Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 8

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 8
Bunedikt Jónsson F. 17. september 1919 Foreldrar: Guðlinna Sesselja Benediktsdóttir og Jón Eyjólfsson Benedikt er fæddur í Keflavfk og hér hefur hann ætíð búið. Hann tók minna mótorvélstjórapróf í Reykjavík 1937. Hann starfaði sem vélstjóri á mótorbát- um og í hraðfrystihúsinu Keflavík h/f 1940 - 1956. Hann var forstjóri Hrað- frystihúss Keflavíkur h/f 1956 -1982 og rak síðar eigin fiskverkun. Hann var ritari Vélstjórafélags Keflavíkur 1943 -1947, formaður Vélstjórafélags Keflavíkur 1947 -1956 og kjörinn fyrsti heiðursfélagi þess félags 1957. Benedikt hefur gegnt fjölmörgum triin- aðarstörfum um dagana og var heiðr- aður fyrir störf í þágu verkalýðshreyf- ingarinnar. Benedikt kvæntist Margrét Agnes Welding Helgadóttir og eign- uðust þau þrjú böm, Svanhildi, Jón og Margréti. Hilmar Pétursson F. 11. september 1926 Foreldrar: Kristín Oanivalsdóttir og Pétur Lárusson Hilmar útskrifaðist frá Samvinnu- skólanum 1947. Hann starfaði sem bæjargjaldkeri í Keflavík 1953 -1956 og skattstjóri Keflavíkur 1956 -1962. Hann rak fasteignasölu og bókhalds- skrifstofu í Keflavík ásamt öðmm frá 1963 -1998. Hann starfaði sem end- urskoðandi Kaupfélags Suðumesja frá 1957 -1998, varabæjarfulltrúi í Kefla- vík 1962 -1966 og bæjarfulltrúi 1966 -1986. Hann var formaður bæjarráðs 1974 -1985 og hefur gegnt fjölmörg- um trúnaðar- og nefndarstörfum fyrir bæinn. Hann var einn af stofnend- um Félags ungra framsókntu'manna í Keflavík og formaður stjómar Fram- sóknarfélags Keflavíkur 1970 -1978. Hann er félagi í Málfundafélaginu Faxi. Er félagí í Oddfellowreglunni og hefir sinnt þar nefndar og stjómunar- störfum.Hilmar og kona hans Ásdís Jónsdóttir eiga tvo syni, Jón Bjarna og Pétur Kristinn. Böðvar Þ. Pálsson F. 27. maí 1920 Foreldrar: Vigdís Á. Jónsdóttir og Páll Jónsson Böðvar Þ. Pálsson ólst upp í Hafn- arfirði og tók gagnfræðapróf frá Flens- borgarskólanum 1936. Hann stundaði sjómennsku og sveitastörf en flutti lil Keflavíkur 1941. Árið eftir gekk hann í lögregluna í Keflavík, var þar í fimm ár en fór síðan til starfa hjá mági sínum, Olafi A. Þorsteinssyni í Olíusamlaginu. Undirbúningur að stofnun Lk. Kefla- vfkur fór einmitt fram í húsakynnum Olíusamlagsins 1956. Síðar starfaði Böðvar hjá Stóm Milljón. Hann var einn af stofnendum Karlakórs Kella- víkur. Böðvar var virkur í íþróttalífi bæjarins og var talinn meðal 10 bestu spretthlaupara landsins árið 1950. Hann kvæntist Onnu Magneu Bergmann og eignuðust þau þrjár dætur, Ástu Vig- dísi, Margréti og Önnu Þóru. Haukur Helgason F. 25. október 1922, d. 15. október 1990 Foreldrar: Hulda Matthíasdóttir og Helgi Guðmundsson Að loknu námi úr Verslunarskóla fs- lands starfaði Haukur hjá ýmsum fyr- irtækjum í Keflavík og gat sér ætíð gott orð, enda voru honum ætíð falin ábyrgðarstörf. Hann hóf störf hjá inn- heimtudeild borgarsjóðs Reykjavíkur á árinu 1971 ogstarfaði þar óslitið síðan, þar til hann sagði upp störfum sumarið 1990 sökum sjúkdóms, sem varð hon- um að aldurtila. Haukur reyndist í starfi hjá Reykjavíkurborg sem annarsstaðar mjög áreiðanlegur og lagði allt kapp á að störf hans mættu vera óaðfinnanleg. Konu sína Halldóru Þorsteinsdóttur