Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 30

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 30
24 Andinn frá Worms og örlög hans. IÐUNN að leita skýringar á því, hvers vegna andi umburðar- lyndis og sannfæringarfrelsis hefir verið gerður útlægur úr kirkjunni, sem þó hefir í orði kveðnu gert hann að hornsteini sínum. I. Fyrstu ástæðunnar er að leita hjá siðbótarhöfundinum sjálfum og samtíð hans. Lúther er spámaður. Hann er stærstur, þegar hann stjórnast af eldmóði og sannfær- ingarþrótti tilfinninga sinna. En það var engan veginn trygt, að tilfinningar hans og skoðanir færu altaf saman. Orðin, sem hann mælir í Worms eru ekki sprottin af djúpstæðri lífsskoðun hans. Það er honum tilfinningamál, að hann getur ekki afneitað sannfæringu sinni, hverjar ógnir, sem kynnu að vera í aðra hönd. Hann setur ekki fram almenna kröfu um rétt samvizkunnar og skyldurnar við hana. Hann gefur að eins játningu fyrir sjálfan sig. Lúther virðist ekki hafa gert sér þess grein með hugsun sinni, að það sem fyrst og fremst knýr hann út í baráttuna gegn katólsku kirkjunni, það er einmitt til- finningin fyrir því, að það sé ekki að eins réttur heldur skylda einstaklingsins, að annast sjálfur eilífðarmál sín við guð milliliðalaust. Og fyrst er það tilfinningin fyrir skyldum mannsins á því sviði. Þegar hann hóf mótmæli sín gegn aflátssölunni, þá hratt það honum einkum af stað, að þeir, sem keypt höfðu aflátsbréfin, þóttust ekki lengur hafa ástæðu til að skrifta syndir sínar. Þegar Lúther, sem skriftafaðir þeirra, krafðist þess, að þeir skriftuðu, þá sýndu þeir honum bréfin, til að sannfæra hann um það, að þeir höfðu þegar gert upp sakir sínar við guð. Aflátssalan var reist á þeim grundvelli, að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.