Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 29

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 29
Minning: Sigurbjörn Stefánsson (Diddi) Fœddurl2. mars 1932 - Dáinn 19. mars 2006 Mig langar að minnast með nokkrum orðum vinar míns Sigurbjörns Stefánssonar (Didda) frá Nesjum sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 19 mars s.l. og var jarðsunginn frá Hvalsneskirkju þann 29 s.m. Diddi var um 40 ára skeið bóndi í Nesjum. Hann tók við búinu af föður sinum Stef- áni Friðbjörnssyni en Stefán var um langt árabil deildarstjóri hjá Kaupfélagi Suðurnesja en það starf rækti hann með miklum ágætum Eftir að hann hætti búskap var hann áfram í Nesjum með Didda sem hugsaði um föð- ur sinn síðustu æviár hans af einstakri sam- viskusemi og fórnfýsi Diddi mun hafa verið síðasti mjólkurfram- leiðandinn í Gullbringusýslu og er þar af leið- andi nokkuð sérstakur í sögu Miðneshrepps. Að mörgu leyti var Diddi sérstakur persónu- leiki. Hann var einn af þessum mönnum sem geislaði út frá sér góðvild og persónulegum sjálfsaga og samviskusemi, þannig að í návist hans leið manni vel og vináttuböndin treyst- ust við nánari kynni. Diddi var kíminn og gamansamur og skemmtilegur viðræðu. Við áttum mikil og vinsamleg samskipti. Meðan hann stundaði kúabúskap, fékk ég oft brodd hjá honum þegar kýmar báru, en eftir að hann sneri sér að kartöflurækt kom hann oft með poka af kartöflum og við feng- um okkur kaffi og spjölluðum saman. Oft um pólitíkina því hann var mikill framsóknar- og samvinnumaður. Eg fékk stundum hjá honum útsæði ca 50 til 60 kartöfiur til að setja niður upp í sum- arbústað og við bárum síðan saman upp- skeruna. Fyrir nokkru brást alveg uppskeran hjá mér og ég kvartaði sáran við Didda um uppskerubrestinn. Það er bara eitt ráð við því sagði Diddi: „Þú verður að sækja um styrk hjá Bjargráðasjóði!" og síðan hló hann sínum hvella sterka hláti sem við vinir hans þekkt- um svo vel og ekki var mér síður skemmt.. Síðan var oft talað um að leita til Bjargráða- sjóðs. Það er ekki ofsagt að Diddi var sannkallaður sómi íslenskrar bændastéttar Eg minnast hans sem hins góða grandvara félaga sem aldrei mátti vamm sitt vita. Hannes Pétursson hefur orðað þetta vel: Svo er þvífarið Sá er eftir lifir Deyr þeim sem deyr En hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna Þeir eru himnarnir honum yfir Blessuð sé minning Sigurbjöms Stefáns- sonar. Við hjónin sendum fjölskyldu bróðir hans ættingjum og vinum sem hann mat svo mik- ils, innlegar samúðarkveðjur. Gunnar Sveinsson Fjóla Sigurbjörnsdóttir Melvin Jonesfélagar og heiðursfélagar Lk. Keflavíkur Eftirfarandi Lionsfélagar í Keflavík hafa verið gerðir að Melvin Jones félögum sem er æðsta viðurkenning Lions- hreyfingarinnar: Tómas Tómasson 1986 Ingvar Guðmundsson 1989 Marteinn J. Arnason 1993 Hilmar Pétursson 1993 Ólafur Björnsson 1998 Hörður Guðmundsson 2006 Eftirfarandi Lionsfélagar voru tilnefndir heiðursfélagar Lk. Keflavíkur: Ragnar Guðleifsson 1986 Guðbjörn Guðmundsson 1992 FAXI 29

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.