Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 20

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 20
Þroskahjálpar á Suðumesjum voru veittar kr. 100.000 og til ýmissa tækja á Sjúkrahúsi Kefla- víkur kr. 200.000. 37. starfsár 1992 - 1993 Afhent voru tæki til Sjúkrahússins fyrir um 220 þúsund krónur. Þau voru hitamælir, sem mælir innri hita líkamans, filmuskoðunarskápur til skoðunar rötgenmynda og æðadropper, tæki sem mælir blóðsteymi í slagæðar. Þá voru veittar 25 þúsund krónur í söfnun til Sigurðar Baldurs- sonar í erfiðleikum hans í Bandaríkjunum. Pen- ingagjafir til aldraðra á Hlévangi og Garðvangi fyrir jólin, eins og venja hefur verið til margra ára, féllu nú niður að ráði forstöðukvenna heim- ilanna. Þær telja að þessar peningagjafir komi fæstum dvalargesta að nokkrum verulegum notum. Þess í stað var ákveðið að styrkja hljóð- færakaup heimilanna með sambærilegri upphæð 160 til 200 þúsund krónur, sem greiddar verða þegar þess verður óskað. Átta sjúkrarúm, sem hætt var að nota á Sjúkrahúsi Keflavíkur, voru send til Póllands fyrir okkar tilstilli, en nokkrir Lionsklúbbar á íslandi hafa styrkt hjálparstarf í Póllandi með því að safna tækjum, sem hér hafa þótt úrelt en koma sér vel í illa búnum sjúkra- húsum í Póllandi. 38. starfsár 1993 - 1994 Á fyrsta fundi ársins skilaði formaður skemmti- nefndar frá sl. ári peningum að upphæð kr. 184.000 og var hér um að ræða afgang frá sl. ári. Þessi sjóður, misgildur að vísu, hefur alla tíð verið í eigu félaganna sjálfra og hefur stundum verið skírskotað til hans sem „Sukksjóðsins." Hann er þannig til kominn að lagt hefur verið ríflegt aukagjald á brjótbirtuna, er félagar hafa gert sér glaðan dag. Samkvæmt gamalli hefð er þetta eini sjóður klúbbsins, sem má nota í þágu félaganna sjálfra, enda frá þeim kominn. Hefur sjóður þessi oft verið birtu- og gleðigjafi köld- um og hröktum félögum er þeir hafa komið í hús frá perusölu. Á fyrri hluta starfsársins kom fram tillaga frá gjaldkera vorum, að því aðeins væru heimilar greiðslur úr sjóðnum til félaga vegna leikhúsferða, eða annarra skemmtana, að félagar hefðu áður greitt félagsgjöld sín. En hversu heit- ar umræður verða um þennan sjóð eru allar líkur á að hann muni áfram um ókomin ár gegna því þarfa og göfuga hlutverk, sem honum var ákveð- ið í upphafi. Helstu verkefni klúbbsins þetta starfsárið var framlag til kaupa á kviðsjártæki fyrir Sjúkra- hús Keflavíkur. Þetta er mjög stórt og viðamikið verkefni, sem unnið er í samvinnu við Lk. Óð- inn og Lionessuklúbb Keflavíkur. Lk Keflavíkur lagði nú til þessa verkefnis kr. 750.000. Þá var greitt framlag til alþjóðasjóðs Lions L.C.I.F til baráttu gegn blindu. Klúbburinn hefur að und- anförnu tekið að sér að annast tvö fósturbörn á Indlandi. Á þessu ári var ákveðið að bæta við tveimur fósturbörnum, sem eiga heima í Bras- ilíu. Þar með eru fósturbörn klúbbsins erlendis orðin fjögur. Þetta er áhugavert og gott verkefni, sem ekki er mjög kostnaðarsamt fyrir klúbbinn. Konukvöld hjá Lionskl. Keflavíkur: Kolbrún Guðmundsdóttir, Eygló Gísladóttir og Ráðhildur Guð- mundsdóttir Til þessa verkefnis fara aðeins kr. 48.000 á ári, sem veita mun þessum fjórum börnum sóma- samlegt uppeldi og möguleika til einhverrar skólagöngu. 39.starfsár 1994 - 1995 Líknarstarf klúbbsins var með nokkuð hefð- bundnum hætti, en klúbburinn hefur alla tíð lagt höfuðáherslu á stuðning við Sjúkrahús Suð- urnesja. Lagðar voru fram kr. 465.000 til kaupa á kviðsjártæki og var það lokagreiðsla. Þetta er samstarfsverkefni nokkra félaga á svæðinu. Þetta þarfatæki var formlega afhent Sjúkra- húsinu 2. janúar á þessu ári. Heildarkostnaður vegna þessara tækjakaupa var um kr. 3.265.000. Af þessari upphæð greiddi okkar klúbbur ríflega þriðjunginn. Þá lagði klúbburinn einnig fram fjárstuðning við Súðavíkur söfnunina kr. 25.000, kr. 25.000 til íþróttafélagsins Ness, kr. 10.000 til Krísuvíkursamtakanna, og til M.S. félags ís- lands kr. 10.000. Þá greiðir klúbburinn framlag með 2 börnum í Brasilíu og á Indlandi. Þá var og samþykkt að veita kr. 10.000 til jólagjafa fyrir þessi fósturbörn klúbbsins. 40. starfsár 1995 - 1996 Á þessu ári eru liðin 40 ár frá stofnun Lionsklúbbs Kellavíkur. í tilefni þessara merku tímamóta í sögu klúbbsins flutti Tómas Tóm- asson, einn af stofnendum hans, erindi um tilurð og stofnun klúbbsins. Tómas minntist frumherja Lionshreyfingarinnar á íslandi og nefndi þrjá menn, þá Magnús Kjaran, Guðbrand Magnússon og Einvarð Hallvarðsson, sem komnir voru af léttasta skeiði er þeir gerðust kyndilberar þess- arar nýju félagshreyíingar. Þeir stóðu hins vegar föstum fótum í hinni miklu félagsmálabylgju frá aldamótakynslóðinni, Ungmennafélagshreyf- ingunni er létu sér ekkert óviðkomandi sem mátti verða þjóð okkar og landi til uppbyggingar Ragnar Guðleifsson var gerður að fyrsta heiðursfélaga Lk. Keflavíkur 1985. Á myndinni eru auk hans Magnús Guðmundsson og Arnbjörn Olafsson 20 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.