Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 33

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 33
Skúli Magnússon: Hvítbláinn hans Eyjólfs Bjarnasonar Eftir andlát Eyjólfs Bjarnasonar, kaup- manns í Keflavík, keypti Keflavíkurbær hús hans nr. 7 við Klapparstíg þar í bæ. Eftir að bærinn eignaðist húsið komu í ljús gamlir munir á háalofti hússins sem starfsmenn bæjarins fleygðu á haugana. Af tilviljun frétti ég af þessu og gat komið boðum um þetta til Helga S. Jónssonar til að kanna hvort eitthvað fleira leyndist þarna á loftinu sem flytja mætti á Bygðasafnið. Svo reyndist vera - sitthvað kom í ljós og var það flutt í gleymslu Byggðasafnsins. A meðal þeirra hluta sem þarna fundust var fyrsti krossfáni sem Islendingar notuðu á ár- unum skömmu fyrir 1900 og fram til 1915 að núverandi þjóðfáni var tekinn upp. Fyrsti kross- fáninn var blár með hvítum krossi en fékkst aldr- ei viðurkenndur af Danakóngi, svo fáninn varð aldrei þjóðfáni en var notaður af ýmsum um land allt, einkum eftir 1907 að ungmannafélögin hófu baráttu fyrir sérstökum þjóðfána. En á fyrstu árum 20. aldar voru það einkum róttækir menn í sjálfstæðismálinu við Dani sem héldu þessum fána á lofti og vildu gera hann að þjóðfána. Þessir menn mynduðu þá tvo flokka: Sjálfstæð- isflokk þann eldra og Landvamarflokk. Heima- Konungseyra á Hólmsbergi Eftir að Kristinn Helgason, fisksali, hætti með verslun sína við Hafnargötu í Keflavík nálægt 1975 fór hann að vinna hjá Kefla- víkurbæ. Einhverju sinni hitti ég Kristin á förnurn vegi á þeim árum og tókum við tal saman. Sagði hann mér frá örnefninu Kon- ungseyra á Hólmsbergi. Ekki skýrði hann frekar tilurð þess og uppruna en gat þess að það væri fyrir “utan Nípu” eins og hann komst að orði. Örnefnið hefur því verið á svæðinu við sjó frá Níþunni að Helguvík. Örnefnið er ekki í skrá þeirri, er Ragnar Guðleifsson birti í Faxa 1967 ylir örnefni á Hólmsbergi og hafði eftir Guðjóni Guð- mundssyni í Keflavík. SM stjórnarflokkur Hannesar Hafsteins fór sér hæg- ar og vildi nota danska fánann uns annað yrði ákveðið. En var Eyjólfur Bjamason gamall landvarnar- og sjálfstæðismaður? Ekki verður annað ráðið af þessum gamla fána sem fannst í húsi hans 1970. Eftir að Eyjólfur hóf eigin verslun 1908 bjó hann og rak verslun sína í húsi neðarlega við Klapparstíg þar sem Júlíus, faðir Einars söngv- ara, bjó síðar. Hús Eyjólfs sneri gafli að götu og á honum var flaggstöng að gömlum sið. Þar llaggaði Eyjólfur hvítbláinum, e.t.v. einn manna í Keflavík. Síðast man ég eftir þessum hvítbláa fána í höndum Helga S. Jónssonar 1970 og hafði Helgi þá orð á því að koma honum til hreinsunar hjá Skafta í efnalauginni. En hvað af fánanum varð síðan er óljóst, allavega var hann ekki í Byggða- safninu 1993-2002, þegar ég var þar við gæslu. Hann hefur því líklega týnst eða þá ekki þolað hreinsunina hjá Skafta! Vafasamt er hvort fán- inn átti þangað erindi þó gráleitur væri hann: Hann var þó allvel farinn, en koparhringurinn þó farinn úr honum á neðri stangarreitnum þar sem línan var bundin í. Hugsanlega hefur hann slitnað frá í roki. Annars er skaði af hvarfi fánans því óljóst er hve víða hann er til í dag. Engin merki voru á honum sem sýndu hvar hann var saumaður en annars var þessi fáni Eyjólfs í góðu ástandi. FAXI 33

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.