Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 47

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 47
rast í smá gleragnir sem nefnist aska. Margir hafa orðið fyrir því að snöggkæla heita glerhluti og þekkja þetta því af eigin skinni. Ef vatnsþrýst- ingurinn er nægur nær efnið ekki að splundrast en vegna mikillar kælingar myndar það hnykla eða kodda sem oft eru innan við metri á hvern kant. Nefnist bergið þá bólstraberg. Ef gos stend- ur það lengi að bólstrabergið og gosaskan ná að hlaða upp gíg sem vatn kemst ekki í rennur hraun sem myndar hettu ofan á eldvarpinu. Nefnist það þá stapi. Með tíð og tíma ummyndast og harðnar hin dökka aska og verður að brúnu mógleri sem h'mist saman og myndar móbergið. Vikur, gjall og hraunmolar smáir og stórir sem blandast ösk- unni gefur svo móberginu mismunandi ásýnd. Þegar jökullinn hvarf af landinu stóðu eftir hlíð- arbrött fjöll, mismunandi að hæð og gerð. Útlit og gerð þeirra fer eftir því hvenær gosinu lauk og hvort gosið hefur aðallega á einum stað eða á gossprungu. Sem dæmi um móbergshryggi má nefna Sveiflu og Núpshlíðarhálsa svo og fellin frá Valahnúk að Sýifelli. Vegna athafna manna er unnt að skoða bólstrabergið í Stapafelli í mjög laglegu sniði, meira að segja, án þess að þurfa að yfirgefa hægindi mótorfáksins. í Súlunum, sem samfastar eru Stapafelli, má einnig greina gang- ana sem á sínum tíma veittu eldleðjunni upp í gíginn. Keilirer dæmi um stakstætt móbergsfjall °g Fagradalsfjall er myndarlegasti stapinn á ut- anverðum skaganum. Hraun Nútímahraun nefnast þau hraun sem upp hafa koniið eftir að jökla leysti hér á skaganum lík- lega fyrir 12-13 þúsund árum. Venja er að skipta hraununum í tvo fiokka eftir uppruna og útliti: Dyngjuhraun sem eru dæmigerð helluhraun Ur þunnum hraunlögum. slétt, reipótt og með ávölum hraunhólum sem oft eru með alldjúpum sprungum í kollinum. Bergið er gráleitt og með brúnleita veðrunarkápu, oft grófkornótt og áber- andi ólivín og/eða plagíóklas dílar eru algengir. Bergtegundin nefnist ólivínþóleiít og er einkenn- isberg hafsbotnsins. Hraunin dreifast gjaman yfir stór svæði því kvikan er heit og þunnfljót- andi þegar hún kemur upp. Á skaganum ut- anverðum eru þrjár stórar dyngjur. Sú ysta nefn- ist Sandfellshæð og þrátt fyrir að hraun hennar þeki uppundir 150 km2 og eru tæpir 6 km3 er gígur hennar aðeins 90 metrar yfir sjávarmáli. Þráinsskjöldur byggir síðan upp Vogaheiðina og er gígur hans rétt austan við FagradalsfjallVatns- fell. Að stærð og aldri eru þessar dyngjur álíka og virðast hafa verið virkar við lægri sjávarstöðu líklega skömmu eftir að ísa leysti af svæðinu. Ef þið hafið ekki tekið eftir þessu mikla eldfjalli, Þráinsskyldi, rennið þá augunum, frá Strönd- inni og upp í vikið á milli Keilis og Vatnsfells næst þegar þið eigið leið um Stapann í átt til höf- uðstaðarins. Þá blasir við eldstöð þar sem upp kom um 20 sinnum meira efni en í Heimaeyj- argosinu. Þriðju dyngjuna er að tínna uppundir Sveifluhálsi og er hún kennd við Hrútagjá en hraun hennar runnu til sjávar á milli Afstapa- hrauns og Straums. Dyngja þessi er mun minni en hinar tvær og einnig snöggtum yngri. Austar á skaganum eru fleiri dyngjur svo sem Selvogs- heiði, Heiðin há og Leitin, en hraunin frá þeim runnu til sjávar bæði í Reykjavík