Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 39
Á Njarðvíkurbryggju eru mættir 15 félagar. Þareru mörg kunnugleg andlit
úr bæjarfélaginu. Olafur Björnsson lætur sig ekki vanta þó að hann hafi færst úr
brúnni niður á dekk, enda maður sem kann til verka hvar sem er. Jón H. lætur
sig heldur ekki vanta. Það er eins víst eins og að rauðmaginn kemur á vorin,
Jón mætir alltaf. Fleiri kunnugleg andlit eru hér, en það má líka sjá gesti sem
ætla að leggja okkur lið. Hér er háttsettur maður úr Landsbankanum ( það á
kannski að fá lán ef ekkert fiskast'?), hér er maður sem starfar við sjónvarpið
á vellinum og hér er varnarliðsmaður. Kannski að þorskurinn sé farinn að tala
ensku'?
Nú það er ekki til setunnar boðið, klukkan er orðin sjö og skipstjórinn öskrar
“sleppa!” Það er með naumindum að kokkurinn sleppur um borð, því að auk
þess að vera með heilan skrokk af lambakjöti þá er hann með ýmislegt annað
góðgæti sem hann reynir að láta bera lítið á. Hann er nefnilega farinn að þekkja
matvendni sumra í hópnum og því eins gott að þeir viti sem minnst um hvað
ofan í þá fer. Já það er mikið lagt á kokkinn um borð í bát.
Eins og góðra kokka er siður er hann strax byrjaður að elda hafragraut og
undirbúa dýrindis morgunmat Á meðan sitja félagarnir í messanum, ræða þjóð-
málin og ýmislegt fleira, jafnvel rammpólitískt, því hér má ræða pólitík en það
er ekki leyfilegt á fundum. Fljótlega kemur skipstjórinn (alltaf svangur, ætli
hann fái ekkert aö boröa heima?) Ég heyri að hann spyr strax um framsókn-
armanninn úr Sparisjóðnum, og svo bölvar hann í sand og ösku að hann skuli
ekki vera með. Hann er sennilega sjóveikur segir annar framsóknarmaður í
hópnum. Hann hefði nú bara gott af að gu..svolítið segir skipstjórinn.
FAXI 39