Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 9

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 9
Jóhannes Kinarsson F. ó.júlí 1929 Foreldrar: Karólína Guðmunds- dóttir og Einar Sigurjón Jóhannesson Stúdent frá M.R. 1949, ME-próf í vélaverkfræði frá Stevens Institute of Technology, Nevv Jersey 1954 Verkfræð- ingur hjá Almenna byggingítrfélaginu hf. 1954. Hann starfaði sem deildarverk- fræðingur hjá íslenskum aðalverktökum sf á Keflavíkurflugvelli 1955 -’56 og verksmiðjustjóri hjá Coldwater Seafocxl Corp. í Nariticoke, Maryland 1956 -’62. Hann var verkfræðingur hjá Loftleiðum hf frá 1962, framkvæmdarstjóri tækni- dcildar l%3 -’68 skipulagsdeildar 1968 -74 og flugrekstrardeildar Flugleiða 1974 -’78. Þá starfaði hann sem fram- kvæmdastjóriskipulagsdeildarCargolux Airlines International s.a. í Luxembourg ffá 1978. Jóhannes kvæntist Ingibjörgu Ólafsdóttur og eiga þau tvær dætur og tvo syni. Marteinn Jón Arnason F. 12. desember 1922, d. 14. janúar 2002 Foreldrar: Guðrún Þorsteinsdóttir og Arni Vigfús Jónsson Marteinn ólst upp hjá önimu sinni og afa í Keflavík frá íimm ára aldri, þeim Margréti Jónsdóttur, húsfreyju, og Þorsteini Þorsteinssyni kaupmanni á Hafnargötu 18. Hann lauk hefðbundnu skólaskyldunámi og útskrifaðist fra Verslunarskóla íslands árið 1942. Hann starfaði við verslunar- og skrifstofustörf í Keflavík á árunum 1942 - 1965. Einn- ig sinnti hann bókhalds- og framtalsað- stoð samhliða daglegum stöifum. Árið 1965 keypti hann Bókabúð Keflavíkur og rak til ársins 1989. Hann kvænt- ist Elínu Ólafsdóttur og eignuðust þau fjögur böm, Ólaf. Önnu Kristínu, Þor- stein og Bryndísi. F. 6. scptember 1914, d. 18. febrúar 1988 Foreldrar: Björg Arinbjarnardóttir og Þorsteinn Þorvarðarson Ólafur var borinn og bamfæddur Kefl víkingur, fæddur og alinn upp í elsta íbúðarhúsi Keflavíkur lAtrvarðaihúsi sem byggt var um 1880 af Þorvarði Helgasyni beyki hjá Duusverslun, foð- urafa Ölafs. Ólafur stundaði nám við Verslunarskóla íslands og lauk þaðan prófi 1934. Árið 1938 var Olíusamlag Keflavíkur stofnað og varð Ólafur fyrsti starfsmaður jress og síðan forstjóri í 42 ár. Hann sat í bæjarstjóm Keflavíkur 1950 -1954. Hann var í stjóm Ung- mennafélags Keflavíkur 1936 -1942 og einn helsti baráttumaður þess fyrir bygg- ingu sundhallarinnar í Keflavík. Hann átti drjúgan þátt í stofnun Byggðasafns Keflavíkur. Ólafur kvæntist Hallberu Pálsdóttur og eignuðust þau þrjú böm, Björgu, Sigrúnu og Þorstein. Tómas Tómasson F. 7. júlí 1924 Foreldrar: Jórunn Tómasdóttir og Tómas Snorrason Tómas lauk cand. juris prófi frá Há- skóla Islands 1950. Hann stundaði lög- fræðistörf á Akureyri og var ritstjóri íslendings á Akureyri 1950- ‘51. Hann var fulltrúi bæjarfógeta í Keflavík og rak lögfræði- og fasteignasölu í Kefla- vík. Tómas varð sparisjóðsstjóri Kefla- vík 1. maí 1974 uns hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var fyrsti formað- ur Lk. Keflavíkur og umdæmisstjóri Lionshreylingarinnar á íslandi 1960 -‘61. Hann átti lengi sæti í bæjarstjóm Keflavíkurog gegndi fjölmöigum trún- aðarstörfum fyrir bæjarfélagið. Hann var kosinn af Alþingi 1979 í stjómar- skrárnefnd. Tómas var tilnefndur fyrsti Melvin Jones félagi Lk. Keflavíkur. Hann kvæntist Halldísi Bergjrórsdóttur og eiga þau fimm böm, Ásgerði, Jór- unni, Höllu, Bergþóru og Tómas. Fjórir afsextán stofnfélögum Lionsklúbbs Keflavíkur eru ennþá virkir í starfi klúbbsins. Frá vinstri: Hilmar Pétursson, Ingvar Guðmundsson, Tómas Tóma sson og Hörður Guðmundsson. FAXI 9

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.