Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 7
Stofnfélagar Lionsklúbbs Keflavíkur
Alexander Magnússon
F. 2. febrúar 1923, d. 7.júní 1979
Foreldrar: Margrét Níelsdóttir og
Magnús Björnsson
Alexander lauk námi frá Versl-
unarskóla íslands 1943. Að námi loknu
snéri hann sér að útvegsmálum. Um
nokkurt skeið gerði hann út mótorbát-
inn Minnie og síðar Guðmund Kr. í
samvinnu við Guðmund Guðmunds-
son skipstjóra. Er Alexander hætti
útgerð og starfaði um tíma sem skrif-
stofumaður hjá Hraðfrystistöð Kefla-
víkur, iyrst hjá Sverri Júlíussyni og
síðan með Arent Claessen. Hann vann
um tíma sem skrifstofumaður hjá Sam-
einuðum verktökum á Keflavíkurflug-
velli og síðan hjá Keflavíkurverktökum
til dauðadags. Alexander og eiginkona
hans, Ólafía Haraldsdóttir, eignuðust
fimm börn, Eygló, Gunnar, Sæmund,
Harald og Ölmu.
Arnbjörn Ólafsson
F. 29.júlí 1922, d. 1. nóvember 2001
Foreldrar: Guðrún Einarsdóttir og
Ólafur Arnbjörnsson
Ambjöm var borinn og bamfædd-
ur Keflvíkingur. Hér ólst hann upp og
hér starfaði hann öll sín ár að heita iná,
að undanskildum námsárum sínum í
Verslunarskóla íslands og ársdvöl við
nám í Bandaríkjunum. Stundaði hann
þar nám við Rider College í Trenton,
New Jersey ásamt félaga sínum Bjama
Albertssyni. Eftir heimkomuna frá
Bandaríkjunum vann Arnbjöm um tíma
á skrifstofu Keflavíkurhrepps en varð
siðan skrifstofumaður og síðar skrif-
stofustjóri hjá rafveitu Keflavíkur og
þar var starfsvettvangur hans uns hann
lét af störfum þar sakir aldurs. Arnbjöm
og eiginkona hans, Ema Vigfúsdóttir,
eignuðust tvö böm, Bimu og Ólaf.
F. 1. apríl 1924, d. 7. sept. 1993
Foreldrar: Helga Þórðardóttir
og Arent Claessen
Arent lauk námi frá Verslunarskóla
Islands og varð síðan útgerðannaður
um árabil. Hann var framkvæmda-
stjóri Hraðfrystistöðvar Keflavíkur
og gerðisl síðan stótkaupmaður. Eig-
inkona hans var Sigurlaug Claessen,
fædd Gröndal, og áttu þau tvær dætur,
Hjördísi og Hildi. Ungu hjónin hófu
búskap sinn erlendis en fluttust á Vatns-
nesveg 11 í Keflavík 1947, og undu
þar hag sfnum vel. Síðar bjuggu þau í
Reykjavík, lengst af við Flókagötu og í
Rauðagerði. Hann var athafnamaður af
lífi og sál og viðskipti og framkvæmdir
áttu hug hans allan.
Ásmundur Friðriksson
F. 31. ágúst 1909, d. 17. nóv. 1963
Foreldrar: Elín Þorsteinsdóttir og
Friðrik Svipniundsson
Ásmundur lauk meira fiskimanna-
prófi ffá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1933. Hann var skipstjóri
á ms. Friðþjófi frá Vestmannaeyjum
1935 og á ms. Helga VE á stríðsárun-
um. Hann var með togarann Elliða og
Keflvíking frá 1946 - 1954 en starfaði
síðan sem framkvæmdastjóri í Kefiavík
hjá Einari Sigurðssyni. útgerðarmanni
f Reykjavík og síðar hjá Söltun h.f. í
Keflavík til dauðadags. Ásmundur var
tvíkvæntur. Fyixi kona hans var Elísa
Fálsdóttir og áttu þau tvö börn. Seinni
kona hans var Þórhalla Friðriksdóttir
og áttu þau tvö böm, Ásu og Áma.
FAXI 7