Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 36

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 36
Vatnaveröld í Reykjanesbæ Nýtt og glæsilegt íþróttamann- virki, 50 metra innisundlaug hjá Sundmiðstöðinni við Sunnubraut, var opnað 12. maí síðastliðinn. Hjá nýju innisund- Iauginni er Vatnaveröld, stór vatnagarður fyrir yngstu kynslóðina, sem sagður er einn hinn glæsilegasti á landinu og hinn eini sem er að öllu leyti innanhúss. Nýja innisundlaugin uppfyllir öllu skilyrði sem gerð eru til keppnislauga fyrir alþjóðleg sundmót. Hún er jafnframt önnur af tveimur 50 metra innisundlaugum á Islandi. Með sérstakri lyftubrú má skipta henni í tvær 25 m kennslulaugar og þannig skapast aðstæður til sundkennslu fyrir tvo grunnskóla. Forsvarsmenn nýju sundlaugarinnar og Vatna- veraldar segja að hvorutveggja sé þáttur í upp- byggingu íþróttamannvirkja sem meðal annars tengjast Iþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Mannvirkin eru mikilvægur áfangi í átt að því takmarki að gera Reykjanesbæ að höfuðstað íþróttakennslu og íþróttaþjálfunar á íslandi. Hugmyndavinna um sundlaugarbygginguna hófst í maí 2003 og unnið var náið með sundfólki ásamt menningar-, íþrótta og tóm- stundaráði, Stefáni Bjarkasyni, Jóni Jóhanns- syni, sundþjálfurum og öðrum framámönnum í sunddeildinni. Ákveðið var að skipta laug- inni með færanlegri brú, sem gerir kleift að hafa 25m löggilta keppnislaug auk minni æf- ingalaugar. Auk þess var ákveðið að ráðast í lagfæringar á búningsaðstöðu í kjallara ásamt metnaðarfullri útfærslu á vatnagarði sem væri Ifklegur til vinsælda fyrir fjölskyldur og ferðamenn. Mannvirkið kostar tæpar 680 milljónir króna. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. á mannvirkið en leigir það til Reykjanes- bæjar. 36 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.