Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 27

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 27
ÍDUNN Andinn frá Worms og örlög hans. Og einn mót öllum stóð hann í ægilegri höll, og einn mót öllum vóð hann á andans sigurvöll; og öld af ótta starði, þeim ægði dirfskan sú, er ljós og líf hann varði með lifandi krafli og trú. (M. Joch.). A öndverðu ári 1521 var ríkisþing háð í borginni Worms á Þýzkalandi. Það þing er talið meðal merk- ustu atburðanna, er getur í sögu siðbótarinnar lútersku, og er jafnvel talið marka ein hin mestu tímamót í sögu mannsandans á Vesturlöndum. En þótt þetta þing sé talið meðal merkustu atburða siðbótarinnar, þá er ekki hægt að benda á neitt, er á þinginu gerðist, og segja, að það hafi úrslitum valdið um framgang hennar eða mótað stefnu hennar. Lúther kemur þangað í banni páfa og fer þaðan með sömu bannfæringuna á herðum. Þangað er ekki hægt að rekja uppruna neinnar þeirrar trúarjátningar, sem hin nýja kirkjudeild tjóðraði seinna kenningar sínar við. Meðal fylgjenda Lúthers eru engin samtök gerð á því þingi, sem trygðu sigur siðbótarinnar. Það má segja, að í sið- bótarmálinu hafi alt staðið við það sama, þegar þinginu lauk og þegar það hófst, að undanskildri yfirlýsingu keisara um, að Lúther sé útlægur úr ríki hans. Með því hafði ríkisvaldið tekið sér afstöðu gegn siðbótinni.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.