Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 28

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 28
annað hundrað milljónir. Stærsti hlutinn var frá svonefndum D-álmu samtökum, sem lögðu grundvöll að tækjakosti D-álmunnar og sáu um að halda því máli öllu vakandi. I D-álmu-sam- tökunum voru um 30 félagasamtök, m.a. allir Lionsklúbbamir á Suðumesjum, Soroptimist- ar, kvenfélög og fleiri. Nokkur fyrirtæki komu einnig að þessum málum, þ.á.m. Hitaveita Suð- urnesja, verktakar á Keflavíkurflugvelli og ein- staklingar. Samtökin gáfu t.d. æfingarsundlaug- ina og það sem henni fylgdi ásamt tækjum til sjúkraþjálfunar og iðjuþjálfunar. Ég er sannfærður um að lítið hefði miðað hefði átt að fást heimild á fjárlögum til að kaupa þetta. Hugsanlega væri stofnunin orðin að elliheimili í heild sinni enda var það yfirlýstur vilji ráðuneyt- isins, að skera niður starfsemi litlu sjúkrahús- anna í grennd við Reykjavík og hefði sennilega tekist hefði aðstaðan ekki verið jafn góð og raun bar vitni. Þar áttum við vissulega okkar hlut að máli.” Fjáröflun á kútmagakvöldum Jóhann segir að það sé orðið erfiðara að afla fjár til þessara mála. „Við höfum notað kútmagakvöldin að miklu leyti og öll innkoma þar hefur farið í líknarsjóð- inn. Við höfum mjög strangar reglur um hvernig verja skal fé úr líknarsjóði, sem eingöngu er not- aður til líknarmála. Við erum með félagssjóð og úr honum höfum við t.d. greitt niður leikhúsferð- ir fyrir félagana. Öðru hvoru höfum við styrkt ungmenni til náms eða til lækninga og kemur sá styrkur sameiginlega úr liknarsjóði og félags- sjóði.” Félagsstarf Lk. Kefiavíkur byggist m.a. á fund- um, sem haldnir eru aðra hvora viku yfir vetr- armánuðina. Þar fara fram venjuleg fundarstörf en auk þess koma þangað fyrirlesarar úr ýmsum áttum, sem fræða klúbbfélaga um áhugamál sín, fræðastörf eða stofnanir samfélagsins. Þá hafa félagarnir farið í heimsóknir í ýmis fyrirtæki og má þar nefna Flugleiðir, Kögun á Keflavík- urflugvelli, Alþingi íslendinga og álverksmiðj- una í Straumsvík. Jóhann segir, að almennt séu menn mjög viljugir að koma og halda fyrirlestra á fundum klúbbsins. Einnig hafi verið reynt að virkja félagana sjálfa í fyrirlestrahaldinu. „Margir félagsmenn búa yfir mikilli og stað- góðri þekkingu á atvinnu- og þjóðmálum og má t.d. nefna að á síðasta fundi sagði einn félagi okkar, Hafsteinn Guðnason, okkur undan og ofan af fiskverkun í gegnum tíðina, allt frá kæs- ingu til söltunar, þurrkunar og yfir í nútíðina. Fyrr í vetur fengum við félaga til að fara með kafla úr Islendingasögum og Tómas Tómasson flutti mjög merkilegt erindi um landnámið og það sem gerðist hér á Suðurnesjum á landnáms- tíma.” Hluti af alþjóðahreyfíngu „Við erum einnig hluti af alþjóðahreyfingu, sem hefur sett sitt mark á hvernig við störfum. Lengi vel var sjónvernd megininntak hreyfing- arinnar og er reyndar enn, þar höfum við reynt 28 FAXI Sjúkrahús Keflavíkur að leggja fram okkar skerf. Nefna má að þegar við heiðrum einhvern og gerum hann að Melvin Jones félaga (Melvin Jones var frumkvöðull að stofnun Lions-hreyfingarinnar) kostar