Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 17

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 17
manni þessi gögn, sem fylla fjórar bækur. Það verður svo verk spjaldskrárritara að halda þessu verki áfram. Stærsta verkefni Lionshreyfingarinnar á þessu ári var sala Rauðu fjaðrarinnar, en verið var að safna fé til kaupa á Línuhraðal. Söfnunin tókst mjög vel enda var formaður landsnefndarinnar félagi okkar, Jóhann Einvarðsson. Klúbburinn seldi allar þær fjaðrir, sem honum voru sendar, og fjórar síðustu fjaðrirnar bauð siðameistari upp á fundi og seldi fyrir gott verð. Alls seldi klúbburinn Rauðar fjaðrir fyrir kr. 270.000. Þá tók klúbburinn einnig þátt í landssöfnun á notuðum gleraugum, sem senda á til Sri Lanka. Gekk sú söfnun vel en henni stjórnaði Héðinn Skarphéðinsson. 30. starfsár 1985 - 1986 í tilefni 30 ára afmælis klúbbsins var ákveð- ið að færa Sjúkrahúsi Keflavíkurhéraðs veglega gjöf, en hún var fullkomið blóðrannsóknartæki ásamt prentara. Þessi tæki kostuðu 530.000 krónur, en þá höfðu öll gjöld fengist felld niður s.s. tollar og aðfiutningsgjöld. Önnur verkefni voru svipuð og áður, jólaglaðningur aldraðra á elliheimilum og sjúkrahúsi. Eitt þúsund krónur sænskar veittar til verkefn- isins indverskt vatn. Greiddar voru kr. 40.000 í sameiginlegan hjálparsjóð Lions. Þá var aðstoð veitt sjúklingi er fór til Englands í hjartaaðgerð. Til gróðursetningar var varið kr. 20.000. Fíkniefnavandamálið var ofarlega á baugi þetta árið. Haldin var ráðstefna um vamir gegn fíkniefnum á vegurn Lionshreyfingarinnar og sótti félagi úr fíkniefnanefnd þá ráðstefnu. Þá gekkst klúbburinn, ásamt félögum úr Lk. Óðni, fyrir almennum fundi í Félagsbíó um varnir gegn fíkniefnum. Var fundurinn vel skipulagður og til sóma fyrir Lionshreyfinguna. f samvinnu við hestamannafélagið Mána, bauð klúbburinn þroskaheftum börnum í Keflavík á hestbak. Eftir skemmtilegan reiðtúr var börn- unum boðnar veitingar. Varð dagurinn hinn eft- irminnilegasti öllum sem þarna veittu aðstoð og var það samdóma álit allra, að þetta bæri að end- urtaka að ári. í tilefni 30 ára afmælis klúbbsins var sett á laggirnar ritnefnd er hefði það verkefni að gefa út myndarlegt afmælisrit. Þetta afmælisrit, sem var 20 blaðsíður að stærð og myndskreytt og prentað í allstóru upplagi, kom síðan út skömrnu eftir afmælishófið og var því dreift ókeypis í öll hús í Keflavík og sent til Lionsklúbba í land- inu. Verulegur hagnaður varð af þessari útgáfu og var honurn að hluta varið til að greiða niður afmælishátíðina, en mestur hluti hagnaðarins fór til líknarmála. 31. starfsár 1986 - 1987 Perusalan tókst nteð ágætum og má einkum þakka það Halldóri Pálssyni, formanni fjáröfl- unarnefndar, en framkvæmd sölunnar hvíldi einkum á hans herðum. Þrátt fyrir slælega mæt- ingu varð salan nærri miljón krónur og hreinn ágóði varð krónur 464,418. / káetunni. Frá vinstri: Ólafur Björnsson, Jón H. Jónsson, Baldur Guðjónsson og Guðlaugur B. Arnaldsson Allt gott úr sjónum á kútmagakvöldi Unt vorið komu félagar saman til gróðursetn- ingar trjáplantna í nýjum reit sunnan við skrif- stofu Bæjarfógeta, en þetta er opið svæði við Hringbraut. Var vel mætt og vel unnið við að koma niður þeim plöntum sem fyrir lágu. Kristinn Guðmundsson, siðameistari, hafði sig mjög í frammi á þessu ári og sektaði menn grimmt ef þeir gáfu færi á slíku, en Kristinn er nýútskrifaður frá skóla siðameistara með þá hæstu einkunn, sem þar hefur verið veitt. 29. starfsár 1988 - 1985 A þeim árum sem klúbburinn hefur starfað hefur oft borið á góma að halda gögnum klúbbs- ins vel til haga og forða þeim frá glötun. Lengst af hafa öll gögn klúbbsins verið á fiækingi, þau hafa verið geymd í möppum og pappakössum, sem gengið hafa manna á milli við hver stjórn- arskipti. Það var ekki fyrr en á 26. starfsári sem klúbburinn eignaðist fastan samastað þegar herbergi var tekið á leigu í Vélsmiðju Sverre Steingrímsen. Þá strax var hafist handa við að smala saman öllum gögnum og vinna úr þeim. Því miður kom þá í ljós að nokkrar fundargerð- ir höfðu glatast. Hefur ritari þessa árs, Friðrik Sigfússon, unnið mikið og gott starf við að safna saman og flokka öll tiltæk gögn og koma þeim snyrtilega fyrir í möppum þar sent þau eru rnjög aðgengileg. Á árinu var Ingvar Guðmundsson kosinn spjaldskránitari klúbbsins og hóf hann þeg- ar að vinna að spjaldskrá fyrir klúbbinn. Þessi skrá er nú þegar full frá gengin. Þar er að finna nöfn allra félaga frá stofnun klúbbsins ásamt rnynd og nokkrum upplýsingum um starfsferil hvers og eins félaga. Þá hefur spjaldskrárritari einnig skráð nokkurskonar annál klúbbsins frá stofnun, en þar er um að ræða útdrátt úr fund- argerðum klúbbsins frá stofnfundi. Ingvari var þakkað mikið og gott starf er hann afhenti for- FAXI 17

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.