Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 35

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 35
Mér er það sönn ánægja að senda Lionsklúbbi Keflavíkur hjartanlegar hamingjuóskir í tilefiú 50 ára afmælis klúbbsins nú í júní. Heilbrigðisstofnanir um land allt hafa löngum átt mikið undir velvilja og hlýhug hinna fjölmörgu klúbba og góðgerðarsamtaka sem starfa að mannúðar- og líknarmálum. Margar þeirra væru ekki svipur hjá sjón hvað tæki og annan aðbúnað varðar ef slík samtök hefðu ekki alltaf borið hag skjólstæðinga þessara stofnana fyrir brjósti. Heil- brigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er svo sannarlega ein af þeim stofnunum sem hefur fengið að njóta dugnaðar og ósérhlífni ýmissa samtaka og á engan er hallað þó félagar í Lionsklúbbi Keflavíkur séu sérstaklega tilnefndir. Lionsklúbbur Keflavíkur hefur verið iðinn við að gefa HSS fjölmargar og góðar gjafir á umliðnum 50 árum sem allar hafa komið að góðum notum. Nægir að nefna skurðborð á skurðstofum HSS sem eitt veglegt dæmi um góða gjöffrá Lionsklúbbi Keflavíkur og fjöldi Keflvíkinga og Suðurnesjabúa hafa hall- að höfði sínu á þegar þeir hafa sótt heilbrigðisþjónustu á stofnunina. Megi Lionsklúbbi Keflavíkur farnast vel um ókomin ár og bera gæfu til að styrkja áifram þá sem minna mega sín í samfélaginu með þeirri virðingu og reisn sem þeim er lagin. Sigríður Snœbjörnsdóttir V FAXI 35

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.