Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 16

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 16
Lionsfélagar á fiskveiöum ífjáröflunarskyni drengjum til dvalar í Iþróttaskóla Sigurðar Guðmundssonar í Borgarfirði. Að venju var jóla- glaðningur sendur til vistmanna á elliheimilinu og keypt var sjónvarp í félagsaðstöðu aldraðra hér í bæ. I apríl var 25 ára afmælis klúbbsins fagnað með hófi í Stapa. Við það tækifæri tilkynnti Ólafía Haraldsdóttir, ekkja Alexanders Magnússonar, að hún ásamt börnum þeirra Alexanders, hefði ákveðið að stofna sjóð til minningar um Alex- ander með 5000 króna framlagi og skyldi sjóð- urinn vera í vörslu klúbbsins. Tilgangur sjóðs- ins skal vera að efla og stuðla að fegrun svæða í Keflavík. Skal stjórn klúbbsins setja sjóðnum skipulagsskrá. Að sjálfsögðu er hér um nýkrónur að ræða. í lok starfsársins var Lk. Óðinn stofnaður í Kefiavík. Aðal hvatamenn að stofnun klúbbs- ins eru þeir Einar Stefánsson, svæðisstjóri, Lk. Keflavfkur og Eiríkur Alexandersson, umdæm- isstjóri. 26. starfsár 1981 - 1982 A árinu rættist mjög úr húsnæðismálum klúbbsins, en klúbburinn hefur nú fengið ágætis herbergi í Vélsmiðju Sverre Steingríms- en. Er leigunni mjög stillt í hóf og verður því klúbbnum enginn baggi. Herbergið hefur verið búið nauðsynlegum húsgögnum og þarna verða öll gögn klúbbsins geymd og þar verða stjóm- arfundir haldnir. Ungur Kefivíkingur, Brynjar Jónsson, fór á vegum klúbbsins til Danmerkur og dvaldi þar í þrjár vikur. Hingað kom svo á vegum klúbbsins 19 ára gömul norsk stúlka frá Oslóarfirði. Hún ferðaðist víða um landið og lfkaði henni dvölin hér mjög vel. Þessar heimsóknir voru á vegum unglingaskipta klúbbsins. Aðalverkefni þessa árs voru tækjakaup til þjálf- unar stöðvar Þroskahjálpar á Suðumesjum. Voru keypt tæki fyrir kr. 60.000 og einnig til end- urhæfingarstöðvarinnar að Reykjarlundi fyrir kr. 15.000. Þá lagði klúbburinn fé til kaupa píanós til félags aldraðra hér í bæ að upphæð kr. 30.000. Þetta ár er tileinkað fötluðum og kom beiðni frá Hjálparstofnun Kirkjunnar um að klúbburinn legði fram sem svaraði til kr. 50 fyrir hvern félaga klúbbsins og var sú beiðni samþykkt. í samráði við ættingja Alexanders Magnússon- ar er minningarsjóði hans fundið ákveðið verk- efni, en það er fegrun kirkjugarðsins. Keflavík- urverktakar gáfu kr. 10.000 í sjóðinn til þessa verkefnis. 27. starfsár 1982 - 1983 Perusala fór fram í upphafi starfsárs og varð hagnaður af henni krónur 135.759. Þá var farið í róður á mb. Baldri undir skipstjórn Ólafs Björns- sonar og urðu tekjur af róðrinum krónur 17.000 er óskiptar runnu í sjóð fjáröflunar. Hásetar Ólafs höfðu á orði að aldrei hefðu þeir séð eins marga fiska í einu og í þessum róðri! Samkvæmt tillögu líknarnefndar var á þessu ári veitt fjárupphæð kr. 100.000 til byggingar dagvistunarheimilis Þroskahjálpar á Suðurnesj- um. Einn af merkari viðburðum þessa starfsárs var stofnun Lionessuklúbbs Keflavíkur. A fimmta fundi starfsársins, sem haldinn var 10. nóvem- ber, afhenti Einar Stefánsson Guðnýju Gunnars- dóttur, formanni Lionessuklúbbsins, stofnskrá klúbbsins ásamt gerðabók. A fundinum voru allir meðlimir hins nýstofnaða klúbbs mætir. Var stofnskrárafhendingin mjög hátíðleg. Var kon- unum, en þær eru alls 32, innilega fagnað og þeim færðar árnaðaróskir. Vinsældir Kútmagakvöldsins fara stöðugt vax- andi og er nú svo komið, að þessi uppákoma er ein sú allra vinsælasta hér í bæ. Þarf að leita í stærstu samkomusali bæjarins til að koma félög- um fyrir og þeirra fjölmörgu gestum. Allar líkur eru á því í framtíðinni að áfram verði þetta hrein karlasamkoma. Þær fáu raddir, sem af og til hafa óskað eftir návist kvenna á þessum samkom- um hafa ávallt verið þaggaðar niður af miklum meirihluta félaga, og svo var einnig í vetur er málið bar á góma. 28. starfsár 1983 - 1984 Samkvæmt tillögu líknamefndar var fé veitt til eftirtalinna verkefna: Jólagjafir til aldraðra kr. 29.000. Til íþróttasambands fatlaðra vegna Olympíufarar þeirra kr. 15.000. Sjúkrarúm var keypt á langlegudeild aldraðra á Garðvangi kr. 36.000,00. Til landssamtaka hjartasjúklinga kr. 25.000. Til Sjúkrahúss og Heilsugæslu Kefla- víkurlæknishéraðs voru veittar kr. 278.000,00 vegna kaupa á slysaborði og tækjum til bækl- unarlækninga. Til Þroskahjálpar á Suðurnesjum voru veittar kr. 60.000. Til borunar neysluvatns á Indlandi voru veittar krónur eitt þúsund sænskar. Alþjóða sjóður Lionsmanna var styrktur um kr. 5.300 og kom það fé frá klúbbfélögum sjálfum. 16 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.