Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 11
assyni, Bjarna Albertssyni, Lk. Keflavíkur og
Olafi Sigurðssyni, Lk. Akraness, afhent heiðurs-
merki fyrir stofnun klúbbanna.
A fundi 12. desember var samþykkt að stofna
Góðgerðarsjóð og var borði komið fyrir á af-
viknum stað og dúkur breiddur þar yiir. Hver
félagi fór síðan að borðinu og sett smá peninga-
upphæð undir dúkinn. Afrakstur þessarar fyrstu
söfnunar í Góðgerðarsjóðinn var kr. 3.500 og
var ákveðið að verja allri þeirri upphæð til fjöl-
skyldu hér í bæ, en heimilisfaðirinn hafði orðið
fyrir alvarlegu slysi.
2. starfsár: 1957 - 1958
A árinu eru gerðar ýmsar mjög skemmtileg-
ar samþykktir s.s. að menn skyldu greiða fyrir
mat sinn þó svo þeir mættu ekki á fundi. Þá var
og gerð sú samþykkt að framvegis yrði það föst
regla að fundum yrði slitið að loknu borðhaldi
þá er dagskrá væri tæmd.
Fundarmenn áttu þá að færa sig yfir að smá-
borðum þar sem kaffi beið þeirra er þess óskuðu
og þar gátu menn haldið áfram umræðum um
áhugamál sín svo lengi sem þeir höfðu áhuga á.
Var þetta óspart notað og urðu umræður þá oft
mjög tjörugar.
Þá áttu sér stað miklar og skemmtilegar um-
ræður varðandi fegrun bæjarins. Beindust augu
manna einkum að trjárækt.
I lok þessa starfsárs varð veruleg fjölgun
Lionsmanna á Suðurnesjum, er Lk Keflavík-
ur stóð fyrir stofnun Lk í Njarðvíkum 17. maí
1958. Áhugasamir félagar um útbreiðslu Lions-
hreyfingarinnar höfðu unnið að því í samráði
við nokkra Njarðvíkinga að ná saman hópi val-
inkunnra manna þar í bæ og var stofnskrárhátið
klúbbsins haldin í maí.
3. starfsár 1958 - 1959
Fundarstaður er enn sem áður í Sjálfstæð-
ishúsinu við Hafnargötu. Starfsemi klúbbsins er
að falla í nokkuð fast form og ýmsar skemmti-
legar venjur eru að skapast. Þótt félagar væru
vel meðvitaðir um tilgang Lionshreyfingarinnar,
sem er þjónustu hlutverkið, er megin áherslan
lögð á hið innra starf klúbbsins þ.e. þjappa hóp-
num saman og skapa skemmtilegan félagsanda.
Þetta hefur tekist einkar vel á þessum fyrstu árum
klúbbsins, menn hafa rætt þau mál sem tekin
hafa verið fyrir hverju sinni af miklu kappi en
þó ávallt í mestu vinsemd. Allar umræður hafa
verið kryddaðar gamansemi en jafnframt hæfi-
legum skammti af alvöru. Þannig hefur srnám
saman myndast sterkur og skemmtilegur hópur
sem lofar góðu um framtíð klúbbsins.
I upphafi þessa starfsárs er nefndum verulega
fjölgað. Var tilgangurinn fyrir fjölgun nefnda
fyrst og fremst sá að gera alla félagana sem virk-
asta í starfi.
4. starfsár 1959 - 1960
Því miður hafa Keflvíkingar ekki getað státað
af góðum matsölustöðum eða kaffihúsum líkt
og höfuðborgarbúar. Aðkomufólk hefur gjarnan
kvartað yfir að hér sé erfitt að fá kaffi keypt svo
Perunwn pakkað afmiklum móð. F.v.: Þórunn Þorbergsdóttir; Þorbergur Friðriksson, Sveinn Jóns-
son, Bragi Halldórsson og Böðvar Pálsson
ekki sé talað um góða máltíð. Sem betur fer hef-
ur hér nú orðið ánægjuleg breyting á með opn-
un nýs matsölu- og veitingastaðar sem nefnist
Matstofan Vík og er í eigu bræðranna Magnúsar
og Sturlaugs Bjömssonar, en Magnús er læröur
veitingamaður. Nýbyggt stórt tveggja hæða hús
þeirra stendur á horni Hafnargötu og Faxabraut-
ar. Á fyrstu hæð hússins er kaffi og matsala en á
efri hæðinni erglæsilegur veitingasalurog þang-
að hefur klúbburinn flutt starfsemi sína á þessu
starfsári.
5. starfsár 1960 - 1961
Fundir voru haldnir á Matstofunni Vík og varð
mæting að meðaltali rétt rúm 70%.
Þetta var rnikið merkisár í sögu Keflavíkur
þar sem einn af stofnendum klúbbsins, Tómas
Tómasson, hafði verið kosinn umdæmisstjóri
Lionshreyfingarinnar á Islandi og gegndi því
þetta starfsár.
Verkefni á árinu voru eftirfarandi:
Jólagjafir voru gefnar vistfólki á elliheimili
Keflavíkurbæjar að verðmæti kr. 4000.
Elliheimilinu var gefið útvarpstæki að verð-
mæti kr. 2500.
Happadrættismiðar voru seldir fyrir Styrkt-
arfélag vangefinna fyrir kr. 10.000.
Stofnaður var sjóður með þrjú þúsund króna
framlagi. Skal honum varið til kaupa á áhöldum
fyrir Sjúkrahús Keflavíkur.
Klúbbfélagar hafa veitt aðstoð á föndurnáms-
skeiðum Æskulýðsráðs Keflavíkur.
6. starfsár: 1961 - 1962
Á fyrsta fundi þessa árs kemur fram tillaga frá
Jóni Kr. Jóhannssyni varðandi fjáröflun fyrir
klúbbinn, en hún er að selja bæjarbúum ljósaper-
ur. Slík perusala til ágóða fyrir Lionshreyfinguna
er mjög vel þekkt í Bandan'kjunum, er reyndar
aðal tjáröflunarleið klúbbanna þar. Var þessi
FAXI 11
Björgunarsveitin Stakkurfœr gjöffrá Lk. Keflavíkur. F.v.: Herbert Arnason, Ellert Skúlason, Garðar
Sigurðsson, Einar Stefánsson og Guðbjörn Guðmundsson