Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 13
af flutningi erinda, sem boðið var upp á, en alls
18 einstaklingar komu fram á fundum okkar og
fluttu áhugaverð erindi um hin ýmsu mál. Auk
þeirra heimsóttu okkur 17 aðrir gestir.
Allmiklar umræður urðu á árinu um það fjár-
magn, sem klúbburinn hefur til ráðstöfunar til
líknarmála. Upphaf þeirra umræðna var bréf
sem kom frá Örykjabandalagi Islands, þar sem
farið var fram á styrk til byggingar heimilis fyrir
öryrkja í Reykjavík. Voru félagar hliðhollir slíkri
styrkveitingu, en töldu samt rétt að því fé, sem
klúbburinn aflaði hér heima yrði að mestu leyti
varið til líknarmála innanhéraðs. Samþykkt var
að veita Öryrkjabandalaginu styrk að upphæð kr.
25.000 sem yrði greiddur á næstu fimm árum.
12. starfsár 1967 - 1968
A þessu starfsári kom fram skemmtileg og
nýstárleg tillaga frá formanni en hún var að sá
áburði og grasfræi í uppblásna og gróðursnauða
melana norðvestan við Keflavík. Jarðvegseyðing
hefur verið gríðaleg mikil norðan við bæinn á síð-
ustu árum, uppblásin moldarbörð bera þess glögg
merki. Þegar þurrt er veður og vindur blæs hressi-
lega af norðri gengur moldryk yfir bæinn. Þessi
tillaga fékk því góðar undirtektir og var ákveðið
að hefjast strax handa í lok þessa starfsárs.
Unglingaskipti komu mikið við sögu á starfs-
árinu. Síðastliðið suinar fór keflvískur ungling-
ur til Englands á vegum klúbbsins. Sá var Vil-
hjálmur Ketilsson og kom hann á fund til okkar
síðar og sagði frá ferð sinni og dvöl í Englandi.
Frétt kom frá umdæmisskrifstofu um að á kom-
andi sumri væru væntanlegir 10 - 12 unglingar
erlendis frá og var óskað eftir að klúbburinn tæki
að sér einn ungling og kostaði dvöl hans hér. Var
það samþykkt.
Tveggja ára gömlu barni á sjúkrahúsinu var
sent þríhjól að gjöf. Hafði barnið slasast illa í
bruna. Einnig var veitt aðstoð við útför hér í bæ,
en heimilisfaðirinn hafði dáið frá fimm ungum
börnum.
13. starfsár 1968 - 1969
Perusalan tókst með miklum ágætum og hef-
ur hreinn hagnaður í krónum talið aldrei verið
meiri en hann var kr. 60.572 en verðlag fer nú
óðum hækkandi. Hæstu sölumenn eru sem áður
Hilmar Pétursson og Ragnar Guðleifsson með
174 pakka og næstir urðu Garðar Pétursson og
Sveinn Jónsson með 128 pakka.
Öryrkjabandalaginu var sendur styrkur kr.
5000. Sendar voru jólagjafir og kveðjur til sjúkra
og aldraðra að venju. Erindi kom frá Biskupi ís-
lands varðandi söfnun til bágstaddra í Biafra.
Samþykkt að gefa kr. 5000 í söfnunina. Frarn
komu tilmæli um styrk til bflstjóra hér í bæ, sem
á við mikla vanheilsu að stríða, en hann er að
reyna að kaupa bifreið. Samþykkt að styrkja
hann með kr. 5000.
Björgunarsveitin Stakkur hefur unnið mikið og
gott starf á liðnum árum. Er sveitin að byggja
upp tækjakost sinn eftir því sem efni hafa leyft.
Var samþykkt að gefa sveitinni talstöð í björg-
unarbíl sveitarinnar.
Stjórnarskipti í Lk. Keflavíkur. F.v. Sigurður E.
Þorkelsson, Jón Óiafur Jónsson og Jóhann Pét-
ursson
Gróðursetning. Jóhann Pétursson, Hjálmar
Stefánsson og Axel Jónsson
Séra Þorvaldur Karl Helgason í rœðustó!