og Þorlákshöfn. Nokkrar minni dyngjur úr svo nefndu pikríti, er einnig að finna á Reykjanesi og má þar til nefna Háleyjarbungu út á Reykjanestá en hana prýðir formfagur gígketill. Pikrítið er bergtegund sem er talin vera komin svo til beint frá möttli. Það er grófkornótt og allt löðrandi í ólivíndílum sem stundum eru svolítið brúnleitir vegna ummynd- unar i'stað þess að veraólivíngrænir. Pikrít hraun- in eru lalin vera elstu nútímahraunin á skaganum og hafa því runnið strax eftir ísaldarlok. Sprunguhraun sem runnið hafa frá gossprung- um og gígaröðum eru úr mun seigari kviku en dyngjuhraunin og mynda því þykk hraun með mikinn gjallkarga. Þau eru því úfin og ill yf- irferðar og hraunjaðar þeirra hár og brattur. Nefnast slik hraun apalhraun. Frá einstaka eld- varpi geta þó báðar hraungerðirnar runnið í einu og sama gosinu. Apalhraunin renna gjarnan frá gosrásinni eftirhraunám sem nefnast hrauntraðir að gosi loknu en helluhraunin eftir rásum undir storknuðu yfirborðinu. Þau síðarnefndu eru því mun auðugri af hellum. Sprunguhraunin eru flest yngri en dyngjuhraunin og nokkur þeirra hafa runnið eftir að land var numið. Bergtegundin er þóleiít, algengasta bergtegund landsins, nema hér á nesinu þar sem um 18 % af yfirborðsberg- inu telst til þess en 78 % er ólivínþóleiít og 4 % pikrít. Þóleiítið er mun dekkra en dyngjubasaltið og dul- eða fínkornótt og mun minna af dflum er í því en hinum tveim. Eldvörpin eru mjög fjöl- breytt að gerð og lögun, en mun meira af laus- um gosefnum koma upp í þeim en dyngjunum og heildar magn gosefna einstakra gosa er oftast langt innan við 1 knr^ Erfitt er að gera sér grein fyrir fjölda þeirra eldvarpa sem gosið hafa á nú- tíma en Jón Jónsson jarðfræðingur hefur kortlagt hraun frá meira en 150 uppkomustöðum en þeir hljóta að vera fleiri því einhverjir hafa lent und- ir yngri hraunum. Gosin verða í hrinum innan hverrar gosreinar. Glöggt dæmi um það er gos sem hófst út á Reykjanestá, líklega 1226, sem síðan breiddist norðaustur eftir skaganum allt til Arnarseturs sem er rétt austan Grindavíkurvegar. Sömu sögu má segja þegar Ögmundarhraun rann líklega 1151 (sjá mynd 3). Á kortinu má einnig sjá þau 14 hraun sem upp hafa komið á söguleg- um tíma. Athygli skal vakin á austasta hrauninu númer 14, en það telur Jón Jónsson vera Krist- intökuhraun sem rann þegar við kristni var tekið af lýð árið 999. Hvenær gýs næst? Þó langt sé liðið. á tímakvarða manna, síð- an síðast gaus á Reykjanesskaganum er hann langt frá því að vera dauður úr öllum eldæðum. Mun skemmra er síðan stór gos hafa orðið út á Reykjaneshrygg. 1783 hlóðst þar upp eyja sem fékk það frumlega nafn Nýey en hafið vann fljótt og vel á henni. Líkur hafa verið að því leiddar að gosið hafi út á hryggnum á síðustu öld og það oftaren einu sinni. Þó eldgos séu mikil sjónarspil og valdi ekki alltaf miklu tjóni og geti jafnvel verið til bóta fyrir svæðið sem þau koma upp á t.d. með því að leggja til byggingarefni. veita skjól eða draga til sín ferðamenn æskir þeirra enginn. Mannskepnan er ósköp smá og lítils megnug þegar eldgyðjan blæs í glæður sínar en eitt er víst að jarðeldur á eftir að koma upp hér á skaganum. Eina óvissan er hvar og hvenær. Ægir Sigurðsson FAXI 47

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.