Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 5
stríða. Og ekki einasta það heldur áttu öll þau
málefni sem til heilla gátu horft fyrir byggð-
arlagið að vera mál Lionsklúbbsins. Ekki skyldi
spurt um þakklæti, Lionsfélagi átti að vera óspar
á hrós til annarra en sjálfsánægja vegna veittrar
þjónustu tilheyrði ekki uppskriftinni.”
Ræturnar í aldamótakynslóðinni
Fremur lítil nýliðun er í Lionshreyfingunni og
meðalaldur félaganna hækkar ár frá ári. Tóm-
as segir að þegar hann staldrar við þetta með
aldurinn megi minna á, að frumherjamir, þeir
sem gerðust kyndilbera þessarar nýju félags-
málahreyfingar hér á landi hafi einmitt allir verið
nokkuð við aldur þá. Hann nefnir t.d. þá Magnús
Kjaran, Guðbrand Magnússon og Einvarð Hall-
varðsson.
„En þeir stóðu hins vegar föstum fótum í þeirri
mögnuðu félagsmálahreyfingu, ungmanna-
félagshreyfingunni, sem setti mark sitt á þjóðlífið
allt frá því fyrir 100 árum síðan,” segir Tómas.
“Rætur þeirra voru í aldamótakynslóðinni, sem
svo hefur verið nefnd. Hugsjón hennar var sú,
að láta sér ekkert vera óviðkomandi sem verða
mætti þjóð okkar og landi til uppbyggingar og
farsældar. Hagsmunir lands og þjóðar voru settir
ofar öllu. Andblær vaxandi þjóðfrelsis og fram-
fara á fyrri helmingi síðustu aldar, og heiðríkja í
menningu og listum þjóðarinnar, var uppistaðan
í upptendruðum hugsjónum þessarra frumherja
sem eg nefndi.
Þegar þeir gerðust kyndilberar nýs alþjóðlegs
félagsskapar, þá lögðu þeir enn áherslu á það,
að Lions hér á landi yrði sköpuð sérstaða á
þjóðlegum grunni. Allt frá fyrstu árum mínum í
þessum góða félagsskap, eru mér einmitt minn-
isstæðar ræður þessarra manna, þar sem þeim
tókst aðdáanlega vel að tengja saman hinn al-
íslenska hugsjónaeld, sem þeim brann í brjósti
frá æskudögum sínum, og laga hann að hinum
nýja alþjóðlega félagsskap. Ég hefi við svipuð
tækifæri og nú minnst sérstaklega tveggja ræða
þessara frumherja.
Þegar ég kynntist síðar nánar markmiðum
Lionsklúbba og siðareglum, þá var þar auðvit-
að nánast allt eins og frumherjarnir höfðu kennt
okkur. En sá eldmóður í framsetningu og hug-
sjónabál, sem knúði frumherjana áfram, þá
flestir orðnir fulltíða menn í nýjum félagsskap,
kveiktu þann neista með mér, að ég lít enn svo
á að Lions sé sá albesti félagsskapur sem menn
taki virkan þátt í, og því virkari sem þeir eru í
starfi, því meiri óbeina umbun hljóti þeir sjálfir
af starfinu.”
Hlekkur í alþjóðlegri keðju
„A merkisafmæli klúbbsins okkar þá finnst
mér enn, eins og ég hefi ætíð fundið að þessi
tyrstu áhrif, sem ég hefi lauslega rakið, hafi
ávallt fylgt starfi Lionsklúbbsins okkar. Við
erum að vísu hlekkur í alþjóðlegri félagakeðju,
og lútum auðvitað ákveðnum lögum og reglum,
sem sníða öllum Lionsklúbbum, hvar í löndum
sem er mjög svipaðan stakk. En við höfum reynt
að gera þann stakk eins þjóðlegan, eins Suður-
Gróðursetning á Hólmsbergi
nesjalegan, og okkur hefur verið unnt. Við höf-
um haft í minni orð frumherjanna, að þessi nýi
félagsskapur okkar yrði aldrei annað og meira
en það, sern við sjálfir gerðurn úr honum. Klúbb-
urinn okkar var sjöundi klúbbur hér á landi, og
sá þriðji utan Reykjavíkur, og fyrsti klúbburinn
hér á Suðurnesjum. Það var því vissulega nýja-
brum og ferskleiki á starfinu, eldmóðurinn ódof-
inn. Sama ár, 1956, var fyrsta umdæmisþingið
haldið, og fyrsta hefti Lionsfrétta kom út, að vísu
íjölritað. Kjölfesta Lionshreyfingarinnar var að
skapast. Lionsklúbburinn okkar hefur þannig,
svo að segja frá öndverðu, verið virkur þátttak-
andi í uppbyggingarstarfi Lions hér á landi, og
vissulega lagt sitt af mörkum til þess að efla og
styrkja Lionshreyfinguna.”
Ljósaperur, kútmagakvöld
og Rauða fjöðrín
„Enda þótt við séum hlekkur í alþjóðlegri
hreyfingu, höfum við ávallt lagt ríka áherslu á
sjónarmið heimabyggðar, svæðisins okkar,"
segir Tómas. „Við viljum verða að liði á þeim
vettvangi. Til íbúa svæðisins okkar höfum við
leitað eftir fjárstuðningi, lengst af með sölu
ljósapera, sem gaf okkur einatt góðar tekjur, og
í 35 ár hafa kútmagakvöld verið drjúg tekjulind.
A nokkra ára fresti höfum við gengist fyrir inn-
anlandssöfnunni Rauða fjöðrin. Afrakstrinum af
henni er varið til ákveðinna afmarkaðra verkefna
á heilsufarssviði sem við höfum verið að glíma
við. Umdæmið hefur séð um söfnunina sem
stendur yfir í einn dag og allt landið tekur þátt í
þessu átaki. Eitt meginverkefni hreyfingarinnar
um allan heirn hefur verið sjónvernd. Er þá eink-
um hugað að tækjakaupum fyrir sjónlækningar
en það er mjög í anda þeirrar hugsjónar sem frá
upphafi hefur fylgt hreyfingunni um allan heim.
Framlög klúbbsins til líknarog mannúðarmála
hafa líka að langmestu leyti runnið til íbúa svæð-
isins Auk þess að styrkja tjölmarga einstaklinga
og félagasamtök, þá höfum við sérstaklega beitt
kröftum okkar til styrktar sjúkrahúsinu hér í bæ.
Fjárhæðir ætla ég ekki að tíunda, en þær skipta
milljónum króna.”
Árnaðaróskir
„Ég vil að endingu færa klúbbnum og klúbb-
félögum mínar bestu þakkir fyrir samfylgd-
ina í hálfa öld, og bestu árnaðaróskir á 50 ára
starfsafmæli hans. Ég óska klúbbnum þess, að
sú gifta, sem frumherjar hreyfingarinnar lögðu
honum til í vöggugjöf, og sá hugsjónaeldur,
sem þeir tendruðu, og sem hefur fylgt klúbbn-
um til þessa, í einhuga starfi og traustum félags-
brag, megi endast honum enn um langa framtíð.
Megi störf klúbbsins verða meðborgurum okkar,
byggðarlaginu, þjóðinni, og okkur sjálfum til
farsældar og blessunar,” segir Tómas Tómasson
að lokum.
FAXI 5