Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 40

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 40
En nú kemur morgunmaturinn, allir borða vel og hæla grautnum á hvert reipi, nema skipstjór- inn sem finnur allt að öllu eins og venjulega. Ekki lagast málin þegar hann kemur fram í eld- hús og sér að kokkurinn er farinn að sjóða kart- öflur kl. 08:00 að morgni. Þá er honum öllum lokið, en kokkurinn vfsar honum á dyr og segir honum að fara upp í brú að leita að fiski, það sé hans hlutverk, kokkurinn ráði í eldhúsinu. Síð- an kallar kokkurinn á eftir honum: „Það ætti nú varla að vera vandi að finna eitthvað af þessum 200 þúsund tonnum sem Grétar Mar var að vfsa fiskifræðingum á í síðustu viku.” Afram er siglt og nú fer kokkurinn að undirbúa kjötsúpuna sem er fastur liður í Lionsróðrum. En nú hefur hann fengið smá hugmynd. Hann veit nefnilega að skipstjóranum er svolítið illa við lauk. Því ekki að hleypa honum aðeins upp. Hann ákveður að fara fram í messa og velja einn úr hópnum sem ekki veit um matvendni skipstjórans. Fyrir valinu verður Magnús ör- yggisvörður á flugvellinum, fróður maður og með afbrigðum samviskusamur. Hann biður nú Magnús að gera sér þann greiða að fara upp í brú \ og spyrja skipstjórann hvort hann viti hvar lauk- urinn er geymdur. Magnús, alltaf jafn greiðvik- inn, fer strax upp í brú, en kokkurinn læðist rétt á eftir til að heyra undirtektir skipstjórans. Þegar Magnús, í sínu hæglæti, kemurtil hans og segir: „Heyrðu skipstjóri góður, getur þú sagt kokknum 40 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.