Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 12

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 12
snjalla tillaga samþykkt samhljóða og fór fyrsta perusalan fram þá um haustið. Hreinn ágóði af sölunni varð krónur 10.800. Allmiklar umræður urðu um fjármál klúbbs- ins á árinu. Var ákveðið að fjáröflunamefnd bæri að hafa alla forystu um fjáröflun og skyldu all- ir peningar renna óskiptir í félagssjóð. Það yrði svo stjómin, með samþykki félagsmanna, sem ráðstafaði síðan fénu til ýmissa líknarmála. Að venju voru vistmönnum á Elliheimilinu sendar peningagjafir og kveðjur fyrir jólin. Þá var jólatrésskemmtun haldin fyrir börn félaga milli jóla og nýárs. 7. starfsár 1962 - 1963 Árleg perusala er nú orðin fastur liður í fjár- öflun klúbbsins. Að þessu sinnj varð ágóðinn af sölunni kr. 40.460. Var þeirri upphæð skipt að jöfnu milli Líknarsjóðs og Áhaldasjóðs Sjúkra- húss Suðurnesja. Að venju var vistmönnum á Elliheimilinu sendar kveðjur og smá gjafir á jólum og einnig öldruðum á Sjúkrahúsinu. Þá var haldin jólatrés- skemmtun fyrir böm klúbbfélaga. 8. starfsár 1963 - 1964 Árleg perusala fór fram í byrjun starfsárs og gekk hún prýðilega. Varð hreinn ágóði af henni um 12 þúsund krónur. Nú í fyrsta sinn vom veitt verðlaun þeim sem voru með mesta sölu. Þeir sem urðu söluhæstir í ár voru Jón H. Jónsson og Þorbergur Friðriksson. Á þessu ári stóð yfir lagning Reykjanesbrautar og fylgdust Suðurnesjamenn að sjálfsögðu vel með framkvæmdunum. Snemma á árinu kom upp sá orðrómur að stöðva ætti framkvæmd verksins þegar komið yrði að Kúagerði. Þetta mál vartek- ið fyrir á fundi og urðu miklar og heitar umræður um það. Kosin var nefnd til að ganga á fund Ing- ólfs Jónssonar, samgönguráðherra. I nefndinni vom Alexander Magnússon, Benedikt Jónsson og Tómas Tómasson. Fóru þeir á fund ráðherra, sem fullvissaði þá um að fyrirhugaðri áætlun um lagningu brautarinnar yrði ekki breytt, en áætl- að er að verkinu Ijúki í árslok 1965. Var nefnd- armönnum þökkuð röggsamleg afgreiðsla á mál- inu og fögnuðu menn málalokum. 9. starfsár 1964 - 1965 Árleg pemsala fór fram á haustdögum og varð hreinn hagnaður af henni kr. 41.882. Söluhæst- ir að þessu sinni urðu þeir Hilmar Pétursson og Ragnar Guðleifsson með 161 pakka og hálfum betur, en þeir næstu vom Hörður Guðmundsson og Vilhjálmur Þórhallsson sem vom með 161 pakka! Nú er perusalan farin að verða auðveldari þar sem bæjarbúum er nú vel kunnugt um hver tilgangurinn með perusölunni er. Hafa nú margir á orði að þeir hafi verið farnir að bíða eftir per- unum! Að þessu sinni var ákveðið að ágóðanum af perusölunni yrði varið til kaupa á sjónprófunar- tækjum í samvinnu við Lk Njarðvíkur. Að öðm verkefni vann klúbburinn einnig á þessu ári, en það var að fjármagna kaup á rann- Jórunn Þórðardóttir, matmóðir Lionsfélaga í Aðalveri með VHhjdlmi Þórhallssyni 1972 Kristinn Reyr og Gunanr Thoroddsen voru rœðumenn á fyrsta kútmagakvöldinu í Aðalveri 1971 I sóknarborði fyrir sjúkrahúsið. Áætlað verð á þessu borði er um 20 þúsund krónur og ákveðið að leggja fram helming þess nú og lokagreiðslu á næsta ári. Á árinu var samþykkt tillaga þess efnis að klúbb- | urinn beiti sér fyrir því að saga Keflavíkur verði I skráð. Var nefnd kosin til að fylgja því eftir. 10. starfsár 1965 - 1966 Á þessu ári var verkefninu varðandi sjón- prófunaitækin lokið. Skólastjórarnir í Keflavík, | Garði og Sandgerði mættu til fundar 9. mars i ásamt héraðslækni og tóku við tækjunum. Eins og áður segir var þetta samstarfsverkefni Kefla- j víkur og Njarðvíkur. I tilefni 10 ára afmælis klúbbsins var keypt segulbandstæki og gefið blindum manni hér í bæ ásamt nokkrum segulbandsspólum, sem j klúbbfélagar höfðu lesið inná sögur og annað skemmtiefni. Sveinn Viðarsson tekur á móti viðurkenningu frá Lk. Kefiavíkur 11. starfsár 1966 - 1967 Fundarstaður er sem áður í Aðalveri. Starfið er mjög gróskumikið þetta árið eins og sjá má 12 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.