Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 34
Bæjar og sveitastjórnarkosningar
27. maí 2006 - úrslit á Suðurnesjum
Kjörsókn var víðast ágæt
eða á bilinu 82 - 89%
nema í Reykjanesbæ þar
sem hún var um 78%. Urslit kosn-
inganna urðu með afgerandi hætti
í Vogum og í Garði þar sem aðeins
tveir listar voru í framboði og
myndaðist nýr meirihluti á báðum
stöðum. Urslit kosninganna urðu
sem hér segir:
Garður
Á kjörskrá voru 934 og gild at-
kvæði reyndust 802 sem nam
85,87% af þeim sem voru á kjör-
skrá. Auð og ógild atkvæði voru
13.
Atkvæði féllu þannig að N listi
fékk 425 atkvæði (53%) og fjóra
menn kjörna og F listi fékk 377 at-
kvæði (47%) og þrjá menn kjörna.
Þeir sem skipa næstu bæjarstjóm í
Garði eru eftirfarandi:
1. Oddný G. Harðardóttir N
2. Ingimundur Þ. Guðnason F
3. Laufey Erlendsdóttir N
4. Einar Jón Pálsson F
5. Brynja Kristjánsdóttir N
6. Ágústa Ásgeirsdóttir F
7, Arnar Sigurjónsson N
Grindavík
Á kjörskrá voru 1748 og gild
atkvæði reyndust 1457 sem nam
83,35% af þeim sem voru á kjör-
skrá. Auð og ógild atkvæði voru
19.
Atkvæði féllu þannig að B listi
Framsóknarflokks fékk 414 atkvæði
(28,4%) og tvo menn kjörna. D listi
Sjálfstæðisflokks fékk 370 atkvæði
(25,4%) og tvo menn kjörna. F
listi Frjálslindra fékk 173 atkvæði
(11,9%) og einn mann kjörinn.
S listi Samfylkingar fékk 500 at-
kvæði (34,3%) og tvo menn kjörna.
Þeir sem skipa næstu bæjarstjórn í
Grindavík eru eftirfarandi:
1. Jóna Kristín ÞorvaldsdóttirS
2. Hallgrímur Bogason B
3. Sigmar Eðvarðsson D
4. Garðar Páll Vignisson S
5. Petrína Baldursdóttir B
6. Guðmundur L. Pálsson D
7. Bjöm Harladsson F
Reykjanesbær
Á kjörskrá voru 8084, gild at-
kvæði reyndust 6229 sem nam 77%
af þeim sem voru á kjörskrá. Auð
og ógild atkvæði voru 174.
Atkvæði féllu þannig að A listi,
sameinaður listi Samfylkingar,
Framsóknarflokks og óháðra fékk
2125 atkvæði (34,1%) og fjóra
menn kjörna. D listi Sjálfstæð-
isflokks fékk 3606 atkvæði (57,9%)
og sjö menn kjörna. F listi Frjáls-
lindra fékk 130 atkvæði (2%) og
engan mann kjörinn. R listinn,
Reykjaneslistinn, fékk 37 atkvæði
(0,6%) og og engan mann kjör-
inn. V listi Vinstri grænna fékk 331
atkvæði (5,3%) og engan mann
kjörinn. Þeir sem skipa næstu bæj-
arstjórn í Reykjanesbæ eru eftirfar-
andi:
1. Árni Sigfússon D
2. Guðbrandur Einarsson A
3. Böðvar Jónsson D
4. Björk Guðjónsdóttir D
5. Eysteinn Jónsson A
6. Steinþór Jónsson D
7. Sigríður Jóna Jóhannesdóttir D
8. Sveindís Valdimarsdóttir A
9. Þorsteinn Erlingsson D
10. Ólafur Thordersen A
11. Garðar K Vilhjálmsson D
Sandgerði
Á kjörskrá vom 1030, gild atkvæði
reyndust 913 sem nam 88,64% af
þeim sem voru á kjörskrá. Auð og
ógild atkvæði voru 12.
Atkvæði féllu þannig að B listi
Framsóknarflokks fékk 118 atkvæði
(12,9%) og einn mann kjörinn. D
listi Sjálfstæðisflokks fékk 247 at-
kvæði (27%) og tvo menn kjörna.
K listi fékk 263 atkvæði (28,8%) og
tvo menn kjöma og S listi Samfylk-
ingar fékk 285 atkvæði (31,2%) og
tvo menn kjörna. Þeir sem skipa
næstu bæjarstjórn í Sandgerði em
eftirfarandi:
1. Ólafur Þór Ólafsson S
2. Óskar Gunnarsson K
3. Sigurður Valur Ásbjarnarson D
4. Guðrún Arthúrsdóttir S
5. Ingþór Karlsson K
6. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir D
7. Haraldur Hinriksson B
Vogar
Á kjörskrá voru 692 og gild at-
kvæði reyndust 565 sem nam
81,65% af þeim sem voru á kjör-
skrá. Auð og ógild atkvæði voru
12.
Atkvæði féllu þannig að E listi
fékk 326 atkvæði (57,7%) og fjóra
menn kjöma og H listinn fékk 239
atkvæði (42,3%) og þrjá menn
kjöma. Þeir sem skipa næstu bæj-
arstjórn í Vogum em eftirfarandi:
1. Birgir Örn Ólafsson E
2. Inga Sigrún Atladóttir H
3. Inga Rut Hlöðversdóttir E
4. Sigurður Kristinsson H
5. Hörður Harðarson E
6. Anný Helena Bjarnadóttir E
7. íris Bettý Alfreðsdóttir H
34 FAXI