Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 32
Vortónleikar Karlakórs
Keflavíkur stórgóð skemmtan
riðjudaginn 9. maí sl. fór
undirritaður á tónleika
Karlakórs Keflavíkur sem
haldnir voru í Kirkjulundi, safn-
aðarheimili Keflavíkurkirkju.
Eg hafði ekki heyrt í kórum um
nokkurn tíma og því var það með
nokkurri tilhlökkun að ég var
þarna kominn. Ekki dró það úr
eftirvæntingunni að samkvæmt
söngskránni átti Davíð Olafsson að
syngja með kórnum. Ekki var það
eini gullmolinn þetta kvöldið því
gott lið undirleikara var og mætt
til leiks en meira um það síðar.
Er skemmst frá því að segja að ég
skemmti mér konunglega og fannst
kórinn standa sig glæsilega.
Söngskrá kórsins tók mið af því
að einir tónleikar skyldu haldnir
í Vestmannaeyjum. Kórinn flutti
nokkur lög eftir Oddgeir Krist-
jánsson úr Eyjum auk þess voru
m.a. óperukórar og sjómannalög á
söngskránni. Fannst mér hún vera
vel uppbyggð þar sem bæði var
boðið upp á kröftuga óperukóra og
létt lög.
Guðlaugur Viktorsson er núver-
andi stjórnandi KK en hann hefur
starfað með fjölmörgum kórum,
s.s. Karlakór Reykjavíkur og Lög-
reglukór Reykjavíkur sem hann
stjórnar enn í dag. Það var mjög
léttur blær yfir stjórn hans og brá
hann öðru hvoru á leik og vakti það
óskipta kátínu meðal viðstaddra.
Samsöngur Davíðs Olafssonar og
kórsins í Þrymskviðu fannst mér
vera hápunktur í þessum ágætu tón-
leikum. Undirleikarar með kórnum
voru þeir Sigurður Marteinsson
píanóleikari, Þórólfur Ingi Þórsson
rafmagnsbassaleikari og German
Hlopin harmonikuleikari og stóðu
þeir sig allir með ágætum. Aðsókn
að vortónleikum kórsins var mjög
góð, svo góð reyndar að boðaðir
voru aukatónleikar nokkrum dög-
um síðar. Það er mjög ánægjulegt
að sjá að kórinn lætur engan bilbug
á sér finna því hann er löngu orðinn
ómissandi hluti af hinu fjölbreytta
lista- og menningarlífi sem fram fer
hér á svæðinu.
Helgi Hólm
ORKUREIKNINGANA
Skrifstofa félagsins er að Hafnargötu 80.
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9-16, föstudaga kl. 9-15.
Eindagi orkureikninga
er 15. hvers mánaðar.
Látið orkureikninginn
hafa forgang
32 FAXI