Á árinu endurreistu félagar Nónvörðuna í sam-
starfi við félaga úr Rótaryklúbbi Keflavíkur, en
byggðin er nú komin fast að Nónvörðunni. Á
fyrstu árurn Nónvörðunnar stóð hún langt fyrir
ofan byggðina í Keflavík.
Áfram var unnið að sáningu grasfræs og áburð-
ar í ntelana norðan við bæinn
14. starfsár 1969 - 1970
Perusala gekk allvel og með hverju ári sem
líður hækka sölutölur að sjálfsögðu samkvæmt
ofansögðu. í ár var hreinn hagnaður kr. 66.000.
Söluhæstur í ár varð Kristinn Björnsson sem seldi
146 poka. Var hann verðlaunaður með forláta
Ballograph penna og ákaft hylltur af félögum,
sem lögðu til að á næsta ári fengi hann einkaleyfi
á perusölunni. Næstir Kristni voru þeir Guðfinn-
ur Sigurvinsson og Jón H. Jónsson.
Á þessu ári áttu bændur á Suðurlandi í miklum
erfiðleikum með kartöfluuppskeru sína vegna
manneklu. Lionsmenn buðu þá fram aðstoð sína.
Fóru allmargir félagar í það verkefni að taka upp
kartöflur fyrir aldraðan og sjúkan kartöflubónda,
sem átti mikið óupptekið af kartöflum. Varð
þetta hin skemmtilegasta ferð, en ekki var leitað
til klúbbsins með frekari aðstoð við bændur.
Á síðasta fundi starfsársins var Björgunar-
sveitinni Stakki gefin súrefnistæki og veitti for-
maður sveitarinnar, Garðar Sigurðsson, gjöfinni
móttöku og þakkaði fyrir hönd sveitarinnar.
15. starfsár 1970 - 1971
Happdrætti var hleypt af stokkunum á árinu til
fjáröflunar og seldust um 80% miðanna. Hreinn
ágóði af þessari fjáröflun varð um kr. 280.000
og var honum öllum varið til tækjakaupa fyrir
Sjúkrahús Keflavíkur.
Umræður urðu um unglingaskipti, en stjóm-
andi unglingaskipta er Sigurður E. Þorkelsson.
Var ákveðið að unglingur héðan færi utan á
komandi sumri og yrði auglýst eftir umsækjanda
í bæjarblöðunum.
Á árinu kom fram sú snjalla hugmynd frá Guð-
finni Sigurvinssyni, að klúbburinn efndi til Kút-
magakvölds, en slík kvöld eru tíðkuð hjá klúbb-
um í Reykjavík og hafa ávallt tekist vel og eru
jafnframt góð til fjáröflunar. Var þessari tillögu
vel tekið og var ákveðið að fyrsta Kútmaga-
kvöldið yrði haldið miðvikudaginn 24. febrúar,
sem er öskudagur. Mjög vel var vandað til þessa
kvölds. Árni Þorgrímsson útvegaði kútmagana
en Júlíana Guðmundsdóttir, móðir Guðfinns,
verkaði þá og tilreiddi af mikilli snilld. Hefur
hún gefið vilyrði sitt til að annast þetta verk fyrir
komandi kútmagakvöld.
16. starfsár 1971 - 1972
Þetta ár er tileinkað fjársöfnun fyrir blindra-
hjálp. Fór fram sala á Rauðu fjöðrinni, sem til-
einkuð er málefnum blindra og var salan hér
kr. 122.000. Fram kom tillaga um að bæta kr.
50.000 við þessa upphæð úr félagasjóði og var
hún samþykkt.
Samþykkt var að veita björgunarsveitinni Stakk
styrk að upphæð kr. 5.000 og mætti formaður
sveitarinnar, Garðar Sigurðsson, á fund og veitti
þessu framlagi viðtöku. Þakkaði hann gjöfina
og sagði hana ekki vera þá fyrstu frá klúbbnum.
Kvað hann þá Stakksmenn ineta rnikils þann
góða stuðning, sem Kefiavík hefði ávallt veitt
sveitinni.
Um vorið fóru félagar í landgræðsluferð út
með Garðavegi. Var þar sáð grasfræi og áburði.
FAXI 13