Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 27

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 27
Meðal ræðumanna í hófi sem haldið var í Að- alveri eftir afhendinguna voru Oddur Olafsson, læknir og þingmaður, Páll Sigurðsson, ráðuneyt- isstjóri, og Jóhann Einvarðsson, þáverandi bæj- arstjóri og formaður stjórnar sjúkrahússins. Það sem gerði hlut Jóhanns sérstæðan í þessu máli var að hann var einnig Lionsfélagi og hafði því komið að þessu máli frá öllum hliðum. Jóhann er núverandi formaður Lk. Keflavíkur og er eini Lionsfélaginn sem hefur gegnt embætti for- manns klúbbsins tvisvar. Fjáröflunarstarf Lionsklúbbanna hefur orðið sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum víða um land ómetanlegur styrkur. Ekki síst á þetta við um starfsemi Lk. Keflavíkur, sem um áratuga skeið hefur verið einn helsti bakhjallur heilsu- gæslunnar í Keflavík. I tilefni hálfrar aldar af- mælis Lionsklúbbs Keflavíkur bað Faxi Jóhann að segja lesendum frá fjáröflunarstarfi klúbb- félaganna og starfseminni yfirleitt. Ljósaperusöfnunin „Eins og öllum bæjarbúum sem komnir eru af léttasta skeiði er kunnugt öfluðum við Lions- félagar lengi vel fjár með því að selja ljósaperur í öll húsin í bænum og reyndar víðar á Suðurnesj- um. Þetta var mikið starf fyrir okkur félagana en það gaf einnig mikið í aðra hönd. Það hefur komið að góðum notum fyrir bæjarbúa og Suð- urnesjamenn. Síðustu árin hefur þessi sala nán- ast lagst niður enda þýðir lítið lengur að bjóða fólki 25-75 watta perur af því tagi, sem notaðar voru áður fyrr. Notkunin er orðið svo sáralítil - nú nota menn halógen-ljós, flúrljós, sparnaðar- perur o.s.frv. Við hefðum þurft heilan vörubíl af slíkum perum og ekki er hægt að blanda í poka af slíku eins og gert var hér áður fyrr. Okkur var alltaf vel tekið þegar við komum í söluferðimar. Margir buðu okkur inn og sýndu okkur inn í skápa á heimilum sínum, þar sem þeir áttu 2-3 poka af perum frá árum áður. Samt Lúðvík Jónsson, meinatœknir, við störfsín D-álmu-samtökin „Eg er hræddur um að sjúkrahúsið hér og reynd- ar fleiri slflcar stofnanir væru illar staddar ef ekki hefði notið við líknarfélaga eins og Lionsklúbbs- ins og fieiri klúbba víða um land, sem sáu um að fjárntagna tækjakaup,” segir Jóhann. „Peningar sem sjúkrahúsin hafa til að kaupa tæki eru af afar skomum skammti og duga vart til viðhalds á þeim tækjakosti, sem fyrir hendi var. Þegar D-álma sjúkrahússins var opnuð fékk stofn- unin aflientar gjafir sent ég virti þá á talsvert á Lionsklúbbur Keflavíkur stóð næstum árlega að gjöfum til Sjúkrahúss Keflavíkur vildu þeir endilega láta eitthvað af hendi rakna til söfnunarinnar. Þetta hefur gefið okkur félögunum tækifæri til að kynnast bæjarbúum og kynna þeim starfsemi klúbbsins. Rauði þráðurinn í starfi okkar var að styðja og styrkja sjúkrahúsið og heilsugæsluna hér í Keflavík reglulega með ýmsum tækjabún- aði til lækninga. Einn orðaði þetta þannig, að segja mætti að sjúkrahúsið væri í áskrift hjá okk- ur. Læknar og sjúkrahússtjórar höfðu iðulega samband við okkur og sögðu að nú væri gott að fá þetta eða hitt tækið. Við reyndum alltaf að bregðast fljótt við. Kosturinn fyrir stofnunina var fyrst og fremst sá, að ef sjúkrahúsið keypti tæki fyrir 1 milljón varð það að greiða allt að 250 þúsund í virðisaukaskatt. Ef Lionsklúbburinn keypti sama tæki þurfi ekki að borga virðisauk- ann. Það var heimild í lögum og síðar í fjárlög- um til að fella niður aðflutningsgjöld af tækjum, sem líknarfélög gefa viðurkenndum stofnunun. Menn geta rétt ímyndað sér hvað þetta hefur þýtt fjárhagslega fyrir heilsugæsluna.” Stuðningur við einstaka aðila í fundargerðum Lk. Keflavíkur má lesa, að klúbburinn hefur einnig í gegnum tíðina stutt við bakið á fjölskyldum, sem hafa átt í erfiðleik- um vegna fráfalls, veikinda eða slysa. „Við höfum aldrei auglýst slíka aðstoð,” segir Jóhann. „Hafi Lionsklúbburinn styrkt þurfandi aðila um einhverja upphæð hefur ekki verið far- ið með slíkt í fjölmiðla. Við þekkjum vel til að- stæðna hér í bænum, ekki síst þegar klúbburinn var sem öflugastur, með milli 60-70 meðlimi. Fyrir kom að prestarnir höfðu samband við okk- ur og sögðu okkur frá einhverju, sem vert væri að hafa í huga en það fór aldrei neitt lengra. Klúbburinn hefur einnig stutt Þroskahjálp með tækjum eða fjármunum. Eitt skemmtilegasta verkefnið, sem ég man eftir var þegar Lions- klúbbamir á Suðumesjum tóku sig saman og aðstoðuðu Þroskahjálp við Aðalgötu til að ryðja burt gömlu girðingunni og setja upp nýja. Til þessa útveguðum við vinnu og tæki. Hér vorum við ekki aðeins að aðstoða Þroskahjálp heldur var þetta spennandi og skemmtilegt átak fyrir okkur klúbbfélagana. Mæting var ótrúlega góð og við grilluðum í hádeginu. Girðingin rauk upp og húsið var málað að hluta til. Hvað varðar tækjakost til sjúkrahússins minn- ist ég verkefnis, sem skipti stofnunina verulegu máli. Um mitt ár 1972 var loksins ráðinn meina- tæknir að sjúkrahúsinu. Það var Lúðvík heit- inn Jónsson frá Akranesi, nrikill skáti og fyrsti meinatæknir hér á svæðinu. Engin tæki voru til og við ákváðum að gefa stofninn að tækjakosti nýrrar rannsóknarstofu. Þetta voru stór og smá tæki og Lúðvík stjómaði því hvað var keypt. Síðan var yfirleitt gefið eitt tæki á ári. Eitt dýr- asta tækið, svonefnd kviðsjá sent notuð er við uppskurði, gáfum við í samvinnu við Lions- klúbbana á Suðurnesjum.” FAXI 27

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.