Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 20

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 20
14 Jón A. Hjallalín. IÐUNN mun mörgum hafa fundist, að nú væri á enda einn kaflinn í menningarsögu vorri. Nú komu nýir tímar. Skóla og kennara verður að dæma eftir árangrinum sem náðst hefir. Og það er enginn vafi á því, að Möðru- vallaskólinn og Hjaltalín skipa hér veglegt sæti. Lang- flestir nemendur Hjaltalíns voru alþýðumenn, bænda- synir, sem síðan hafa orðið bændur. Að eins örfáir hafa gengið mentaveginn. Skólinn hefir mótað álitlegan hluta af bændastétt vorri, einkum á Norður- og Austurlandi, og mannað hana meir en nokkur önnur stofnun. En það er ekki að eins sem bændur að Möðruvellingar hafa getið sér góðan orðstír. Margir þeirra hafa skarað fram úr í öðrum atvinnugreinum eða komist til mikilia virðinga í opinberu lífi þjóðarinnar. Þannig hafa 18 af lærisveinum Hjaltalíns orðið alþingismenn. Meðal þeirra eru einnig margir merkustu forstöðumenn kaupfélaganna og nokkrir af helztu stórkaupmönnum landsins og margir útgerðarmenn. Nálega á hverju sviði þjóðfélagsins má finna atkvæðamenn, sem notið hafa kenslu og leiðsagnar Hjaltalíns. Fjölda margir af lærisveinum hans hafa verið vel ritfærir menn og orðhagir. Er það bezti dómurinn um íslenzkukenslu Hjaltalíns. Auðvitað er það ekki Hjaltalín einum að þakka, að skólinn hafði svo mikil og góð áhrif. Lærisveinarnir munu yfirleitt hafa verið betri en alment gerist, og svo var skólinn svo lánsamur, að hafa Stefán Stefánsson fyrir kennara. Stefán og Hjaltalín voru harla ólíkir menn að skap- lyndi og skoðunum, en þetta var einmitt til góðs, því þeir bættu hvor annan upp. Báðir elskuðu þeir skólann og höfðu bjargfasta trú á tilgangi hans og þýðingu fyrir þjóðina. Og báðir voru nægilega víðsýnir íil þess að láfa ekki blekkjast af gömlum venjum og arfsögnum. Ef

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.