Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 19

Faxi - 01.04.2006, Blaðsíða 19
Frá rœktunarátaki Lionsmanna í Vatnsholtinu Fjórir heiðursmenn á Lionsmóti. Frá vinstri: Margeir Margeirsson, Garðar Jónsson, Margeir Jóns- son og Guðjón Stefánsson in fór svo fram í Leirunni en mæting var frekar slök, það voru helst Grindvíkingar sem sýndu mótinu verulegan áhuga. Nokkur ágóði varð af mótinu og fór hann allur í sjóð skemmtinefndar. Það er von þeirra, sem að þessu golfmóti stóðu, að það verði að árlegum viðburði í starfsemi klúbbanna, enda tilvalin leið til að efla samskipti milli Lionsfélaga á Suðurnesjum. A þessu starfsári sameinuðust Lionsklúbbarn- ir á Suðurnesjum urn eitt stórt verkefni, en það var kaup á blóðrannsóknartækjum fyrir sjúkra- húsið. Tæki þessi kosta 3.5 miljónir sem er full stórt verkefni fyrir einn klúbb og því samein- uðust klúbbarnir um kaupin. Lagði okkar klúbb- ur fram eina miljón fjögur hundruð og fimmtíu þúsund krónur í kaupin. Þá var að venju sendar jólagjafir til aldraðra á elliheimilum og sjúkra- húsi að upphæð kr. 182.500 og framlag greitt til L.I.C.F. kr. 10.000. 35. starfsár 1990 - 1991 Verkefni þessa árs voru sem hér segir: Lions- klúbbnum Óðni voru veittar kr. 75.000,00 sem uppá vantaði vegna tækjakaupa til Sjúkrahúss- ins. Jólaglaðningur var sendur til vistmanna á elliheimilinu Garðvangi. Fékk hver vistmaður kr. 3.500 ásamt jólakveðju. Vistmenn eru 56 svo alls varð upphæðin kr. 196.000. Aðstoð var veitt vegna átaks S.O.S. til hjálpar börnum þriðja heimsins til menntunar og uppeldis. Skuldbatt klúbburinn sig til að kosta uppeldi drengs og stúlku á Indlandi með árlegu framlagi næstu 8 til 10 árin með 24 þúsund krónu framlagi á ári. Þá stuðluðum við að því að skólabörn úr Holta- skóla seldu 800 búnt af túlípönum til eflingar ferðasjóðs þeirra, en þau eru að undirbúa skóla- ferðalag til Frakklands. Unnið var að kaupum á magaspeglunartækj- um fyrir Sjúkrahús Keflavfkur fyrir kr. 600.000. Lionessuklúbbur Keflavíkur og Lk Óðinn munu einnig taka þátt í þessu verkefni. Farið var í gróðursetningarferð í Sólbrekkur á Stapa og plantað þar 440 greniplöntum og 80 víðisplöntum. Þá voru gróðursettar urn 270 víðis plöntur í vesturhorn kirkjugarðsins. 36. starfsár 1991 - 1992 Það nýrnæli varð á fyrsta fundi þessa starfsárs, að formaður kallaði til sín nýskipaða formenn allra helstu nefnda klúbbsins og afhenti þeirn erindisbréf ásamt möppu, þar sem færa skal til bókar helstu gjörðir viðkomandi nefnda. Þessi gögn eiga síðar meir að verða komandi nefndunt til mikils gagns. Hvatti formaður nefndarmenn að vinna vel á starfsárinu. Þá skipaði hann nýja nefnd, dagskrárnefnd, og væri hlutverk henn- ar að útvega fyrirlesara og sjá um gantanmál á fundum. í nóvember tók klúbburinn þátt í landssöfn- un Lionsmanna til fjáröflunar fyrir verkefnið „Landið fýkur burt.“ Voru 12 ára nemendur úr Holtaskóla fengnir til að selja samnefnda hljóm- plötu með Ríó-tríóinu. Gekk salan vel og verða sölulaun barnanna ferð með Ríó-tríóinu austur að Gunnarsholti á komandi vori. Samkvæmt tillögu líknamefndar voru eft- irfarandi verkefni unnin: Jólagjafir til aldraðra að upphæð kr. 178.500. Sogdæla fyrir Sjúkrahús Keflavíkur kr. 250.000. Til sumardvalarheimilis FAXI 19

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.