Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 18

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 18
Þá fóru nokkrir félagar í róður á mb. Baldri, en líkt og áður lagði Ólafur Bjömsson til skipið og veiðarfæri og stjómaði veiðunum. Ágóðinn af þessari veiðiferð var krónur 88.000 sem að sjálfsögðu fór í líknarsjóð klúbbsins. Formaður ritnefndar, Ellert Eiríksson, skilaði lokauppgjöri frá afmælisritinu, en hagnaður varð krónur 98.000 sem kemur líknarmálum klúbbs- ins til góða. Bréf kom frá Lionessum varðandi réttarstöðu þeirra innan Lionshreyfingarinnar, en konumar töldu að orðið karlmaður hamli gegn því, að þær fái réttindi á við karlmenn innan hreyfingarinn- ar. Óskuðu þær eftir stuðningi klúbbsins. Þótt bréf þetta hafi orsakað nokkurn taugatitring hjá sumum, einkum hinna yngri félaga, má segja að þegar á heildina var litið hafi konurnar átt fulla samúð og stuðning karlanna, enda eru þeir allir þekktir fyrir mikla víðsýni og réttsýni! Um vorið var farið í landgræðsluferð inn á Stapa, var allmiklu af lúpínufræi sáð í gróð- ursnauðar hlíðar Stapans. Staðurinn er í aust- urenda Stapans og er það von félaga, sem að sáningunni unnu, að þessi hlíð muni líta betur út innan nokkurra ára. 32. starfsár 1987 - 1988 Fjölbrautarskóla Suðurnesja var veittur styrkur að upphæð kr. 50.000 til tölvukaupa. Samþykkt var framlag til kaupa á blóðskilju fyr- ir sjúkrahúsið, en gamla skiljan, sem við gáfum á sínum tíma dugar ekki lengur. Áætlað verð á nýju blóðskiljunni er kr. 230.000. Um vorið bauð Þorsteinn Erlingsson félögum í sjóferð á skipi sínu í tilefni tíu ára veru sinnar í kiúbbnum. Þetta varð hin ánægjulegasta sjóferð í himneskri veðurblíðu. Viðurgerningur um borð var frábær, en matsveinn í ferðinni var Hafsteinn Guðnason, sem bar fram í hádegi ljúffenga kjötsúpu og kjöt. Þá voru lummurnar sem fram voru bornar með síðdegiskaffinu ekki af verri endanum. Þrátt fyrir að menn héldu mikið til í matsalnum og því vart að búast við miklum afla varð ágóðinn af þessari sjóferð kr. 50.000 og að tilmælum Þorsteins skipstjóra var honum varið til styrktar bfiakaupum Ágústar Matthíassonar, sem kunnur er undir nafninu lamaði íþróttamað- urinn, en Ágúst slasaðist í íþróttakeppni í Garð- inum á unglingsárunum. 33. starfsár 1988 - 1989 I fundargerðum þessa árs er mikið rætt um siðameistara, enda var hann einkar starfsamur og skemmtilegur og lífgaði mjög upp á fundina, en siðameistari var Hafsteinn Guðnason. Brydd- aði hann upp á ýmsum skemmtilegum nýmæl- um, sem lífguðu mjög upp á fundina. Má t.d. nefna hatta- og loðhúfukvöld, en þá áttu félag- ar að mæta til fundar með fyrmefnd höfuðföt. Verðlaun kvöldsins og nafnbótina „Hattkúfur" ársins hlaut Jón Eysteinsson. Færði siðameistari Jóni Lionsbindisnælu auk nafnbótarinnar. Siða- meistari var einkar laginn við að hala inn sekt- arfé og nutu hinir ýmsu góðgerðarsjóðir góðs af því t.d. D-álman og kvennasjóður siðameistara, Frá vinstri: Kristinn Björnsson, Jón Olafur Jónsson, Magnús Haraldsson, Steinþór Júlíusson og Kristinn Guðmundsson Gengið að snœðingi. Fremstir á myndinn eru þeir Stefán Kristjánsson og Arnbjörn Ólafsson en hann er tæpast hægt að nefna góðgerðarsjóð. Hafsteinn sýndi á þessu ári hve starf siðameist- ara getur verið mikilvægt ef rétt er á haldið. Árleg perusala fór fram í október og voru félagar slakir að mæta til hennar, en aðeins 30 félagar mættu nú til sölunnar svo ekki reynd- ist unnt að fara í öll hverfin. Ágóðinn af söl- unni varð kr. 586.717. Sala rauðu fjaðrarinnar fór fram á árinu og seldu félagar fjaðrir fyrir kr. 300.000. Ágóði rauðu fjaðrarinnar mun þetta árið renna til styrktar fjölfötluðum. í maí bauð Þorsteinn Erlingsson félögum í hinn árlega róð- ur á skipi sínu Búrfelli. Var það sem áður hin ánægjulegasta ferð en aíii var fremur rýr. Fór ágóðinn í líknarsjóðinn. Styrktarverkefni ársins voru helst þessi. Sjúkrahúsinu var gefinn mælir fyrir súrefni við svæfingu kr. 246.000. Eldri borgurum færð- ar gjafir á jólum fyrir kr. 146.000. L.C.I.F. fékk kr. 10.000 styrk og til vímuvarna var varið kr. 75.000. Þá var samþykkt að gefa Heilsugæslu- stöð Suðurnesja eyrnaþrýstimæli, en verð hans er áætlað kr. 250.000. 34. starfsár 1989 - 1990 Þar sem perusalan er ein aðal tekjulind klúbbs- ins var snemma farið að huga að henni. Pakkað var á öðrum fundi og viku síðar farið í söluna. Þrjátíu félagar mættu til sölunnar sem er rétt um helmingur félaga en það virðist vera orðin með- al mæting í perusölunni. Ágóði sölunnar þetta árið varð kr. 656.500. Að sölu lokinni beið sölu- manna smá hressing eins og ávallt hefur verið og ræddu menn gang mála og sögðu frá ýmsu skemmtilegu sem borið hafði fyrir um kvöldið. í klúbbnum eru nokkrir liðtækir kyllingar og áhugamenn um golfíþróttina. Því kom upp sú hugmynd að efna til golfkeppni milli Lionsfélaga á Suðurnesjum. Aðalhvatamaður að þessari hug- mynd var Hafsteinn Guðnason. Tilnefndur var keppnisstjóri, sem var Þorsteinn Erlingsson, en Börkur Eiríksson var skipaður dómari. Keppn- 18 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.