu 1956. Klúbbamir efndu til sameigin- legs afmælisfagnaðar í Haukaheintilinu í Hafn- arfirði laugardaginn 4. febrúar. Móðurklúbbur félaganna , Lionsklúbburinn Þór í Reykjavík tók einnig þátt í hátíðinni en hann var stofnaður 6. janúar 1956. Hátíðin hófst með heimboði að Bessastöðurm í boði forseta íslands Ólafs Ragnars Grímssonar. Foseti tók á móti Lionsfélögum með ræðu og fór mörgum fögrum orðum um framlag Lionsklúbba til mannúðarmála. Forsetinn sem er verndari Lionshreyfingarinnar á íslandi hvatti viðstadda til þess að sækja alþjóðaþing Lions sem haldið verður í Boston í sumar en hann verður einn ræðumanna á þinginu. Hann flutti kveðjur frá Dorrit Moussaieff forsetafrú en hún gat ekki verið með okkur vegna lasleika. Jóhann Einvarðsson formaður Lionsklúbbs Keflavíkur flutti ávarp fyrir hönd Lionsklúb- anna .Mæltist honum vel og þakkaði fyrir hlýjar móttökur og færði Dorrit blómvönd og forset- anum veggskjöld gerðan af Dýrfinnu Torfadóttir gullsmið. Þá er í ráði, að þessara merku tímamóta í starfi klúbbsins, verði minnst á myndarlegan hátt í tímaritinu Faxa. Haft hefur verið samband við ritstjórn blaðsins, sem sýndi málinu mikinn áhuga. Á undanförnum árum hafa klúbbfélagar farið í nokkrar skemmtiferðir til útlanda, sem hafa heppnast mjög vel og orðið félögum og mökum þeirra til mikillar ánægju. Þar sem félagar hafa sýnt vaxandi áhuga á að þessari ferðastarfsemi hefur formaður ferða- og skemmtinefndar, Axel Jónsson, verið að leita eftir góðunr tilboðum á utanlandsferðum. Hefur vænlegt tilboð þegar borist, en það er vikuferð til Þýskalands, þar sem farið er til Berlínar og Dresden. Um er að ræða vikuferð í byrjun júní á vegum Ferðaþjón- ustu bænda. FAXI 23

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.