Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 14

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 14
Er þetta svæði þegar farið að taka vel við sér og lofar góðu, en sú litla gróðurmold sem þarna er að finna virðist vera ákaflega rýr af næring- arefnum. 17. starfsár 1972 - 1973 Elliheimilanefnd lét mikið að sér kveða á árinu og kom af stað miklum og fjörlegum umræðum um sín mál. Voru menn almennt þeirrar skoð- unar að meira þyrfti að gera fyrir aldraða en að senda þeim smá gjafir og ámaðaróskir á jólum. Var því samþykkt að veita kr. 90.000 úr líknar- sjóði til kaupa á sjónvarpstæki og fjórum stólum í setustofu elliheimilisins. Jafnframt var hverjum vistmanni þar send peningaupphæð kr. 1.500 að gjöf. Tíundi fundur starfsársins var haldinn 24. janúar og varð hann í styttra lagi, en að morgni 23. feb. gerðist sá válegi atburður í Vestmanna- eyjum, að eldgos komið upp í Heimaey rétt við kaupstaðinn. í febrúar tók klúbburinn þátt í fjársöfnun til Vestmannaeyinga, sem fram fór á vegum Hjálp- arstofnunar Kirkjunnar. Söfnuðu félagar milli 60 til 70 þúsund krónum. Einnig aðstoðuðu félagar við móttöku á búslóðum Eyjamanna, sem hing- að voru fiuttar með skipum og komið hér fyrir í geymslu. 18. starfsár 1973 - 1974 Haldið var kútmagakvöld, sem tókst með mikl- um ágætum. Eftir þetta vel heppnaða kútmaga- kvöld kom fram tillaga frá nokkrum félögum að eiginkonum yrði framvegis boðið að taka þátt í þessum gleðskap. Urðu all snarpar umræður um málið en svo fór að lokum, að tillagan var kolfelld af miklum meirihluta félaga sem vilja að þetta kvöld verði eingöngu ætlað sem herra- kvöld. Líkt og áður veitir klúbburinn ýmsum góðum málum fjárstuðning og er það helst nýtt að nefna í þeim málum að veittar voru krónur 10.000 í söfnun er nefnist Indversk augu. Arleg sáðning grasfræs fór fram um vorið. Kom fram hugmynd um að dreifa fræinu með flugvél. Ekki fékk sú hugmynd góðan hljóm- grunn. Töldu menn handsáðninguna þegar hafa sýnt, að hún hefði einnig sáð góðri samstöðu meðal félaga og bæri því að halda henni áfram. 19. starfsár 1974 - 1975 Fjáröflun gekk bærilega á árinu. Perusalan fór fram samkvæmt dagskrá og voru seldir 1100 pokar. Þá fór fram sala á flugdrekum, en hún varð dræm náðist aðeins að selja fyrir helmingi af innkaupsverði. Þá fór klúbburinn í samstarf við Njarðvíkurklúbbinn um söfnun á brotajárni. Hagnaður af þeirri söfnun lét lengi á sér standa, enn sem stendur er hagnaður af henni aðeins hreinna land. Menn eru þó bjartsýnir á að þetta framtak muni síðar gefa af sér einhvern pening. Með fjölgun Lionsklúbba á Suðurnesjum hef- ur markaðssvæði klúbbsins minnkað til muna. Hefur klúbburinn misst mörg góð sölusvæði s.s. Grindavík og Sandgerði. Lionsfélagar á þessum Hafsteinn Guönason og Þorsteinn Erlingsson. A milli þeirra er Soffía Karlsdóttir. stöðum eru að vonum viðkvæmir fyrir komu annarra sölumanna inn á sitt svæði. Því hefur klúbburinn hætt allri sölu á þeim stöðum þar sem Lionsklúbbur er fyrir. Því var sælgætissölu Lk. Freys frá Reykjavík harðlega mótmælt, er félagar úr þeim klúbbi komu hingað í söluferð. Töldu félagar hér sig hafa virt sölusvæði annarra og vildu því fá að vera með sitt svæði í friði. 20. starfsár 1975 - 1976 A þessum árum hefur miljónarmæringum heldur betur fjölgað enda er verðgildi peninga nú afar lágt og fer stöðugt lækkandi. Hagn- aður af perusölunni þetta árið verður til dæmis 500.000 krónur eða hálf miljón og þótti engum mikið. Þá kom inn í kassann 109.000 krónur fyrir brotajárnið, sem safnað var á síðasta ári. Á árinu fór fram sala á Rauðu fjöðrinni og gekk sú sala allvel. Eitt stærsta verkefnið á þessum árum er kaup á augnlækningartækjum. í mars var tilkynnt á fundi að öll tækin væru komin til landsins utan eins og voru tæki þessi afhent læknishéraðinu hér í lok mánaðarins. Einnig var samþykkt að veita kr. 50.000 í kaup á sjúkrabifreið fyrir héraðið, en þar með var peningakassinn nær tómur og tímabært að huga að öflun meira fjár í kassann. 21. starfsár 1976 - 1977 Perusalan gekk vel um haustið og varð hagn- aður nálægt kr. 500.000. Fremur dræm mæting var hjá félögum til sölunnar, en tveggja manna er getið fyrir frábæran árangur í sölunni, þeirra Garðars Jónssonar og Hinriks Albertssonar. Fyrirkomulag konukvölda kom til nokkurr- ar umræðu. Kom fram sú hugmynd að gera konukvöldin menningarlegri. Meirihluta félaga fannst óþarfi að breyta því fyrirkomulagi sem er á þessum kvöldum, núverandi fyrirkomulag sé bara harla gott. Þá kom fram öðru sinni sú hugmynd að veita eiginkonum aðgang að hinu girnilega matar- borði, sem ávallt væri á kútmagakvöldum. Þessi hugmynd fékk sem áður lítinn hljómgrunn. Á árinu kom augnlæknir til starfa í Keflavík, var það Úlfar Þórðarson. Klúbbfélagar mættu á heilsugæsluna þegar hún var opnuð og vildu með því vekja athygli á starfi klúbbsins varðandi Lionsfundur á Flughóteli 14 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.