Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 42

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 42
iliiosmvndíflóinivlágg Á sjó vildi ég komast s Erindi sem Olafnr Bjömsson flutti á Lionsfundi 13. nóvember 2002 Lengst af voru keflvískir sjómenn nær eingöngu bátasjómenn. Þegar ég var strákur var það fjarlægður draumur að komast á togara. Eg var einn um þann draum af mínum félögum. Þessa bakteríu drakk ég í mig í kjallaranum hjá Sören Valentínussyni, en hann var giftur Vigdísi föðursystur minni. Lengst af var Sören nánast eini maðurinn hér um slóðir, sem bætti nct og splæsti víra, auk þess sem hann saumaði segl fyrir menn um allt land. Þessa iðju stundaði hann í kjallaranum hjá Sæmundi Sveinssyni að Vallargötu 25, en fjölskyldan bjó þar í risinu. Ég var langdvölum í kjallaranum hjá Sörra, þótti tjörulyktin góð og langt innan við fermingu lærði ég að bæta slétt net, stinga saman tóg og seinna að splæsa vír. Sören sagði margar mergjaðar sögur af sjónum, hann hafði verið á allskyns skipum, m.a. siglt víða um heim með Dönum, en lýsingar af togur- um hrifu mig mest. Mér fannst að vart yrði lengra komist í þessum heimi en að fá pláss á togara. Fragtskipin leist mér síður á, þar voru menn mest í að skúra og skrúbba. Ut yfir allt tók að þurfa svo að þéra yfirmennina. Vertíðina 1941 var ég í landi við mb. Geir upp á hálfan hlut eins og þá tíðkaðist. Ég varð 16 ára um vorið og strax eftir vertíð fór ég að vinna hjá Ingva múrara, sem þá var helsti múr- arinn í Keflavík. Meðal verkefna þá var að steypa upp “kanslarahöllina” en svo var Vatnsnesvegur 15 nefndur, þegar Helgi S Jónsson og Sigurður Guðmundsson voru að byggja húsið. Eitthvað var faðir minn búinn að ræða við Ingva um að taka mig sem lærling og hafði hann tekið þvf vel, en það var nú ekki það sem ég hafði hugsað mér að gera að ævistarfi. Guðfinnsbræður áttu sinn fyrsta Guðfinn, 18 tonna bát. Pabbi hafði verið í landi við Guðfinn og ég að hluta til alinn upp í skúmum þar. Pabbi fór norður á síld um sumarið á mb. Keflvík- ing. Reknetabátar fóru norður nokkru seinna en snurpubátarnir. Mb. Guðfinnur fór á reknet. Þegar til kom vantaði kokk og tókst mér að fá embættið. Ég þekkti alla áhöfnina vel, Steinþór Sighvatsson lofaði að skóla mig til og Sigurgeir, Geiri, einn af Guðfinnsbræðra bauðst til að vera mér innan handar við eldamennskuna. Stuttu eftir að við komum til Siglufjarðar kom Keflvíkingur inn og fór ég til aö hitta föður minn. Ekki get ég sagt að hann hafi fagnað mér, en múrverkið var aldrei nefnt eftir það. Um haustið fór ég kokkur á mb. Bryngeir, sem Sigurþór Guðfinnsson átti með Snorra Þorsteíns- syni. Við vorum á trolli í Bugtinni, það þótti mér góður forskóli. Mér líkaði vel við þá ágætu menn sem ég var með á Guðfinni og Bryngeir, en ekki rénaði mér togarasóttin, eins og þeir nefndu áhuga minn á að komast á togara, þegar þeir voru að stríða mér. Af einhverjum ástæðum stoppuðum við fyrir páska. I þá daga var æði þröngt í höfninni inn- an við Vatnsnesið, bátunum var því lagt úti við múrningu á Keflavíkinni, ef eitthvað var stopp- að. Að morgni skírdags kom Bv. Venus frá Hafn- arfirði inn til Keflavíkur. Togararnir hættu að sigla um hríð eftir mikla skipsskaða af völdum stríðsins. Mælirinn þótti fullur þegar stærsti tog- arinn, Reykjaborg, var skotin niður 10. mars 1941. Margir togarar fóru þá á “skrap” og lönd- uðu í fisktökuskip. Venus o.fl. fóru á salt. Óvænt höfðu þeir lent í miklu karfafiskiríi og komu inn til þess að landa karfanum í fisktökuskip. Bresk stjórnvöld leigðu skip til þess að taka fisk og flytja til Englands. Hér var í þetta sinn stór finnskur togari, sem sloppið hafði undan þjóð- verjum. Hann hét Finnland og annar samskonar, Grænland, hafði líka sloppið og var í fiskflutn- ingum á vegum bresku stjórnarinnar. Þegar Venus fór frá Hafnarfirði hafði hjálp- arkokkurinn ekki verið mættur, þá var ekki sið- ur að bíða eftir mönnum það var sleppt á settum 42 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.