Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 43
tíma. Halldór Pétursson frá Hólmfastskoti í Innri-
Njarðvík var á Venusi, hann var búinn að vinna
sig upp úr hjálpar-kokkaríinu, þetta átti að verða
fyrsti túrinn hans á dekkinu, en hann lenti aftur í
kokkaríinu, það voru mikil vonbrigði fyrir hann.
Dóri notaði nú tækifærið og spurðist fyrir um
strák líklegan í starfið. Hann frétti fljótt af áhuga
mínum á togurum. Hann kom því heim í Stein-
kubæ að leita að mér. Hann spurði mömmu hvort
hér væri strákur, sem vildi komast á togara. Ég
var ekki vaknaður, við höfðum verið frameftir
kvöldi að ganga frá Bryngeiri, en ég var fljótur
að spretta upp þegar ég heyrði erindi Dóra. Ég
þakkaði gott boð og snaraði mér í fötin, Dóri beið
á meðan. Svo fórum við og tókum árabát trausta-
taki til þess að fara út í Bryngeir að sækja dótið
mitt. Næst héldurn við inn í Bás, þar var pabbi að
beita við Guðfinn. Þegar ég sagði fréttimar sagði
pabbi að ég gæti ekki hlaupið svona af Bryngeir,
ég yrði að tala við Sigurþór, hann var líka þarna
í beitningunni og heyrði hvað fram fór. Sigurþór
sagði að ef strákurinn vildi þetta, þá mætti hann
reyna það, hann hefði gott af því.
Þá var bara að fara heim að kveðja mömmu.
Hún guðaði sig, blessuð, meðan hún tíndi saman
spjíu-irnar á mig, kvaddi mig svo með fyrirbæn-
um.
Nú var kornið að því að fara um borð í Venus
og hitta skipstjórann. Togaraskipstjóri gekk næst
almættinu í mínum huga. Venus lá utan á Finn-
Iandinu við hafskipabryggjuna. Dóri fór með
mig upp í brú, þar var Vilhjálmur Amason skip-
stjóri, svipmikill var hann eins og ég hafði hugs-
að mér að togaraskipstjóri ætti að vera, en slíkan
hafði ég ekki séð fyrr. Það fór hálf urn ntig þegar
hann hvessti á mig augum.Dóri tilkynnti að hér
væri hann kominn með hjálparkokk. Vilhjálmur
mældi mig með augunt um stund og sagði svo að
það mætti reyna mig það sem væri eftir af túrn-
um. Mér létti mikið, ég var þá kominn á togara,
að vísu aðeins sem hjálparkokkur, það var þó góð
byrjun. Nú var bara að standa sig og vinna sig
upp og komast á dekkið.
Næst var að hitta kokkinn Húbert. Hann tók mér
vel og fór með mig niður í káetu og benti mér á
koju aftast bakborðsmegin, þar átti ég að sofa.
Fín þótti mér káettan, gljáfægður kopar um allt.
Húbert fór svo með mig upp í eldhús og sagði
mér frá því helsta, sem ég átti að gera. Á meðan
var sleppt og haldið úr höfn. Það var eins gott
að við Dóri höfðum ekki verið að slóra neitt, því
ekki hefði verið beðið eftir okkur.
Það var haldið út á Eldeyjarbanka. Um kvöld-
ið fór að bræla og um nóttina var orðið það sem
þeir kölluðu þræsing. Þegar búið var að ganga frá
öllu í kokkaríinu um kvöldið fór ég í koju. Þótt
ég hefði hefði margt til að hugsa um sofnaði ég
fljótt. Það stóð ekki á því að reyndi á undirbún-
inginn, sem ég hafði fengið hjá Sörra Val. Ég
hafði ekki sofið lengi þegar ég vaknaði við mikið
vein og formælingar. Niður í káetuna var stýri-
maðurinn kominn með mann, sem hafði slasast.
Eg heltist fram úr en komst fljótt að því maðurinn
hafði bara misst framan af fingri. Þá komu mér í
hug lýsingar Sörra Val. Þetta hlaut að vera ein-
hver sveitamaður að láta svona út af smámunum,
framan af einum fingri gat ekki verið til að fást
um á togara! Ég skreið upp í aftur, snéri mér að
súðinni og steinsofnaði.
Ég komst á dekkið í næsta túr. Um haustið var
byrjað að fiska í ís og sigla, þá var nokkuð fækk-
að í áhöfn. Ég hélt þó plássinu og var á Venusi
til haustsins 1945 og líkaði vel allt og alla. Vorið
1945 lauk ég námi í Stýrimannaskólanum. Um
haustið bauðst mér staða 2. stýrimanns á Bv.
Júní. Þar réði veran á Venusi miklu um, betri
undirbúningur gat vart hugsast. Ég varð fyrstur
skólabræðra minna í stöðu á togara.
Svo fór að mér rénaði togarasóttin. Þegar ný-
sköpunartogaramir komu fengu Keflvíkingar
einn þeirra. Búið var að fá Sæmund Auðunsson
til þess að verða skipstjóri á honum og ég átti að
verða 1. stýrimaður. Þegar dregið var um röðina
á afhendingu skipanna lentu Keflvíkingar á næst
síðasta skipi, en Akureyringar á öðru skipinu.
Þeir buðu Sæmundi skipið og hann stóðst ekki
að fá skip nteira en ári fyrr. Sæmundur bauð mér
að konta með til Akureyrar en ég þáði það ekki
og hélt mig við Keflavíkina. Þegar til kom tók-
gamall skipstjóri Kefivíking. Þegar til kom vildi
hann ekki taka ungling sem 1. stýrimann, svo ég
lét mig hafa það að verða annar stýrimaður.
Velgengni nýsköpunartogaranna stóð stutt.
Strax upp úr 1950 var farið að sækja á fjarlæg
mið og tekjurnar lækkuði mikið. Við það varð
erfitt að manna skipin og þar kom að farið var
að “Sjanghæja” menn. Mér hætti að líka þetta og
hætti togaramennskunni um 1950 og snéri mér
að öðru.
Ég tel mig hafa skólast vel árin sem ég var á tog-
urum, en ég held að ég hafi hætt á réttum tíma.
Ég verð að segja ykkur að þrír af ferming-
arbræðrum mínum urðu múrarar!
Cfy
* yijfítwf'Áffr aeana (í/ya/a/e&Sa a//nw/(ó//<«k;
Reykjanesbær
Sparisjóðurinn í Keflavík
HITAVEITA
SUÐURNESJA hf.
GLITNIR
Saltver,
FAXI 43