Líndal missti Haukur árið 1989 eftir langa sjúkdómslegu. Þeim varð ekki bama auðið. Hreggviður Bergniann F. 13. febrúar 1911, d. 22. desember 1978 Foreldrar: Guðlaug Bergsteinsdóttir og Stefán Bcrgmann Hreggviður var Kefivíkingur að ætt og uppruna sonur hjónanna Guðlaugar Bergsteinsdóttur og Stefáns Bergmann, sem stundaði útgerð og bifreiðaakst- ur, auk þess sem hann stundaði Ijós- myndagerð. Snemma fór Hreggviður að sjá um sig sjálfur og gekk þá að allri algengri vinnu og þótti dugmikill að hverju sem hann gekk. Einkum fékkst hann þó framan af við bifreiðaakstur, eða þar til hann ásamt nokkrum öðrum hófst handa um útgerð ineð vaxandi umsvifuni. Síðar gerðist Hreggviður forstjóri þessa fyrirtækis, Keflavíkur h.f.. Hreggviðurkvæntist Karilas Karls- dóttur l934ogeignuðust þau þrjárdæt- ur, Guðlaugu, Maríu og Mörtu. Ingvar Guðmundsson F. 16. maí, 1928 Foreldrar: Sigurðína Ingibjörg Jóramsdóttir og Guðmundur J. Magnússon Ingvar lauk kennarapróf frá Kenn- araskóla íslands 1951. Hann var síðan kennari við Bamaskóla Keflavíkur frá 1951-62 en varð kennari við Gagn- fræðaskólann í Keflavik 1962 -’96, síð- ar Holtaskóla, og aðstoðarskólastjóri fra 1978 -96. Hann stundaði fram- haldsnám, fyrst í Englandi og sfðar við Háskólann í Minnesota. Hann kenndi íslensku á námsskeiðum á Keflavík- urflugvelli og á kvöldnámsskeiðum . fyrir Maryland háskóla. Hann var rit- stjóri Reykjaness 1951 og ritstjóri og útgefandi Keflavíkurtíðinda 1957 -’60 ásamt lleirum. Fyni kona hans var Marta Kolbrún Þorvaldsdóttir og áttu þau einn son, Hafstein Svanberg. Síð- ari kona hans er Hera A. Ólafsdóttir og eiga þau 3 böm, Pétur Aðalstein, Hebu og Ruth. lngvar var gerður að Melvin Jones félaga í Lk. Keflavíkur 1989. Bjarni Albertsson F. 28. mars 1922, d. 21. desember 1981 Foreldrar: Lísbet Gestsdóttir og Albert Bjarnason Bjami var borinn og bamfæddur Keflvíkingur. Hér ólst hann upp og hér starfaði hann öll sín ár að heita má, að undanskildum námsárum sínum í Versl- unarskóla íslands og ársdvöl við nám í Bandaríkjunum, og nokkra mánuði sem hann starfaði hjá Eimskipafélagi Islands. Ungur að árum réðist Bjarni til starfa hjá Keflavíkurbæ, og um árabil og allt til hinstu stundar var hann að- albókari bæjarins. Bjarni var mjög félagslyndur maður og tók ávallt virk- an þátt í starfi (teirra félaga sem hann var í. Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun Lionsklúbbs Keflavíkur. Eig- inkona hans var Ingibjörg Gísladótt- ir, og átttu þau einn kjörson, Þorstein Bjamason. Hörður Guðmundsson F. 21. júlí 1931 Forcldrar: Ingibjörg Árnadóttir og Guömundur Olason Hörður lauk nám i hárskurði og rak- araiðn hjá Guðmundi Guðgeirssyni í Keflavík 1953. Hann stundaði ýmis störf til sjávar og sveita fyrir iðnnám en rak sína eigin stofu frá 1954, oftast með 1-2 aðstoðarmönnum. Hítnn hef- ur útskrifað 4 nema. Hann var félagi í U.M.F.K. og í stjórn jress 1954 -’66. Hann var hvatamaðurað stofnun Í.B.K. og í stjórn þess 1956 -’66. Hann var einn af stofnendum Golfldeildar Suð- urnesja. Hann hefur verið virkur þátt- takandi í íþróttalífi bæjarins frá unga aldri. Kona Harðar er Rósa Helgadótt- ur. Þau eiga fjórar dætur, Helgu, Höllu, Þóru og Ingu Sigríði. 8 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.