það 1000 dollara, sem rennur í alþjóðlegan hjálparsjóð Lions. Við höfum sett fé í þennan sjóð, sem hefur einnig komið íslandi til góða, m.a. í Vestmanna- eyjagosinu og í fleiri tilvikum. Öðru hvoru efnir hreyfingin hérlendis til landssöfnunar með sölu Rauðu fjaðrarinnar. Stundum í samvinnu við hin Norðurlöndin. Þannig gat hreyfingin m.a. styrkt kaup á línuhraðlinum svonefnda, sem er geisl- unartæki. Síðasta átakið var í þágu eldri borg- ara.” Jákvæðar móttökur í bænum Jóhann gekk í Lk. ísafjarðar 1967, þegar hann gegndi þar bæjarstjóraembætti. Hann fékk Lions aðild sína flutta þegar hann kom til Keflavíkur haustið 1970. Hann hafði þó haft kynni af hreyf- ingunni miklu lengur. „Faðir minn var einn af stofnendum Lions á Islandi þannig að ég hafði orðið var við þetta heima. Það komu margir frumherjanna í heim- sókn til hans. Rotary menn á ísafirði spurðu mig hversvegna ég hefði ekki komið til þeirra og ég sagði að ástæðurnar væru fyrst og fremst tvær. Annars- vegar taldi ég eðlilegt að fylgja pabba, hinsvegar er Rotary með fundi vikulega allt árið um kring, en við erum bara með fundi hálfsmánaðarlega yfir vetrarmánuðina. Meðan ég var bæjarstjóri hér, gekk vel að samhæfa starfið og Lions. Því bæjarráðsmennirnir voru allir Lionsmenn, Tóm- as, Hilmar, Ragnar Guðleifsson fyrstu árin, Karl Steinar og Ólafur Björnsson. Þegar bæjarráðs- fundur fór að dragast byrjuðum við að líta á klukkuna, það var að koma að Lionsfundi. Ég kynntist bæjarfélaginu miklu fyrr með félags- starfinu. í fyrstu perusölunni fékk ég úthlutað ákveðnu hverfi eins og aðrir og þá var bankað upp í hverju húsi. Sumir áttuðu sig á að þarna var nýi bæjarstjórinn mættur. Oftast fékk maður jákvæðar móttökur og stundum var bent á hvað betur mætti fara í bænum. En alltaf var þetta í góðu. Þegar ræsið mikla var gert upp Aðalgöt- una á sínum tíma var mikið um að vera, spreng- ingar og skemmdir á húsum og mér var úthlutað einmitt þessu hverfi. í tveimur húsum var mér boðið í kaffi og keyptar af mér perur og síðan var komið með lista yfir það sem skemmst hafði í sprengingum. Þetta var allt mjög jákvætt og gagnlegt fyrir mig sem embættismann.” Þörf á hugarfarsbreytingu En hvað með nýliðunina í Lionsklúbbnum? „Vandinn í dag gagnvart yngra fólki er að framboð er svo mikið af afþreyingu og öðru, sem ekki var í boði áður fyrr,” segir Jóhann. “í dag er það líka þannig að yngri hjón vilja gera hlutina saman. Nú hefur lögum hreyfingarinnar verið breytt þannig að konur geta gengið í eða stofnað Lions-klúbba. Víða eru konurnar komn- ar í Lionsklúbba en þó ekki hjá okkur. Hér stofn- uðu konurnar á sínum tíma Lionessuklúbb og hafa haldið því óbreyttu og eru miklu duglegri en við. Ég held samt að áhuginn sé fyrir hendi en hugarfarsbreytingar sé samt þörf. Sem dæmi um áhugann má nefna, að Lionskl. Njarðvík- ur, sem er mjög öflugur klúbbur, bætti við sig sjö manns í fyrrahaust. Fjórir hafa bæst við hjá okkur í Lk. Keflavíkur á síðustu tveimur árum. Við erum ánægðir með það en viljum auðvitað gera betur.”

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.