Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 45
Þar hlaðast upp há tjöll svo sem Himalajafjöllin,
þar verða jarðskjálftar mun harðari og mann-
skæðari og gos eldfjallanna ofsafengnari.
En þar sem við erum á plötuskilum læt ég þetta
duga um mótin. Eftir úthöfunum endilöngum
liggja 2000-4000 m háir fjallgarðar sem alls
eru um 70.000 km að lengd. Víða hafa hrygg-
imir hliðrast þvert á lengdarás sinn um tugi eða
hundruð kílómetra um svo nefnd brotabelti.
Tvenn brotabelti eru á eða við landið. Annað
tengir saman gosbeltin á Reykjanesi og á Suð-
urlandi og þar eiga m.a. hinir illræmdu Suð-
urlandsskjálftar upptök sín. Hitt er fyrir Norð-
urlandi og tengir saman eystra gosbeltið í
Axarfirði og Kolbeinseyjarhrygginn. A því urðu
fyrir skömmu allsnarpar hræringar.
Hryggirnir, svo og hafsbotninn eru úr eðl-
•sþyngri efnum en meginlöndin og standa því
lægra en þau og eru því undir sjó. Undir hryggj-
unum kemur heitt möttulefnið upp og þeir standa
því mun hærra en botninn umhverfis sem er úr
kaldara efni. Ytír möttulstrókunum miðjum þar
sem landris er mest bæði vegna hitaáhrifanna
svo og mikillar efnisframleiðslu getur hafsbotn-
inn risið úr sæ. ísland er dæmi um slifct.
Be ykjaneshryggur
Reykjaneshryggur er hluti af Atlantshafs-
hryggnum sem liðast eftir hafinu endilöngu og
skilur m.a. að Norður Ameríku og Evrasiuflek-
ana. Reykjanesskaginn tekur síðan við af hryggj-
unum og markar þannig upphaf gosbeltisins sem
nær þvert yfir landið. Reykjanesskaginn er því
að klofna. Vestari hluti hans færist til norðvest-
urs að meðaltali um 1 cm/ári en eystri hluti hans
til suðausturs með sama hraða. Jarðeldurinn fyll-
tr síðan jafnóðum í rifuna á milli. Þessar hreyf-
ingar verða í rykkjunt og fylgja þeim eldgos líkt
og í Kröflueldum þar sem land gliðnaði um 78 m
á nokkrum árum.
Eldvirknin innan gosbeltanna er ekki samfelld
heldur raða eldvörpin sér á afmörkuð svæði,
gosreinar. I miðju hverrar reinar er eldvirknin
mest og þar myndast megineldstöðvar sem oft
rísa nokkur hundruð metra yfir umhverfi sitt. Þar
er að finna mun meiri breytileika í bergtegundum
og gosmyndunum en utan þeirra og háhitasvæði
tengist þeim flestum. Á Reykjanesskaganum
hafa megineldstöðvar ekki náð að myndast enn
nema í Hengilsreininni sem er elst. Reinarnar
eru mismunandi að lengd, 20-50 km, og breidd-
in frá 5 og upp í 7 km og stefna þær NA SV.
Misgengin í hverri rein mynda grunna sigdali og
gígarnir fylgja flestir miðju hverrar reinar. Ein-
staka hrauntaumar hafa þó runnið langt út fyrir
sfna heima rein.
Fjölbreytileiki eldstöðva er mikill og á fáum
stöðum er hægt að skoða allar helstu gerðir ís-
lenskra eldstöðva á jafn litlu og aðgengilegu
svæði. Dyngjur litar sem stórar, gígaraðir stuttar
og langar úr kleprum og gjalli í ýmsum hlut-
föllum, gígahópar (svæðisgos), stampar og
eldborgir, sprengigígar og jafnvel myndanir sem
líkjast sigkötlum. I útjaðri svæðisins eru meg-
ineldstöðvar órofnar eins og Hengilssvæðið eða
- '
.
gÉWM
FAXI 45